Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 44
VIÐ BJÓÐUM YÐUR ÁVALLT MIKIÐ ÚRVAL AF TÍZKUFATNAÐI FRÁ ÞEKKTUM TSZKU- HÚSUM í EVRÓPU OG AMERÍKU. Töskur - Hanzkar - Hattar - Kápur - Kjólar — Dragtir - Peysur - Pils - Blúsur - Undirföt - Brjóstahöld - Mjaðmabelti. Tízkuskemman Lnugavegi 34a. deildina og sótthreinsandi lyfi hellt í sárið. Það er alltaf margt um sjúk börn, þjónustuliðið var þreytt og önnum kafið, og eng- inn hafði tíma til að hugga drenginn. Móðir mín læddist til hans og leiddi hann burt, og enginn gaf gaum að því, þar sem börnin voru svo mörg. Hún fór með hann inn í eldiviðargeymsl- una og Þar — bak við stafla af rey —sýndi hún honum silfur- fiðrildíð honum til huggunar. — Sjáðu, hvað það er fallegt, hvísl- aði hún. — Þetta er fiðrildið þitt. Ég skal geyma það fyrir þig, svo að enginn geti tekið það frá þér, því að þú átt það. Við ætl- um að skoða það á nóttunni. Hérna, taktu það í lófann. Drengurinn hafði aldrei séð fallegan hlut. Hann hætti að gráta og hélt á fiðrildinu. Hann virti það fyrir sér og brosti. Móð- ir mín sagði frá þessu öllu fyrir réttinum. Við undruðumst, hversu vel hún mundi þetta. Á hverri nóttu skoðuðu þau fiðr- ildið. Að sjálfsögðu varaði hún hann við því að segja nokkrum frá þessu, en hann var ekki nema barn, og hvernig gat hann stillt sig um að segja öðru barni frá því. Það komst upp um fiðrild- ið. Sannast að segja hafði dreng- urinn talið móður mína á að leyfa sér að hafa það í sínum vörzlum — bara einn dag — og svo sýndi hann öðrum dreng það 44 VIKAN 40. tbl. í laumi, en sá sagði forstöðukon- unni frá því. Þeir sem sögðu frá slíkum undanbrögðum, fengu sykur að launum. Yfirvöldunum var gert aðvart. Drengurinn var neyddur til að segja upp alia söguna. Hann fékk rækileg högg fyrir að segja sannleikann. Synd hans var að hann skyldi hafa óskað sér að eignast það sem aðrir áttu ekki né gátu eignazt. Hann var orðinn fráhvarfssinni. Og enn var hann aðeins tæpra sex vetra. Yfirvöldin snerust gegn móður minni. Þau heimtuðu að hún segði allt eins og var, og það gerði hún af fullri hreinskilni. Enginn trúði henni. Fimm árum áður mundi hún hafa verið tek- in af lífi fyrir slíkt fráhvarf. Nú skvldi hún hins vegar ákærð op- inberlega á næsta kommúnu- fundi. .En það er eigi að síður mjög þungbært að vera ákærð þannig. Röddin brast. Ég heyrði hálf- kæfðan ekka. Og ég beið. Hvað var hægt að segja? Aftur heyrð- ist röddin. Fundardaginn faldi ég mig í mannþyrpingunni. Þar beið ég. Ég vissi, hvað verða mundi. Ég hafði oft horft upp á slíkt áður. Hún var leidd fram úr innra herberginu. Hendur hennar voru bundnar fyrir aftan bakið. Ungi liðsforinginn kallaði upp sök hennar hárri röddu. Og við sem stóðum allt umhverfis hana, við áttum einnig að gera hróp að henni, ákæra hana, reiða að henni hnefana og áklaga hana. Þannig átti það að ganga, unz við að endingu krefðumst þess að hún yrði deydd. Og ég — ég varð að hrópa hærra en nokkur annar. AHir horfðu á mig til þess að sjá og heyra, hvort nokkur vottur af ást til hennar leyndist í rödd minni. Já, ég varð að hrópa hæst alira. Hún hélt áfram að brosa, meðan á öllu þessu stóð. Ég held að hún hafi ekkert skilið í því sem fram fór. Hún teygði höfuðið í þessa áttina eða hina, brosandi, án þess að skilja nokkuð. Mig sá hún ekki. Ég stóð eins fjarri henni og mér var unnt. ( Það versta var, þegar hún — eins og allir sem ákærðir eru — var neydd til að stíga niður af pallinum og ganga gegnum mannþyrpinguna. Og mannfjöld- inn varð að slá hana, gefa henni utan undir og sparka í hana. Móðir mín gekk í gegnum mann- þyrpinguna, með hendurnar bundnar á bak aftur, og menn gáfu henni löðrunga og hún fékk högg á herðarnar. Hún datt, því að hún var orðin mjög mögur og visin, og í æsku höfðu fætur hennar verið reyrðir, svo að henni var erfitt um að ganga, einnig meðan hún var heil heilsu. Nú voru kraftar hennar þrotnir. Þegar hún féll á gólfið, kom að því að menn spörkuðu í hana. Allir höfðu gætur á mér, og ég var skelfdur. Ég steig fram til þess að gera það sem mér var ætlað. f sama vetfangi leit hún upp og sá mig. Hún þekkti mig. Þegar ég sá að hún gerði það, reyndi ég að sýnast reiðilegur. Hún var fyrst eins og rugluð, svo brosti hún. Hún skildi... Röddin skalf og lækkaði. —• Var þetta endirinn? spurði ég. — Nei, svaraði röddin, — en endirinn kom samt. Það er svo að sjá sem hún hafi, þegar henni var sleppt, farið aftur til drengs- ins. Það var kvöld. Hann lá einn í holunni sinni. Hin börnin voru að borða kvöldmatinn sinn í matstofunni. Drengurinn hafði líka verið barinn. Einnig hann var ákærður af sínum eigin ald- ursflokki, svo varð það að vera. Svo er þeim kennt. Hún tók hann í faðm sér og hélt á honum. Hún lokkaði hann með sér út í skúr- inn. Þér hljótið að undrast að mér skuli kunnugt um þetta. Konan mín sagði mér það. Hún hafði haldið sig í eldhúsinu, með- an á fundinum stóð og sýslað við kvöldmatinn, að því er hún sagði, og það var tekið trúanlegt. Með- an meðlimir kommúnurnar möt- uðust, laumaðist hún til barna- heimilisins. Hún sá móður mína koma inn og taka barnið í fang

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.