Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 6
ULTRft+LflSH Mascara TIL AÐ LENGJA OG LENGJA ENNÞA MEIR SILKIMJÚK AUGNAHAR. TJ1.TRA*LASH er íyrsti augnháraliturinn sem Jengir og þéttir augnahárin án þess að gera þau stíf. Þessi einstaka efnablanda lengir án gerviþráða. Allt sem þér þurfið að gera er að bera ULTRA*LASH á með hinum hentuga TAPER-BRUSH sem byggir upp um leið og hann Utar hvert augnhár. Ekkert auka erfiði og ekkert ergelsi út af gljáalausum og klistr- uðum augnhárum. ULTRA*LASH hleypur ekki í kekki, né skilur eftir klessur eða bletti. Þetta er fyrsta skaðlausa efnið sem lenglr og þéttir augnhárin, þolir vatn og er lyktarlaust. Sér- staklega auðvelt að hreinsa á nokkrum sekúnd- um með Maybelline Mascara Remover. Kemur i þrem góðum litum: VELVET BLACK, SABLE BROWN og MIDNIGHT BLUE. olltof jja8 hreinasta og bezta fyrir fegurð augnanna: rTV GBILL Nú geta allir „GRILLAГ, úti á svölum, úti í garði eða úti í sveit. Við höfum fyrirliggjandi 3 gerðjr af „tJTI GRILLUM“: Við höfum einnig BAR ■ B VqiBRlQCETS; (BRÚNKOL) " * "^*21 sem eru sérstaklega fyrir „ÚTI GRILL“. MEIRA KJÖT Heiðraði póstur! í póstinum 19. tbl. 1965, var birt bréf frá Hreiðari Þ. Sæ- mundssyni um Larry Scott og Harold Poole, en þeir stunda báð- ir kjötframleiðslu í heldur óhugn- anlegri mynd eins og svaramaður bréfsins kemst að orði. Ástæðu- laust er að fordæma eða rýra álit líkamsræktarmanna í nokkru. Að vera föngulegur og hafa til að bera spengilegan líkamsvöxt hefur frá alda öðli þótt fagurt, og er auðvelt að ganga úr skugga um það með því að fletta upp í Islendingasögunum og kynna sér fornar grískar og rómverskar myndastyttur. Líkamsræktar- menn rækta upp líkama sinn, en svo er það fegurðarsmekkur hvers og eins, sem segir til um hversu langt er haldið. Vil ég benda á það án allrar reiði, að öllum að skaðlausu hefði verið hægt að sleppa dylgjum um, að kynvilla væri undirrót stefnu' líkamsræktarmanna, þar sem enginn fótur er fyrir því, um það get ég og félagar mínir borið vitni, þar eð við höfum stundað jíkamsrækt í eitt ár og sumir lengur og engar annarlegar hvat- ir hafa stjórnað þeim gerðum okkar. Erum við fúsir til að ganga undir rannsókn á því, hve- nær sem er. Það hefði verið hægt að kynna sér málið eitthvað, áð- ur en farið var að rýra álit þess- ara tveggja manna og annarra, sem líkamsrækt stunda. Með allri virðingu fyrir yður og blaði yðar. f.h. Æfingaklúbbsins. Egill Sveinbjömsson, Meðalholti 14, Rvík. Það var nú víst hvergi minnzt á það í umræddu svari, að kyn- villa kynni að vera undirrót að kjötframleiðslu Atlasmanna. Við töluðum um annarlegar hvatir. En fyrst þið bendið á grískar styttur, þá væri ekki úr vegi að benda ykkur á, að kynvilla hef- ur líklega aldrei verið útbreidd- ari en meðal þeirra fom-grísku myndhöggvara, sem lögðu svo mikla áherzlu á fagurskapaða karlmenn í verkum sínum. Enn hefur kvenþjóðin ekki lát- ið til sín heyra um kjötfjöllin. Við erum alltaf að bíða eftir áliti hennar. LAGIÐ HINUM MEGIN HEYRIST í GEGN Margfróði póstur. Mig langar til að spyrja þig að svolitlu. Hve oft er hægt að spila sömu hljómplötuna? Eftir hve margar spilanir heyrir mað- ur, að platan er farin að slitna og eftir hve margar verður að henda henni? Með fyrirfram þökk. Gutta. P.s. Hvernig er skriftin? Þeir sögðu okkur í Fálkanum, að það væri undir ýmsu komið, bæði gerð plötunnar, hve margra snúninga hún væri og hvernig nál væri notuð. Kannske þú gerir nú athugun á þessu, spilir eina plötu svona tvö til þrjúhundruð sinnum og látir okkur svo vita um árang- urinn. Skriftin er dálítið kæruleysis- leg og ekki nógu formföst. ÉsaSSaAi*,:--.. BRJÓSTIN UNGU BIFAST Kæra Vika. Ég er 16 ára og er fullkomlega þroskuð. En brjóstin lafa svo voðalega mikið og stundum fæ ég verki í þau. Getur það verið, að ég hafi byrjað að nota brjósta- haldara of seint. Brjóstin byrj- uðu að vaxa, þegar ég var 11 ára og voru orðin mjög stór, þegar ég var 13 ára. Á ég að fara til læknis eða á ég bara að bíða, þangað til þetta hættir? Jónína. Nei Jónína góð, þú átt ekki neitt að biða heldur fara strax til læknis. Hann getur sagt þér, hvað amar að. Annars fást víða í búðum ágætis nuddtæki, sem ku vera notuð til þessa brúks. Þau ættu ekki að skemma vöxt- inn. RUSL Á RUSL OFAN Kæri póstur. Ég er í Kennaraskólanum og skrifa þér, vegna þess að ég fæ ekki orða bundizt með sóðaskap- inn þar í næsta nágrenni. f einu húsi við Stakkahlíðina hefur sá háttur verið hafður á með ösku- tunnurnar, að hluti af lóðinni hefur verið girtur af, sem geymslustaður þeirra og snýr g VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.