Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 9
L.eynivopn Svía gegn Bcjjarnorkukafbátum. Meginþátturinn í varnarkerfi Banda- ríkjanna vegna hugsanlegrar kjarn- orkustyrialdar eru kiarnorkukafbát- ar. Þeir ganga undir nafninu Polar- is og geta borið 16 vetniseldflaug- ar. Þeir hafa þann eiginleika, að geta verið undir yfirborðinu svo mánuðum skiftir. Þá geta þeir skot- ið eldflaugunum án þess að koma upp og með ótrúlegri nákvæmni gereyðilagt stórborgir og iðnaðar- mannvirki. Aðeins er hægt að upp- götva kafbátana á einn hátt, með sérstökum Ijósmiðunarstöðvum um borð í öðrum kafbátum, skipum eða frá landi. En jafnvel þótt búið sé að finna kafbátinn, er ekki þar með sagt, að gæsin sé gripin. Hæfi- leikinn til að kafa niður á marg- sextugt dýpi gerir andstæðingunum erfitt um vik. Ennþá hefur engri þióð tekizt að brynja sig fyrir árás úr djúpinu. Þess vegna leggja bæði Bandaríkjamenn og Rússar höfuð- áherzlu á smíði kjarnorkukafbáta í vígbúnaði sínum. Þeir eru eitt- hvert voldugasta vopn, sem upp hefur verið fundið. Hjá Asea í Vasterás í Svíþjóð er nú unnið að smíði kafbáts, sem orðið getur svar smáþjóðanna við kjarnorkukafbátunum, en það er farartæki, sem ferðast algerlega hljóðlaust neðansjávar. Þessi kaf- bátur gengur fyrir rafmótor, sem fær afl sitt frá rafgeymi. Slíkar vél- ar eru algerlega lausar við allt skrölt og glamranda. Þær eru að- eins samsettar af nokkrum einföld- um og „þöglum" hreyfanlegum hlutum. Það má segja, að það sé algerlega ómögulegt að uppgötva þennan sænska rafmagnskafbát. Hann á eftir að verða skætt vopn smáþjóðarinnar til að yfirbuga kjarnorkukafbátanna. NefskýEa Nú gefur á að líta. Víst gæti svo farið, að sólin skini svo skært í sumar, að nefið yrði sólbrunnið og rautt og það væri svo hreint ekkert skemmtilegt. Italirnir fundu ráð við þessum vanda og slengdu þessum sólhatti á markaðinn. Hann er með innbyggðum sólgleraugum og spjöldum, sem skýla nefinu. Við skyldum þó ekki eiga eftir að sjá þessu bregða fyrir í Nauthólsvík- inni í sumar? --------- SlHan sf@sst V________) Zanussi heimilistækin eru árangur af löngu samstarfi og rannsóknum tæknifræðinga og skipulagsfræðinga á þörfum heimila og húsmæðra, ásamt áralangri reynslu á fjölmörgum sviðum tækninnar. Hin sívaxandi sala á Zanussi heimilistækjum hér á landi sýnir að það er óhætt að treysta hinum þroskaða smekk og gæðamati íslenzkra húsmæðra. SNORRABRAUT 44 - SÍMI 16242. TIX

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.