Vikan

Issue

Vikan - 14.10.1965, Page 16

Vikan - 14.10.1965, Page 16
efftir Sergeanne Golon 14. hiluti — Um hábjartan daginn og á gólfteppinu! Það er hámark spillingar- innar, kæra vinkona. Þú gætir aðeins hlotið fyrirgefningu, ef þetta hefði verið með elskhuga. Philippe var jafn ónæmur fyrir fyndni og kaldhæðni og lét sem hann heyrði hvorugt, hegar hann skálmaði framhjá kjaftaskjóðunum. Ef konungurinn var kuldalegur í hans garð, virtist hann ekki taka eftir því. Og í öllum gauraganginum í sambandi við síðustu stórveizl- urnar, sem konungurinn efndi til, áður en sumarbardagarnir hófust, hitti Angelique hann ekki sjálf. Eitt var undarlegt. Philippe var orðinn kaldur I hennar garð aftur. Og þegar hún ávarpaði hann, þegar þau mættust af tilviljun í dansi, svaraði hann ruddalega. Hún var farin að velta þvi fyrir sér, hvort sælustundin, sem hún geymdi i minni sínu eins og fagra rós, hefði aðeins verið draumur. Fingur heimsins voru að rífa blöðin af rós- inni, og Philippe var alveg eins og þeir, ruddalegur og eyðileggjandi. Hún vissi ekki, að hann var fórnarlamb minnimáttarkenndar og kon- um framandi tilfinningar börðust i brjósti hans; stolt hans og örvænt- ingin, sem Angelique vakti með honum. Hann vissi ekki, hvernig hann gæti verið herra hennar öðruvísi en með hatri. Ef hann tapaði þvi vopni sínu, myndi hann falla í hendur henni. Hann hafði svarið, að falla aldrei fyrir neinni konu og Þó var hann ástsjúkur eins og ungur drengur, þegar hann minntist þess, hvernig hún brosti eða hvernig hún leit á hann. Hinn gamli ótti sneri aftur og tók að hrella hann. Forhertur af fífli, sem hafði fært honum meiri vonbrigði en verðlaun, efaðist hann um, að hann hefði getað fundið til svona fullkomlega samræmdrar líkamseiningar við eina af þessum margbölvuðu verum, sem kallaðar voru konur. Hvernig gat hann viðurkennt ,að þetta væri það sem kallað væri ást? Var þetta ekki aðeins hillingar? Óttinn við að verða svikinn, kvaldi hann. Hann myndi eki afbera það, hugsaði hann. Þá var betra að vera kaldhæðinn og nauðga. Angelique hafði aldrei getað ímyndað sér, að slíkar hugsanir leynd- ust bak við tjáningarlaust, óumbreytanlegt yfirborð hans. Hún þjáð- ist af þessari kuldalegu breytingu. Hinar stórkostlegu veizlur gátu ekki dreift huga hennar. Aðdáun kóngsins fór í taugarnar á henni, og þegar hann gældi við hana með augunum, fann hún til velgju. Hversvegna vanrækti Philippe hana þannig? Kvöld nokkurt, þegar öll hirðin var að horfa á eitt af leikritum Moliéres í útileikhúsinu, var hún allt í einu gripin af ólýsanlegum dapurleik. Henni fannst enn einu sinni, að hún væri aðeins fátæk, ó- uppalin, lítil stúlka, sem hefði flúið frá meinstriðnum hirðsveinunum inn í einveru næturinnar í höllinni í Plessis, og hjarta hennar varð þungt af þrá og vonlausri ást. — Eg hata þau öll, hugsaði hún. Hún yfirgaf höllina hljóðlega og kallaði eftir vagninum sínum. Seinna velti hún fyrir sér, hvað hafði komið henni til að snúa baki við Versölum þetta kvöld, og gat ekki skýrt það með öðru en því, að undirvitund hennar hefði fengið einhvern grun, því þegar hún kom til hússins í Faubourg Saint-Antonie, var þar allt I uppnámi. La Violette sagði henni að eiginmaður hennar hefði fengið skipun um að fara aftur til víg- stöðvanna, og myndi í dagrenningu leggja af stað til Franche-Comté. Philippe var að borða kvöldmat, aleinn með tveimur stórum kerta- stjökum í dökkri borðstofunni. Þegar hann sá Angelique, hleypti hann í brýrnar. — Hvað ert Þú að gera hér? — Má ég ekki koma heim, þegar mér sýnist? — Nærveru þinnar var óskað í Versölum í nokkra daga. — Ég fann allt í einu, að ég myndi deyja úr leiðindum þar, svo ég stalst burtu frá öllu þessu leiðinda pakki. — Ég vona, að þú hafir gefið upp góða ástæðu fyrir brottförinni. Annars áttu á hættu að falla í ónáð hjá kónginum. Hver sagði þér, Jg VXKAN 41. tW. að ég væri að fara? — Enginn. Það kom mér mjög á óvart að sjá allan þennan undir- búning. Ætlaðirðu að fara án þess að kveðja mig? — Konungurinn bað mig að hafa ekki hátt um brottför mína, og sérstaklega að segja þér ekki frá henni. Hann veit, að engin kona getur geymt leyndarmál. — Kóngurinn er afbrýðissamur, næstum hrópaði Angelique. Phil- ippe sá ekkert athugavert við það, eða vildi ekki skilja það. Að minnsta kosti lét hann sem hann skildi það ekki. Angelique settist niður hinum megin við borðið og dró hægt af sér glófana. — Þetta er skrýtið. Sumar orrusturnar eru ekki byrjaðar ennþá. Herdeildirnar eru ennþá I vetrarbúðum. Ég man ekki til, að konungurinn hafi sent neinn annan í stríðið enn sem komið er. Mér virðast þessar skipanir einna líkastar útlegðardómi, Philippe. Han horfði svo lengi á hana án þess að svara, að hún velti því fyrir sér, hvort hann hefði heyrt til hennar. — Konungurinn er herra vor, sagði hann að lokum. Hann reis stirð- lega á fætur. — Það er orðið framorðið og ég verð að fara í rúmið. Gættu þín vel, meðan ég er í burtu. Vertu sæl. Angelique leit á hann skelfdum augum: — Er þetta allt og sumt? Hann virtist ekki skilja bænaraugu hennar. Hann laut niður, kyssti hönd hennar, og það var allt og sumt. Þegar Angelique var komin upp á herbergið sitt, brast hún í grát. öll tárin, sem hún hafði haldið aftur af, síðan hún var barn, brutust fram í einu flóði, tár örvæntingar og vonbrigða. — Ég mun aldrei kynnast honum, aldrei geta skilið hann! Hann var að fara í stríðið! Myndi hún nokurn tíma sjá hann framar? Ójú, hann myndi koma aftur, hún óttaðist það ekki, en þá myndi allur skilningsvottur milli þeirra verða horfinn. Tunglskinið baðaði herbergið og hún heyrði söng næturgalans í fjarska. Hún baðaði társtokkið andlitið. Hún minnti sig enn einu sinni á, hversu vænt henni þótti um þetta gamla, þögla hús, vegna þess að þar hafði hún búið með Philippe. Einkalíf þeirra var undarlegt, einskonar feluleikur, en það hafði einnig átt sín fögru andartök, stolin frá hinum gráðuga heimi: Þegar Philippe sat hjá henni og hún gaf litla Chorles-Henri brjóstið. Sameiginlegur hlátur, þegar þau horfðu saman á hann.... morguninn, þegar Philippe var að máta á sig hring- ana, og þau töluðu saman um Cantor.... og dagurinn fyrir stytztu, Þegar þau höfðu látið undan ástríðum likama sinna og urðu gripin eldi, sem nálgaðist ást. Hún þoldi þetta ekki lengur. Hún vafði gagnsæjum náttkjólnum þétt um sig og hélt til herbergis Philippe. Hún gekk inn án þess að berja að dyrum. Hann lá allsnakinn þversum yfir rúmið, og gegnum knipplingatjöldin sá hún þróttmikla bringu hans, slétta og föla eins og marmara í tunglsljósinu. Andlit hans var öðru- vísi, þegar hann svaf. Hún sá stuttklippt, hrokkið hárið, sem hann faldi undir hárkollunni, afslappaðan munninn, og allt þetta færði yfir hann hið hátíðlega sakleysi gamallar, grískrar styttu. Hann sveigði höfuðið út á aðra öxlina og var eins og varnarlaust barn, þar sem hann lá með útbreidda arma. Angelique staðnæmdist við fótagaflinn og hélt niðri í sér andanum. Hún var snortin af karlmannlegri fegurð hans, meðan hún festi í minni sér smáatriði, séð það sem hún hafði ekki séð áður — mjóa keðju með krossi, sem hékk um háls þessa stóra manns, fæðingarblett á vinstra brjóstinu, ör eftir orrustur og einvígi. Hún þrýsti höndinni að eigin hjartastað til að draga úr hjartslættinum. Hann hreyfði sig lítið eitt. Hún smeygði af sér náttkjólnum og renndi sér upp að honum. Hve hlýr líkami hans var! Ilmurinn af hörundi hans ölvaði hana. Hún kyssti varir hans, sneri höfði hans til, unz það hvíldi þungt á brjóstum hennar. Hann hreyfði sig og vaknaði til hálfs.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.