Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 8

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 8
Við ffylgfumst með tizkunni Var Quisling misskiiinn Þessi maður er búinn að setja Nor- eg á annan endann með skrifum sinum. Hann heitir Ralph Hewins og er brezkur blaðamaður. I seinni heimsstyrjöldinni dvaldist hann i Stokkhólmi, sem fréttaritari fyrir Daily Mail og kynntist þá ástand- inu á Norðurlöndum. Nýlega kom út bók eftir hann og fjallar hún um mest hataða mann Noregs, svik- arann Vidkun Quisling. Hefur bók- in fengið sérstaklega góða dóma og jafnve! verið hafin til skýjanna af sumum gagnrýnendum. En hún hefur hlotið aðra dóma í Noregi. Þeir sem muna eftir þýzku hernámsárunum, þegar Quisling var æðsti maður landsins, líta svo á, að bókin sé gróf lygasaga og alger sögufölsun. Komið hefur til mála að banna útgáfu hennar. Enda gæti hún orðið til að skaða heiður Nor- egs út á við. í dag eru 25 ár síð- an Quisling, sem þá var majór í norska hernum, og menn hans úr Þjóðernisflokknum stigu fram og fögnuðu þýzku hernúmssveitunum. Quisling hafði þegar árið 1939 gert samninga við Hitler um algera valdbeitingu. Svik Quislings gerðu nafn hans að alþjóðlegu heiti fyr- ir föðurlandssvikara. í bók sinni lýsir Hewins honum likt og misskildum spámanni. Svik hans eru að kenna lélegum stjórn- arháttum fyrirstríðsáranna í Nor- egi. Afsakanirnar fyrir gerðum Quislings ganga eins og rauður þráður gegnum alla bókina. Ekki er heldur lýsing Hewins á viðbrögð- um Norðmanna með neinurn hetju- blæ. Það, að svo margir Norðmenni fóru yfir til Englands til að berj- ast við Þjóðverjana, segir hann vera flótta undan ábyrgðarskyldu. Þær staðreyndir, sem hann dregur fram, hafa fengizt með crðum og gerð- um, þær eru byggðar á samtölum bæði við Quislinga og mótstöðu- menn þeirra. Réttarhöldin yfir Quisling 1945 eru eitthvert það Ijótasta athæfi, sem átti sér stað um þetta leyti, seg- ir Hewins. Norsku heimasveitirnar, sem tóku við stjórninni eftir her- námið, höfðu lært Ijótustu pynding- araðferðir Gestapo og notuðu þær nú óspart og án aðgreiningar við alla pólitíska fanga. Samstarfsmenn Quislings voru meðhöndlaðir ná- kvæmlega eins og Gestapo hafði gert við sína fanga. Norsku fangels- in voru engu betri en þýzku fanga- búðirnar. Fangarnir dóu svo þús- undum skipti af hungri, illri með- ferð og harðrétti. Norsku stjórnar- völdin og andstaðan þjáðist af minnimáttarkennd, skrifar Hewins. Hann bendir einnig á að einn af fremstu lögfr. Noregs, sá sem dæmdi Quisling til dauða, hafi ver- ið handbendi Gestapo. Hewins, sem fylgdist með réttarhöldunum gefur til að mynda númerið, sem lögfræð- ingurinn hafði hjá Gestapo. Quisl- ing var dæmdur til dauða 24. 0M9- ber, 1945. islenzki Verilistin Laugalæk Geraldfne”ep J*J trúlofuð. i Þegar ung stúlka er falleg, fræg og ógift, ganga auðvitað ótal sög- ur um samband hennar við unga menn. Þá á það ekki sízt við, þeg- ar stúlkan heitir Geraldine Chaplin. En nú berast þær fréttir af henni, að hún hafi tekið sig til og bundið trúss sitt við Beno nokkurn Graziani. Þetta er ákaflega „sjarmerandi" herra oins og sjá má og ku hann vera einhvers staðar nálægt fer- tugu. Kærustuparið hélt upp á trú- lofunina á þeim fræga stað Lido í París og er það almennt álitið, að þau hafi skemmt sér með ágæt- um.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.