Vikan

Issue

Vikan - 14.10.1965, Page 24

Vikan - 14.10.1965, Page 24
*s Ameriska konan bvað kemur hún okkur við ? ■ GREINAFLOKKUR UM LÍF HENNAR, UMHVERFI ÁSTIR OG HUGSANAGANG. EFTIR NILS B. TREVING FYRRI HLUTI Sue hefir haft stefnumót við marga pilta, en eignast nú „fastan vin“. Mamma hennar er dálítið óróleg, en fer strax að hugsa um hjónaband fyrir hennar hönd. Ameríska konan . . . ÞaS eru 98 milljónir manns- h'fa, 98.000.000 stúlkubörn og konur á öllum aldri. ÞaS er t.d. Sue, sem er fjórtán ára. Hún þýtur upp trétröppurnar á timburhúsi í New Bedford. Hún er á kynþroskaskeiSi, óþroskuS og varla meira en barn. Hún hleypur inn í eldhúsiS, augun Ijóma og hún faSmar Florrie, mömmu sína, aS sér og hrópar: — Mamma, mér er boSiS út! Johnnie hringdi og bauS mér í partý á laugardagskvöldiS. MóSirin unga hlær og Ijómar af ánægju. Elzta dóttirin er aS vaxa úr grasi. Nú byrjar balliS. Órói og angist blandast ánægj- unni yfir því aS dóttirin hefir stigiS fyrsta skrefiS út í heiminn. Gloria og stjórnmálamennirnir Það getur verið Gloria. Hún er tæplega þrjátfu ára gömul, falleg, vel menntuð, örugg með sjálfa sig, stórrík og munaðargjörn. Hálftfma of seint kemur hún til hádegisverðar hjá nokkrum fulltrúum Sameinuðu þjóðanna. Hún siglir inn, fellir minkakeipinn niður á stólbakið og er í essinu sfnu, þótt hún hafi komið of seint. Hún spyr og svarar spurnlngum stjórnmála- manna og blaðamanna alveg hiklaust. Svo segir húr» við einhvern af gestunum: — Heyrðu elskan, karlinn minn er á ferðalagi, geturðu ekki komið til hádegís- verðar á föstudaginn? Og það er hádegisverður serni segir sex. Fyrst er auðvitað lúxusmatur á herrasetri hennar, svo slappa gestirnir af og eyða sfðdegi og: kvöldi kringum sundlaugina eða þá á hestbaki, eftir: því sem þeir vllja. Joyce, tuttugu og eins árs ogfrekar ósnyrtileg Það getur verið Joyce, fótæk tuttugu og eins árs gömul, tveggja barna móðir. Hún eyðir dögunurrr í litlu, frekar óhreinu eldhúsi, f smábænum Marlboro.. Hún er ekki reglulega hrein sjálf og fötin hennar eru> slífín. Hún er líka í stöðugum ótta fyrir því að pen- ingarnir dugi ekki fyrir mjólk og mafsflögum handa börnunum. Það gera þeir heldur ekki. Maðurinn henn- ar er einn af fímm milljón amerfskra verkamanna, sem ganga atvinnulausir og gleðin er ekki daglegt brauð í þessu hrörlega eldhúsi. Judy, tuttugu og tveggja ára gömuí negrastúlka, hefir ekki tíma til að sinna ástinni Judy er tuttugu og tveggja ára negrastúlka, sem tekur þátt f kynþáttastrfðinu í Selma, Alabama. Hún er mjög gáfuð og .stórfalleg, en hún hylur fegurð 24 VIKAN 41. tbl. Háskólalíf er óskadraumur ungu stúlkn- anna, það væri cklci ónýtt aS verða fyrir- liði í „base-ball“ — flokk ... sína f blárri blússu og bláum gallabux- um. Hún hugsar ekkert um ást og róman- tfk, fyrir henni vakir ekkert annað en að vinna fyrir málefnið og að hjálpa friðar- sinnanum Martin Luther King í baráttunni fyrir jafnrétti nítján milljón negra í Suður- ríkjum Bandaríkjanna. Brendu dreymir um aS verða kvikmyndastjarna Sem síðasta dæmi skulum við taka Brendu í Hollywood. Hún er tuttugu og eins árs gömul og kom frá New York, til þess að verða kvikmyndastjarna í Hollywood. Hún gekk svo langt að hún svaf hjá kvikmyndaframleiðendum og Ijósmyndurum, en varð ekki einu sinni fyrirsæta. Nú er hún afgreiðslustúlka á frekar sóðalegri matstofu við Sunset Boulevard. Hún verður að vera í bikini- fötum einum saman og þar af leiðandi útsett fyrir starandi augu karlmanna. Hún er örvæntingarfull og uppgefin, — en ef tii vill bíða hennar gullin tækifæri. Þetta eru aðeins nokkrar svipmyndir úr lífi amerískra kvenna nú á dögum, og er þar skammt öfganna á milli. En áður -

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.