Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 13
Maðurinn hristi höfuðið hægt. Hann setti stút á varirnar
eins og hann ætlaði að fara að blístra og svaraði langdregið:
-— Nooooo, sagði hann. — Ég skal segja þér söguna.
Bjórinn var í stórri, brúnni krús á borðinu fyrir framan
manninn. Hann tók hana ekki upp til að drekka úr henni.
Þess í stað beygði hann sig niður, lagði andlitið á brúnina;
hvíldi það þar andartak. Svo hallaði hann krúsinni með báð-
um höndum og dreypti á.
— Einhverja nóttina sofnarðu með stóra nefið á kafi ofan
í bjórkrús og drukknar, sagði Leo. —■ Örlagabytta drukknar
í bjór. Það væri fallegur dauðdagi.
Blaðadrengurinn reyndi að gefa Leo merki. Þegar maður-
inn sá ekki til, glennti hann upp augun og spurði með vara-
máli: —- Fullur? En Leo lyfti aðeins augnabrúnunum og sneri
sér undan til að fleygja nokkrum bleikum beikonræmum á
steikarpönnuna. Maðurinn ýtti krúsinni frá sér, rétti úr sér
og lagði hendurnar hvora yfir aðra á borðið. Hann var sorg-
mæddur á svpinn, þegar hann leit á blaðadrenginn. Hann
deplaði ekki augunum, en endrum og eins færðust augnalok-
in eins og undan óbærilegum þunga niður yfir fölgræn aug-
un. Dögunin var í nánd og drengurinn færði blaðapokann yfir
á hina öxlina.
— Ég er að tala um ást, sagði maðurinn. — Fyrir mér er .
hún vísindi.
Drengurinn renndi sér til hálfs niður af stólnum, en mað-
urinn lyfti vísifingri og það var eitthvað við hann, sem hélt
fast í drenginn og hleypti honum ekki burt.
— Fyrir tólf árum giftist ég konunni á myndinni. Hún var
konan mín eitt ár, níu mánuði, þrjá daga og tvær nætur. Ég
elskaði hana. Já ... Ostöðug, drafandi rödd hans varð dýpri
og hann sagði aftur: — Ég elskaði hana. Ég hélt líka að hún
elskaði mig. Ég var járnbrautarverkfræðingur. Hún hafði öll
þægindi og lifði í íburði. Mér datt aldrei í hug, að hún væri
ekki ánægð. En veiztu, hvað gerðist?
Maðurinn hafði ekki augun af andliti drengsins. — Hún fór
frá mér. Ég kom heim, kvöld eitt, og húsið var tómt. Hún var
farin. Hún fór frá mér.
•—• Með manni? spurði drengurinn.
Maðurinn lagði lófann varlega á borðið. — Auðvitað, sonur.
Konur strjúka ekki einar að heiman.
Kaffistofan var þögul, mild rigningin svört og endalaus
á götunni fyrir utan. Leo þrýsti niður beikoninu með löngum
spaða. — Og svo hefur þú verið að elta fýsuna í ellefu ár.
Bölvaður bjáninn!
f fyrsta skipti leit maðurinn á Leo. — Vertu ekki rudda-
legur. Þar að auki var ég ekki að tala við þig. Hann sneri
sér aftur að drengnum og sagði lágri leyndarmálsröddu: —
Við skulum ekkert hugsa um hann.
Blaðadrengurinn kinkaði efinn kolli.
— Svona var það, hélt maðurinn áfram. — Ég hef fjölþætt
tilfinningalíf. Alla ævi hefur eitt eftir annað haft áhrif á mig.
Tunglsljós. Fótur á fallegri stúlku. Eitt eftir annað. En merg-
urinn málsins er sá, að þegar ég hafði notið alls, hafði ég þá
undarlegu tilfinningu, að einhverju væri ólokið. Ekkert virt-
ist ganga upp eða falla við annað. Konur? Ég hef fengið minn
skammt af þeim. Sama á því sviði. Á eftir vantaði eitthvað. Ég
var maðurinn, sem aldrei hafði elskað. Mjög hægt runnu
augnalokin yfir augun og hreyfingin var eins og þegar tjöld
falla í lok leikþáttar. Þegar hann tók til máls á ný, var rödd-
in áköf og orðin komu hratt ■—• sneplarnir á stórum, losara-
legum eyrum hans virtust titra.
— Svo hitti ég þessa konu. Ég var fimmtíu og eins árs gam-
all og hún sagðist alltaf vera þrítug. Ég rakst á hana á bensín-
stöð og við giftumst innan þriggja daga. Og veiztu, hvernig
það var? Ég get ekki sagt þér það. Allar mínar fyrri tilfinn-
ingar söfnuðust saman utan um þessa konu. Mig vantaði
ekkert lengur, heldur var hún allt í öllu og fullnæging alls.
Maðurinn þagnaði snögglega og strauk yfir stórt nefið. Rödd-
in lækkaði niður í stöðugt og ásakandi hvísl: — Ég útskýri
þetta ekki rétt. Það sem gerðist, var þetta: Innan í mér voru
þessar góðu tilfinningar og sú ánægja, sem ég hafði notið hér
og þar, og þessi kona var eins og samsetningarverksmiðja fyr-
ir sálina í mér. Þessir litlu molar af sjálfum mér fóru í gegn-
um hana og ég kom út heill. Skilurðu mig?
— Hvað hét hún? spurði drengurinn.
—■ Ó, sagði hann. — Ég kallaði hana Dúdú, en það skiptir
ekki máli.
-— Reyndirðu nokkurn tíma að fá hana aftur?
Maðurinn virtist ekki heyra. — Undir þessum kringumstæð-
um geturðu ímyndað þér hvernig mér leið, þegar hún fór frá
mér.
Leo tók beikonið af plötunni og lagði tvær sneiðar inn í
brauðsnúð. Hann hafði grátt andlt með skásettum augum og
oddhvasst nef með daufbláum skuggum. Einn mannanna úr
bómullarverksmiðjunni gaf honum merki um að koma með
meira kaffi og Leo renndi því í krúsina. Hann veitti ekki
ókeypis viðbót á kaffið. Maðurinn frá verksmiðjunni át morg-
unmat þarna á hverjum degi, en eftir því sem Leo varð kunn-
ugri viðskiptavinum sínum, þeim mim smásmugulegri varð
hann við þá. Hann nartaði í brauðsnúðinn sinn eins og hann
tímdi í rauninni ekki að éta hann.
— Og náðirðu aldrei í hana aftur?
Drengurinn vissi ekki hvað hann átti að hugsa um mann-
inn, og úr barnsandlitinu skein blanda af forvitni og efa. Hann
var nýr í þessu blaðahverfi; það var honum framandi að vera
á ferli í borginni á dimmum morgnum.
— Já, sagði maðurinn. — Ég gerði ýmislegt til að ná henni
Framhald á bls. 36.
VIKAN 41. tbl. Jg