Vikan

Eksemplar

Vikan - 14.10.1965, Side 14

Vikan - 14.10.1965, Side 14
Effnahagsuncflrið I Þýzkalandi lætur til sín ftaka á nýj ax Wimmer var efnafræðingur frá Koblenz, giftur og tveggja barna faðir. Hann hafði það sameiginlegt með þúsundum manna að hann hafði komið í St. Pauli-hverfið í Hamborg, hverfið við járnbrautarstöðina í Frankfurt og víðar á svipaða staði, og þóttist vera orðinn all verald- arvanur og fær í flestan sjó. Hann var nú staddur í verzlunarerindum í Múnchen og var ekki í neinum slíkum hugleiðingum, þegar hann fór inn á einn af betri veitingastöðum borgarinnar um kvöldið til að fá sér góðan kvöldverð. Við næsta borð sat rauðhærð ung stúlka, klædd grárri ullardragt og framkoma hennar og snyrting virtist bera þess vitni að hún væri vel upp alin og „pen“ stúlka. Það fór samt varla hjá því að hann gæfi henni auga öðru hvoru, en hún virtist ekkert taka eftir honum og leit ávallt undan. Hann beindi því at- hygli sinni óskiptri að matnum og víninu. Skyndilega tók hann heftir því að stúlkan reyndi árangurslaust að kveikja á sígarettukveikjara, en fékk hann aldrei til að kveikja. Hann stóð á fætur og spurði kurteislega: „Mætti ég bjóða ungfrúnni eld“? „Eld“? spurði hún dálítið kuldalega. „Mig vantar fyrst og fremst stein í kveikjarann minn. Þér gætuð víst ekki hjálpað mér um hann“? Max Wimmer var mikill reykingarmaður og var ávallt með steina á sér í kveikjarann sinn. Hann tók upp úr vasa sínum litla öskju með fimm steinum og rétti henni einn. Öskjuna hafði hann keypt á tvær krónur og fimmtíu, og hver steinn kostaði hann því aðeins fimmtíu aura. Hvernig hefði honum átt að detta í hug að þessi hjálpsemi hans mundi kosta hann alla hans ferðapeninga, verða orsök að ótal mar- blettum og brotnum gleraugum? Hann vissi heldur ekki að þús- imdir kvenna í þýzkum stórborgum væru einmitt að leika svipaðan leik þetta sama föstudagskvöld, né að þúsundir manna ættu eftir að ljúka kvöldinu eins og hann... fyrir utan ókunnar dyr. Dyrnar, sem Max fór í gegn um, voru litlar, brúnmálaðar og fyrir innan þær var svo skuggsýnt að varla sá handa skil. Það var aðeins eftir að Max hafði gengið lengi eftir stúlkunni að þiggja hjá sér drykk, að hún samþykkti það treglega: „Kannske ég geri þá undantekningu í þetta sinn“, hafði hún sagt „vegna þess hve elskulegur og kurteis þér eruð. Við ættum þá að skreppa til lítils veitingahúss hér í grendinni, þar sem ég er kunnug“. Veitingahúsið var við dimma og fáfarna götu. Max greindi nokkra gotneska stafi upplýsta með neonljósi. Þau settust í lítinn bás og hann pantaði flösku af hvítvíni. Hann gat varla lesið vínlistann í rökkrinu. Nokkru síðar dönsuðu þau. Doris — en það sagðist hún heita — þrýsti sér varlega að honum, og honum fannst snerting hennar áfengari en vínið, sem þau drukku. Þegar hann leit til borðsins milli dansa, sá hann sér til undrunar að flaskan var ennþá full. Þau voru einustu gestirnir, að undanteknum tveim stúlkum sem sátu við barinn, og Doris bað hann um að bjóða þeim glas af hvít- víni. „Þær horfa svo mikið á okkur“, sagði hún. „Ég held þær séu öfundsjúkar". Hann gerði þetta með ánægju. Nokkru síðar tók hann í sig kjark og spurði hvort hún vildi þiggja kaffisopa með sér í gistihúsinu hans. Hún horfði á hann stórum, sakleysislegum augum og svaraði: „Já, þakka þér fyrir... en við förum þó ekki strax héðan, er það“? Þau dönsuðu enn og hann fann á viðbrögðum hennar hvernig hún gaf honum þögult loforð um meira. Svo fór hann aftur að tala um að fara, en hún stóð þá á fætur og sagði: „Afsakaðu nokkrar mín- útur. Ég þarf að púðra á mér nefið“. Síðan hvarf hún út um dyr innarlega í salnum. Max kallaði á þjóninn og bað um reikninginn. Hann gerði laus- lega áætlun í huganum yfir verðið og bjóst við að það yrði eitthvað á milli 500 og 600 krónur. Hann lagði 1000 krónur á borðið. Þjónninn lét standa á sér og ekki kom Doris heldur til baka,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.