Vikan - 14.10.1965, Síða 7
svo gott fyrir Reykvíkinga að
þekkja þessar tvær manntegund-
ir í sundur. Mér finnst felast í
þessu svo mikil lítilsvirðing á
sveitamanninn, og að Vikan sem
er með afbrigðum gott blað ætti
að sjá sóma sinn í að birta ekki
svona lagað.
Skora ég á Póstinn að segja
álit sitt á þessu.
Virðingarfyllst,
„Fávís“ sveitamaður.
P.S. Mig varðar ekkert umskrift-
ina.
Sami.
Því miður finnst mér þú heldur
fávís, sveitamaður minn, eins og
þú reyndar finnur sjálfur, þótt
þú setjir gæsalappir undir það
í lokin. Þú ruglar sem sagt sam-
an FÁVÍSUM sveitamanni og
venjulegum sveitamanni. Það
eru FÁVlSU sveitamennirnir,
sem á ber í Reykjavík og það
meira að segja fremur en Klepps-
sjúklingunum, vegna þess að þeir
eru fávísir. Hins vegar alast fá-
vísir Reykvíkingar upp í um-
hverfi banka og fjölmennis og
því ber þar minna á fávísi þeirra.
Mér finnst felast svo mikil fljót-
fæmi í bréfi þínu, að þú, sem
ert fávís aðeins í gæsalöppum,
ættir ekki að skrifa svona lagað.
— Mig varðar heidur ekkert um
skriftina.
EIN ANGELIQUE-ÓÐ!
Kæra Vika!
Ég ætla að snúa mér strax að
því sem ég ætla að spyrja þig.
1. Ætlið þið að birta allar sög-
urnar um hina óviðjafnanlegu
Angelique í Vikunni?
2. Mér var sagt að Angelique
myndi hitta Joffrey de Peyrac
að lokum — hann hefði ekki ver-
ið brenndur, böðullinn eða ein-
hver hefði getað komið honum
undan. Er þetta rétt? (Ég vona
það).
3. Verðaallar Angelique-mynd-
irnar sýndar í Reykjavík á næstu
árum?
4. Verður Angelique einhvern-
tíma drottning?
5. Hve margar eru Angelique-
bækurnar?
Ég vona að þú getir aflað þér
upplýsinga um það sem ég hef
spurt þig, og ég veit að allir sem
hafa lesið Angelique-bækurnar
vilja fá að vita svör við þessum
spurningum. Ég vil hvetja alla
sem kost eiga á, að fara á Angel-
ique-myndina, hún er sú flottasta
mynd sem ég hef séð. í ósk um
að Vikan haldi áfram að vera
gott blað, kveð ég ykkur og von-
ast eftir greiðum og góðum svör-
um sem fyrst.
Ein ónefnd.
P.S. Hvernig er skriftin?
Sama.
1. Já.
2. (Ég vona það líka).
3. Næsta myndin, Angelique
II, verður líklega jólamynd Aust-
urbæjarbíós, en um þessar mund-
ir er verið að frumsýna hana í
Frakklandi og Þýzkalandi. Verði
fleiri myndir gerðar, koma þær
að sjálfsögðu hingað líka.
4. Ja, nú veit ég ekki! Held-
urðu það?
5. Síðast þegar við fréttum,
voru komnar 6 og sú sjöunda var
á leiðinni.
Skriftin gæti verið læsilegri.
EIN OF FEIT 13 ÁRA.
Kæra Vika!
Ég er ein af þeim óheppnu
stelpum, sem eru feitar, og mér
er stundum strítt með því. En
mér finnst ég ekkert svo feit,
að hægt sé að stríða mér með
því. Ég er 1,53 m á hæð, en 56
kíló. Og svo spyr ég hversu
mörgum kílóum er ofaukið.
Ég kaupi Vikuna alltaf og
þessvegna langar mig að spyrja
hvenær kom Vikan fyrst út,
hvaða ártal?
Einhverntíma heyrði ég þá fljót-
lærðu og þægilegu reglu, að mað-
ur ætti að vera álíka þungur í
kílóum, og sentimetrarnir fram-
yfir meter eru margir. Samkvæmt
þessu ættirðu að vera um það
bil 53 kíló. Auðvitað ber að taka
margt annað til greina, svo sem
líkamsbyggingu, tízku o.fl. og
enn er það að yfirleitt mega karl-
menn vera þyngri en kvenfólk,
miðað við sömu hæð.
Fyrsta blað VIKUNNAR kom
út þann 17. nóvember árið 1938,
en það þýðir að blaðið er
rúmlega helmingi eldra en þú,
þrettán ára mín!
CENTRIFUGAL
WASH
MODEL620
Fallegri
AL-SJÁLFVIRK:
Með aðeins einum
hnappi veljið þér hið
rétta þvottakerfi,
hvort sem um er að
ræða fínlegasta og
viðkvæmasta tau eða
það grófasta og
óhreinasta — og
CENTRIFUGAL-WASH
þvær, hitar eða sýður,
skolar og þeytivindur
eftir fullkomnustu
aðferðum, sem kunnar
eru.
CENTRIFUGAL-WASH er fallegri — það sjóið þér straxl
CENTRIFUGAL-WASH er fullkomnari:
☆ þvottakerfi fyrir allan þvott, einnig þann viðkvæmasta ☆ nýtt þvotta-
kerfi „SUPER-suðuþvottur" fyrir óhreinasta tauið ☆ hitastýrður forþvottur
☆ sjólfstæður auka-forþvottur, skolun eða þeytiþurrkun, ef óskað er ☆
marg-skolar í mismunandi vatnshæð og gegnumrennsli ☆ sérlega góð
„tvívirk" þeytiþurrkun ☆ aðeins einn stjórnhnappur, þrótt fyrir fleiri
möguleika ☆ merkjaljós sýna þvottagang og hitastig ☆ sópuskammtar
settir í strax — vélin skolar þeim sjólf niður á réttum tíma ☆ ytra barna-
öryggislok, sem til mikilla þæginda notast einnig sem fyllingar- ag
tæmingarborð og gerir vélina fallegri útlits ☆ bezta efni: nælonhúðuð
að utan — fínslípað ryðfrítt stól að innan ☆ hljóður gangur ☆ þarf ekki
að festast niður með boltum ☆ auðveld tenging ☆ íslenzkur leiðarvfsir.
CENTRIFUGAL-WASH - fallegri - fullkomnari.
Sannreynið við samanburð.
— Fullkomnari
S í MI 2-44-20 - SUÐURGATA 10 - REYKJAVÍK
Sendið undirrit. mynd af CENTRIFUGAL-WASH með nánari upp-
lýsingum, m. a. um verð og greiðsluskilmála.
Nafn:.................................................................
Heimilisfang: .......................................................
Til*. FÖNIX S.F. Pósthólf 1421, Reykjavfk. V-41
VIKAN 41. tbl. 7