Vikan

Útgáva

Vikan - 14.10.1965, Síða 17

Vikan - 14.10.1965, Síða 17
— Svona falleg, muldraði hann, meðan hann kannaði brjóst hennar með vðrunum eins og hungrað ungabarn. Svo var hann skyndilega glaðvaknaður og reiðin lýsti úr augum hans. -— Þú! Þú? Þú hér? En sú ósvífni! Hvað.... ? — Ég kom til að kveðja, Philippe, á minn hátt. — Kona bíöur eftir því, að eiginmaðurinn komi til hennar, en ónáðar hann ekki með frekju sinni. Haettu! Hann ætlaði að ýta henni fram úr rúminu, en hún greip um hönd hans og hélt fast um hana. — Philippe! Haltu mér fast! Lofaöu mér að vera hjá þér í nótt! — Nei! Hann losaði höndina, en hún þreif um hana aftur. Hún fann, að þrátt fyrir tilraunir hans til hins gagnstæða, hafði nærvera hennar haft áhrif á hann. — Philippe, ég elska þig! Taktu utan um mig. — Hvað í ósköpunum viltu? — Þú veizt það. — Kanntu ekki að skammast þín ? Hefurðu ekki nögu marga elskhuga- — Nei, Philippe, ég hef enga elskhuga. Aðeins þig. Og Þú ætlar að fara frá mér og vera burtu mánuðum saman. — Svo það er það, sem þú vilt, litla hóra? Þú hefur ekki meiri sjálfsvirðingu en tík á lóðaríi. Hann hélt áfram að svivirða hana. Kallaði hana öllum illum nöfnum, sem hann mundi eftir, en henni var alveg sama. Hún skreiddist jafn- vel enn nær honum. 1 ásökunum hans og svívirðingum heyrði hún aðeins ljúfar ástarjátningar. Að lokum varpaði hann öndinni mæðulega og þreif um hár hennar til að snúa andliti hennar að sér. Hún brosti, þegar hann rýndi á hana. Hún átti engan ótta til. Hún hafði aldrei þekkt óttann og það var þessvegna, sem hún hfði unnið hann. Hann formælti henni enn einu sinni enn og Þrýsti henni svo að sér. Það van stutt spennt Þögn, meðan Philippe reydi að dylja ótta sinn um vangetu. En ástríða Angelique og hin takmarkalausa gleði, sem hún fann í örmum hans, Þjálfun í ástarleik, jafnhliða því, sem hún varð þræll nautnarinnar, yfirvann efasemdir hans. Neisti kviknaði og varð að báli. Með þungri stunu, sem kom upp um ástríðuþungann gaf hann konu sinni til kynna að hún hefði yfirunnið mótstöðu hans. Hann viðurkenndi það ekki. Deilutíminn var of skammt undan. Ennþá laug hann að henni. Hann vildi ekki láta hana finna til öryggis. — Farðu, sagði hann hranalega þegar hún lá við hlið hans og fitlaði við lokka hans. Að þessu sinni hlýddi hún með slíkri auðmýkt, að hann vissi ekki, hvort heldur hann átti að slá til hennar eða grípa hana í fangið. Hann nísti tönnum og barðist á móti löngun sinni til að hafa hana hjá sér; allt fram í dögun; finna hvernig hún hjúfraði sig upp að honum eins og lítið, öruggt dýr. Þetta var hættulegt veiklyndi. Tómt brjálæði! Sem betur fór myndi orrustugnýrinn og hvinur kúlnanna brátt binda endi á allt þetta. Skömmu eftir að du Plessis-Belliére marskálkur fór, kom röðin að Cantor að fara í herinn. 1 síðustu andrá vildi Angelique hætta við allt saman. Hún var sorgmædd og allskonar illur grunur læddist að henni. Hún hafði tekið að skrifa Philippe þétt til Franche-Comté, en hann svaraði aldrei bréfum hennar. Þótt hún reyndi að berjast á móti Þvi, hafði hún áhyggjur af þessari þögn af hans hálfu. Hvenær myndi Phil- ippe viðurkenna, að hann elskaði hana? Kannske aldrei. Kannske var honum ómögulegt að elska, eða skilja að hann var elskaður. Hann var ekki hugsuður, hann var hermaður. Hann taldi sér ennþá trú um, að hann hataði hana, og reyndi að sanna, að hann gerði það. En hann gat ekki slökkt neistann, sem hafði myndazt milli þeirra, eða tekið aftur þátt- töku sina í nautnaalgleyminu, sem hafði umlukt Þau. Ekkert, jafnvel ekki hræsnisfyllstu öfgamenn, kaldhæðnustu uppreisnarseggir, Phil- ippe né kóngurinn gátu gert nokkuð við því. Angelique reyndi að sökkva sér niður í undirbúning brottfarar Cantors. Henni féll sjaldan verk úr hendi og Cantor fór. Angelique hafði varla nokkurn tima til að húka yfir eigin tilfinn- ingum, þennan þokudrungaða morgun, þegar litli drengurinn hennar stök upp i vagn Vivonnes ásamt kennara sínum, Gaspard de Racan. Hann var klæddur i falleg föt úr grænu silki, sem fóru vel við augu hans, brydduð með miklu af knipplingum og satinböndum. Stór, svartur flauelshattur, með hvítum fjöðrum, sat á prúðum lokkum hans. Borðaskreyttur gítarinn hans var stöðugt fyrir honum, því hann þrýsti honum upp að sér, eins og börn gera við uppáhalds leikföng sín. Þetta var kveðjugjöf Angelique til hans, gítar gerður úr innfluttum viði og greyptur með perlumóðurskel, teiknaður sérstaklega handa hon- um hjá færasta hljóðfærasmið Parísar. Barbe grét við brottförina, en Angelique gætti þess að dylja sínar eigin tilfinningar. Þannig var lifið. Börnin læra að standa á eigin fót- um, eins og allir vita, en hvert þeirra skref teygir og veikir hin lifandi bönd, sem tengja þau við móðurhjartað. Með sívaxandi áhuga safnaði hún fréttum frá Miðjarðarhafinu. En þar sem frönsku galeiðurnar áttu að hjálpa Feneyingum gegn Tyrkjum, sem voru að reyna að vinna þetta vígi kristindómsins, var hlutverk þeirra heilagt og Vivonne hertogi og menn hans verðskulduðu að vera kallaðir krossfarar. Angelique brosti með sjálfri sér, þegar henni varð hugsað til Þess, hversu óendanlega lítill Cantor var í öllum þessum heilaga leiðangri. Hún ímyndaði sér hann, þar sem hann sæti á bug- spjótinu á skipinu og borðarnir á gítarnum hans feyktust til undan golunni á sólbjörtu hafinu. Þegar hún átti fristundir í Paris, reyndi hún að komast nær Florimond. Hún óttaðist, að hann myndi sakna Cantors eða verða öfundsjúkur vegna þess tækifæris, sem hann hafði fengið svo snögglega til frama og fá um sig geislabaug orrustunnar. En hún komst fljótt að því, að þótt Florimond væri mjög kurteis, Þegar hann var hjá henni, átti hann erfitt með að sitja kyrr lengur en tíu minútur í einu. Hugur hans var fullur af allskonar hlutum — hann þurfti að temja hestinn sinn, gefa fálkanum sínum að borða, hugsa um hundinn sinn, fægja sverðið sitt, búa sig undir reiðnám eða fara með ríkiserfingjanum á veiðar. Hann var aldrei fyllilega rólegur hjá henni, nema þegar hann átti að fara að læra latínu hjá de Lesdiguiéres. — Við mamma erum að tala saman, sagði hann þá við kennarann sinn, og djákninn þorði ekki ýta meira á eftir því. Iðulega töluðu þeir um sverðfimi Florimonds. Þótt hann væri til- finningaríkur og viðkvæmur, hafði hann, eins og öll börn á hans aldri, hrifizt af valdbeitingu. Hann þráði að særa, sigra og drepa, til að verja heiður sinn. Hann var sjaldan hamingjusamari, en þegar hann bar sverð í hendi eða æfði sig í skylmingum. Krónprinsinn var of mikil gróðurhússplanta, til að hann gæti haft áhuga fyrir honum. Framhald á bls. 28. Hún gekk inn án þess að berja að dyrum. Hann lá allsnakinn þversum yfir rúmið, og gegnum knipplinga- tjöldin sá hún þróttmikla bringu hans, slétta og föla eins og marmara í tunglsljósinu. VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.