Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 19
 ■ • ■ •; •' mm .<>a'<í >' * ÞaS sem ég segi frá hér er allt satt. Þetta eru ekki skröksögur, enda er þaS óþarfi, því aS veruleikinn kom mér sannarlega á óvart. Ég fór til hjúskaparmiSlara. - Ég auglýsti. Á nokkrum vikum hitti ég fleiri karlmenn en aSrar konur hitta á mörgum árum. ÞiS skuluS fá aS kynnast þeim hér, ég breyti aSeins um nafn á þeim, og þaS eru flestir þeirra eflaust þakklátir fyrir.... Hefur góð laun og hvorki reykir né drekkur .... — Hann venur þig þá af reykingum, sagði ég við sjálfa mig. Við fórum inn í herbergi sem var skellibjart, minnsta kosti 300 vött. Það var greinilegt að maður átti að geta séð sinn tilkomandi maka. Ég sá .... Hann var stór og þrekinn og leit út fyrir að vera ábyggi- legur, kannske einum um of staðfastur. Leiðinlegur, — hugsaði ég ósjálfrátt. — Jæja, það kom nú á daginn að hann var ekki svo heilagur. Hann leit á úrið. — Gætum við ekki farið út að borða? Ég er svangur. Það er til fólk sem er viðkunnanlegt við fyrstu sýn, og aðrir sem þurfa lengri viðkynningu. Því skyldi hann ekki vera af því taginu? Við gengum þegjandi út, tókum leigubíl og ókum að litlum veit- ingastað. Hann var mjög háttvís, dró út stólinn fyrir mig og rétti mér matseðilinn. Áður en samlokurnar okkar komu sagði hann: — Ég hefi orðið fyrir miklum vonbrigðum í lífinu og þess vegna vil ég vera alveg öruggur um þá konu, sem ég leita samvista við. Svo byrjaði hann að segja mér frá vonbrigðum slnum. Hvernig unn- usta hans hafði svikið hann og að hann hafði komizt að þv( nokkru áður en þau ætluðu að gifta sig, að hún hafði verið gift og var skilin. Meðan á máltíðinni stóð sagði hann mér frá mörgum atvinkum úr lífi sínu. Það kom í Ijós að hann var mikill aðdáandi nektarmenning- ar, ekki sóldýrkandi, heldur voru það innanhúss-nektarsamkvæmi, með skoðanabræðrum og systrum. Nei, þessi herramaður var ekki fyrir minn smekk. Þegar allt kom til alls, var ég að leita að eiginmanni, en ekki svona vafasömum kunn- ingsskap. Ráðsettur maður. Byrjunin var ekki uppörvandi, en nú var um að gera að láta ekki hugfallast. Næsta uppástunga frú X var lóða og fasteignasali, ekkju- maður, nokkuð gamall og ekki mjög efnaður. Aftur gekk ég í gegn- um allt snyrtistandið. Maðurinn var vel klæddur, gráhærður og mjög geðugur. Við fór- um á kaffistofu og fengum okkur kaffi, og hann talaði um sjálfart sig. Hann hafði verið ekkjumaður í tvö ár og ráðskonan sem hann hafði var mesta drusla. Helmingurinn af pottablómum konunnar hans sálugu voru dauð, og hundurinn hans fékk ekki þá umhirðu sem hann þurfti. Hann talaði Hka um börnin sín, pilt og stúlku. Tvö börn, hundur og aldraður maður .... Ég var þögul og hugs- andi meðan ég drakk kaffið mitt. — Hve gömul eru börnin? spurði ég hálf hikandi. — Telpan er þrjátíu og tveggja og drengurinn þrjátíu og níu, en þau búa ekki heima, því er nú ver ......... Sonurinn var þá tveim árum eldri en ég. Við skildum eftir hálftíma og hann sagði, svolítið raunalega: — Ég veit að ég er allt of gamall fyrir yður. Ég skil ekki hvað frú X mein- ar með þv( að láta okkur hittast. En ég verð að segja að þetta hefir verið ánægjuleg stund, að fá að hitta svona fallega og þægilega konu, eins og þér eruð. Takk fyrir samveruna og gangi yður vel .... Stefnumót við alvörumann. Nokkrum dögum seinna kom frú X með nýtt tilboð. — Má ég kynna yður dr. juris Ernst Moll, sagði hún. Hönd hans var ísköld og þurr. Máski var hann jafn taukaóstyrkur og ég. Ég reyndi að brosa hressilega, en hann brosti ekki á móti. Það var eins og hann hefði ekki hreyft varirnar í tuttugu ár. Hann leit á mig, mjög alvarlegur í gegnum gleraugun og sagði: — Ég fer alltaf á veitingastofuna hérna á horninu. Komið þér með. . ? Alltaf, — hvað gat hann meint með þv(. En það var auðvitað ekk- ert annað að gera en að fylgja honum eftir. Það var tekið á móti hon- um sem fasta gesti. Við fengum borð og settumst. Framh. á bls. 44. VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.