Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 8

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 8
r Nýtt útlit Ný tækni Málmgluggar fyrir verzlanir og skrif- stofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verksmiðjubygging- ar, gróðurhús, bíl- skúra o. fl. LÆKJARGÖTU, HAFNA RFIRÐI. — SlMI 50022 Taka spr€franijna ffram yffr elglnkonuna Teikning og myndir: Sigurgeir Jónsson Það er æöimargt 1 Vestmannaeyjum, sem aðkomumönnum kemur spánskt fyrir sjónir. ÞaÖ, sem einna mesta undrun vekur hjá þeim, er þó sennilega þaö fyrirbrigöi, sem nefnist spranga. Sprangan er eins konar afbrigöi af bjargsigi, aðeins fært í hentugri og hættuminni bún- ing. Krakkar i Reykjavík myndu aö öllum líkindum kalla þetta Tarzan- leik, þar sem þetta byggist á því að sveifla sér í bandi milli kletta. Sprangan hefur gífurlegt aðdráttarafl á unglingana í Vestmanna- eyjum, og það er jafnvel sama, þótt menn séu búnir að slíta barns- skónum, hún dregur þá enn til sin. Til dæmis lét einn Eyjabúi, giftur og ráðsettur maður, hafa það eftir sér, að hann tæki sprönguna oft fram yfir það aö fara heim til konunnar, þegar komið væri úr róðri, slíka ánægju heföi hann af henni. Sprangan er rétt fyrir ofan og innan höfnina i klettum, þar sem heita Skiphellar. Fest hefur verið band uppi á klettsbrúninni og svo sveifla menn sér af stöllum hægra megin í klettinum yfir aö hinum klettaveggnum og aftur til baka upp á stallana. Áður fyrr var lögreglan lítt hrifin af þessari íþrótt og skar jafnhraðan niður öll bönd, sem upp voru látin. En það hafði einungis í för með sér, að menn urðu sér úti um önnur bönd til að spranga í og voru það oft hreinustu fúaspottar. Nú eru það hafnarverðirnir, sem hafa umsjón með þessu og leggja til nýtt tóg, þegar hinu er ekki lengur treystandi. Það er hægt að fara mismunandi hátt upp í bergið til að spranga yfir, það fer allt eftir kunnáttu og áræði manna. Allir staðir þarna heita sérstökum nöfnum, svo sem Djöflasteinn, Stallur, Stigvél, Klossi, Efra og Neðra gras o. fl. Stelpurnar gefa strákunum ekkert eftir í þessari íþrótt, þar er alveg jafnt algengt að sjá þær þarna innfrá. Annars skýra myndirnar þetta miklu betur en nokkur orö. g VIKAN 40. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.