Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 36
ViS fórum saman upp tröpp- urnar, hann opnaði hurðina og við gengum inn. Stóra dagstof- an var full af gulum rósum og við annan hliðarvegginn var búið að koma stereotækinu fyrir og á plötuspilaranum lá hvítt kort. Á því stóð aðeins eitt orð: Cecilía! Ég stóð alveg liöggdofa og starði á stafina, svo sneri ég mér að Urban. — Ég skil þetta ekki, sagði ég hálf rugluð. Hann tók í hönd mína. — Hljómlist gerir þig svo ham- ingjusama, Cecilia, og ég tók strax eftir því. Þessvegna áttu líka að fá tækifæri til að njóta hennar. Hann ýtti á takka á tæk- inu og tónarnir fylltu stofuna. — En hvernig verður þetta með mömmu? stamaði ég. Hann dró mig niður í sófann. — Er það ekki furðulegt, sagði hann, — að mamma þín skuli eiga svona dásamlega dóttur eins og þig? Ég ætla ekki að segja neitt ljótt um mömmu þína, en það veit guð að ég hefði verið skíthræddur við hana, ef þú hefðir ekki verið liér allan tímann. Hann hallaði sér aftur á bak og hló upp í loftið. — Viltu lofa mér því að halda aftur af mér, svo að ég geti borgað þetta tæki sem fyrst. Þegar ég er búinn að því hefi ég ráð á að giftast þér. — Giftast? sagði ég, ■—■ Gift- ast mér? — Já, elzta systir þín er ekki nema fjórtán ára, og þessutan ert það þú sem ég elska, sagði hann einfaldlega. Svo tók hann utan um axlirnar á mér og þá kom þessi dásamlega tilfinning yfir mig, að mér fannst ég svífa á skýjum. — Ceeilía, hélt hann áfram, ■—-veiztu það ekki að maður eins og ég þarf að fá konu eins og þig, og þar af leið- ir líka, að kona eins og þú ert bezt sett með mann eins og mig Heldurðu það virkilega? hvísl- aði ég undrandi. En hann svaraði ekki, hann beygði sig bara áfram og kyssti mig, og þar með var ég ekki lengur i vafa. — Ég vona að þú verðir ham- ingjusöm, elskan min, sagði mamma og horfði dreymandi á pabba, sem sat í stólnum sín- um og tottaði pípuna sína. — Urban Björnson er ekki líkur paba þinum. Hann hefir ekki þessa hlýju og sjarma eins og pabbi þinn hefur. Ég leit á hana, á fallegt, Ijóm- andi andlitið, og ég fór að hlæja. Nú skildi ég að það var ein- mitt fólk eins og við pabbi, sem gátum kallazt lukkunnar pam- fílar, vegna þess að það var einmitt með fólki af okkar mann- gerð sem þessar dásamlegu ver- ur, eins og mamma og Urban vildu lifa lifi sinu. Þau miðluðu okkur af geislandi töfrum sínum, og við gáfum þeim i staðinn ró og öryggi. í seinni tíð hefi ég tekið eftir nokkru sem hafði skemmtileg áhrif á mig. Ég hefi stundum verið að horfa á Önnu Maríu, sem nú er að verða fimm ára. Ég hefi séð hana sitja grafalvar- lega og hlusta á okkur fullorðna fólkið, og ég hefi tekið eftir því, hve nákvæmlega hún reynir að framkvæma allt sem hún er beð- in um að gera. Ég þekki svo vel þessi einkenni.... ★ Fangaráð í flutningalest Framhald af bls. 5. mælinn. — Hann segir, að þrýstingurinn verði orðinn nógu mikill eftir stund- arf|órðung eða tuttugu mínútur, of- ursti, sagði Costanzo. Hann benti ó þrýstimælinn. — Þegar vísirinn er kominn hingað, getum við farið. Italinn benti ó talstöðina. — Hann langar ósköp til að fó hana, sagði Costanzo. — Það er ekki hægt, sagði Ryan. — Hann se-gir, að við getum hent henni af lestinni ó leið inni til landa- mæranna, og hann geti hirt hana seinna, sagði Costanzo. — Skilur hann ekki, að hún myndi fara í mola? sagði Ryan. Augu hans hvörfluðu ó rúm Klements. — Bíðið, sagði hann. — Stein kapteinn, um leið og við byr|um að bakka út af stöðinni, vef|ið þér og Evans talstöðinni i sæng Kle- ments og setjið hvort tveggja ofan í svefnpokann þarna. Kastið því síð- an út í gegnum dyrnar, þegar við komum upp undir landamærin. Ef heppnin er með, og þið eruð snjall- ir, getur verið að hún eyðileggist ekki. — Grazie, colonello, mille grazie, sagði ítalinn, þegar Costanzo hafði túlkað þetta síðasta. Ryan leit enn einu sinni ó þrýsti- mælinn. Vísarnir nólguðust markið ótrúlega hægt. Svo voru þeir komn- ir alla leið og allir drógu andann léttar. — Af stað, hrópaði Ryan. Lestarstjórinn stóð og snéri baki í ketilinn og krosslagaða arma. — Hann segist ekki gera það, sagði Costanzo. — Hann segir að sér sé sama, þótt þið drepið hann. En ég býzt við, að ég róði við eimreiðina! — Allt í lagi. Þó fer ég með Marco með mér aftur í vagninn, svo við höfum hann ó vísum stað. Hér er byssan mín. Hafðu auga með Klement. Ryan dró lestarstjórann með sér að vagni Klements, og gaf Fincham merki um að sparka honum út, þegar þeir væru komnir út fyrir stöðina í Tirano. — Þó setjum við í gang, faðir, sagði Ryan. — Ég skal moka kol- unum. Lestin þokaðist hægt af stað og jók svo hraðann. Ryan kynti af miklum krafti. Þetta var ekki erfið vinna, en hann var þreyttur. Eftir stundarfjórðung gaf Ryan Costanzo fyrirmæli um að minnka ferðina. — Við hljótum að vera nærri því komnir að stöðinni núna, sagði hann. — Við getum ekki komið þjótandi inn ó hana á fullri ferð. Klukkuna vantaði tuttugu mín- útur í sex, þegar þeir sáu húsin í Tirano bera við himin. Tuttugu og tvær mínútur fyrir sex skriðu þeir inn á stöðina. Á pallinum stóðu tveir þýzkir hermenn með byssurn- ar um öxl. Þegar Ryan hafði sann- færzt um, að þeir hefðu ekki sér- stakan áhuga fyrir lestinni leit hann aftur eftir henni. Ljósglampi þrengd- ist í gegnum myrkrið. — Tvo blástra með eimpípunni, faðir! hrópaði Ryan ákafur. Klukk- una vantaði tuttugu og eina mín- útu í sex. Hermennirnir störðu á eimreið- ina, undrandi yfir þessum merkjum. Ryan leit aftur eftir. Enn kom Ijós- glampi fram með lestinni. — Tilbúið! hrópaði Ryan. — Og nú er að gefa í. Lestin nam staðar með vælandi bremsum. Hún stóð kyrr eitt and- artak, en rann svo aftur á bak. Hermennirnir horfðu óákveðnir á lestina og komu svo í áttina til f ilm Aukinn brifnadur vid frágang sorps REYKJALUNDUR simi um Brúarland vinnuheimilicf ad Reykjalundi gg VIKAK 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.