Vikan - 14.10.1965, Qupperneq 28
Framhald af bls. 17.
■— Ég reyni að örva hann, sagði hann. — En það er tilgangslaust.
Okkar á milli sagt, mamma, — þú lætur það ekki fara lengra, — en
hann fer i taugharnar á mér.
— Ég veit það, ég veit það, Florimond, sagði Angelique og hló. En
hún hafði áhyggjur af næmleik hans fyrir mannlegu eðli.
Hún vissi einnig, að krónprinsinn myndi hafa fylgt Florimond til
enda veraldar, því hann var gagntekinn af snörum augum hans og her-
mannlegri orku. Florimond var einnig aðlaðandi, og það, sem hann tók
sér fyrir hendur, gerði hann vel. En hún fann, að hann var einnig að
fjarlægjast hana, og þetta jók aðeins á dapurleik hennar.
Hann benti út í loftið með nöktu sverðinu.
— Sjáðu mamma, sjáðu mig. Ég kann að verja og sækja. Ég get
rekið sverðið beint í hjartastað. Óvinur minn er fallinn.... dauður!
Hversu fagur hann var! Gleði lifsins hafði kveikt kyndil í honum.
Myndi hann ennþá koma grátandi til hennar, ef hann væri í vandræð-
um, eða hefði meitt sig? Hversu fljótt eitt barnshjarta tekur þroska og
harðnar í skæru sólarljósi hirðarinnar!
Fréttirnar frá orrustunni við Cape Passarro bárust um miðjan júní,
meðan stóð á siðustu veizlunni, sem konungurinn efndi til, áður en
hann leiddi herinn til Lorraine. Galeiður Vivonne höfðu orðið fyrir á-
rás út af ströndum Sikileyjar. Tyrkneskur floti undir stjórn alsírsks
flækings, sem gekk undir nafninu Rescator, hafði ráðizt á leiðangur
Vivonne. Vivonne hafði leitað skjóls inni á flóanum hjá Cape Passarro.
Þar hafði hann snúizt til orrustu, sem var lítið meira en skærur. Að-
eins tvær af hinum tuttugu galeiðum hans höfðu sokkið.
Samt sem áður var þetta töluverður skaði, því mikill hópur af hans
nánustu var á þessum galeiðum og það spurðist, að Vivonne hafði orð-
ið að horfa upp á þrjá einkaritara sina síga i hafið, tiu matsveina, fjóra
þjóna, alla kórdrengina sína tuttugu, skriftaföður sinn, einkaþjón og
skutulsvein, og ásamt þessum hafði hafið gleypt litla gítarleikarann
hans.
15. KAFLI
Varla nokkur maður vottaði Madame du Plessis-Belliére samúð sína
Því sonurinn, sem hún hafði misst við Passara, var ennþá aðeins barn.
Og hverju máli skipti barn?
Atburðir sumarsins bundu enda á skemmtanir hirðarinnar og skildu
hana eftir eina í París með sorg sína. Hún gat varla trúað, að þessir
hræðilegu fréttir væru sannar. Henni fánnst þetta svo fjarstætt. Hún
neitaði beinlínis að viðurkenna hina ógnþrungnu staðreynd. Barbe
grét missinn dag og nótt, Þangað tii Angelique endaði með að ávíta
hana, af einskærri umhyggju fyrir heilsu gömlu fóstrunnar.
—■ Auðvitað, Madame, auðvitað, Madame, muldraði hún milli ekka-
soganna. — En Madame skilur þetta ekki. Madame elskaði hann aldrei
eins og ég gerði.
Angelique féllust hendur. Hún skildi hana eftir og sneri inn í sitt
eigið herbergi, þar sem hún settist við opinn gluggann. Það var farið
að hausta, og það hafði rignt allan daginn. Kvöldhiminninn speglaðist
í votri götunni. Angelique huldi andlitið í höndum sér. Hjarta hennar
var þungt, svo þungt, að hún gat ekki hugsað sér, að það myndi léttast
framar. Hversu sjaldan hafði hún gefið sér tima til að taka Cantor
litla á hné sér og kyssa eplakinnar hans.
Útlit hans var henni ennþá hulinn dómur. Vegna þess, hve hann
var líkur henni og Sancé bræðrunum, sem hún hafði horft á vaxa
upp, var henni aldrei fyllilega ljóst, að Joffrey hafði verið faðir hans.
En hinn fjörlegi, ævintýragjarni uppreisnarandi greifans mikla af Tou-
louse hafði tekið sér bólfestu i drengnum. Enn einu sinni sá hún hann
fyrir sér, þar sem hann skálmaði ótrauður til síns stríðs, með stóra
hattinn, alvarlegur í bragði, og þó viti sínu fjær af gleði. Hún sá hann
fyrir sér, þar sem hann söng fyrir drottninguna:
Vertu sæl, mín vina kær,
ég veit að guð er enginn nær....
Jódynur á götunni reif hana upp úr þessum minningum. Annars
hugar leit hún út. Eitt andartak fannst henni, að riddarinn, sem hún
sá stíga af baki og ganga upp þrepin, væri Philippe. En Philippe var
með hernum í Franché Comté, en þangað hafði kóngurinn rétt nýlega
farið.
Annar reiðmaður fylgdi honum yfir húsagarðinn og innundir dyra-
skyggni hússins. Að þessu sinni missýndist henni ekki. Hún þekkti
þennan risa jafnvel þótt hann væri álútur með höfuðið beint I veðrið.
Þptta var La Violette, og það var Philippe, sem rétt í þessu hafði kom-
!ð. Hún heyrði fótatak hans frammi í forsalnum, og áður en henni
hr.fði unnizt tími til að ná sér fullkomlega eftir drungalegar hugsanirnar,
var hann kominn til hennar, auri ataður upp að mitti, og eins og dreginn
af sundi, með regnið drjúpandi af hattinum og rennandi úr frakkanum.
— Philippe, sagði hún og reis á fætur til að heilsa honum. — Þú
ert rennandi votur!
— Það hefur rignt í allan dag, og ég hef riðið án þess að nema staðar.
Hún kippti i klukkustrenginn. — Ég ætla að biðja um heitan mat
handa þér. Það er bezt að láta kveikja upp í arninum. Hversvegna
léztu mig ekki vita, að þú værir að koma, Philippe? Ég er að láta
taka herbergin þin í gegn. Mér datt ekki í hug, að Þú kæmir aftur fyrr
en í haust, svo ég hugsaði.... að.... það væri heppilegast.... að
lagfæra svolítið.
Hann hlustaði, eins og hann heyrði ekki til hennar; stóð gleiður, eins
og svo oft áður.
— Ég frétti að sonur þinn væri dáinn, sagði hann að lokum. — Ég
fékk ekki þessar fréttir fyrr en I síðustu viku.
1 þögninni, sem fylgdi þessum orðum hans, dró algjörlega fyrir dags-
Ijósið, þar sem skýin Þéttust fyrir sólinni.
— Hann dreymdi um að komast á hafið, hélt Philippe áfram. —
Hann greip tseklfærið tll að láta draumlnn rætast. Ég þekkl Miðjarðar-
hafið. Blátt og kringt með gulli eins og hvíla konungsins. Það er beður
við hæfi litla söngvarans.
Angelique brast í grát og tárin gerðu Philippe óskýran. Hann lagði
hönd á höfuð hennar.
— Þú vonaðir, að spillingin myndi ekki ná honum. Dauðinn hefur
hlíft honum við Þeim tárum, sem hrekklaus börn fella I koddann sinn,
þegar þeim verður ljóst, að sakleýsi þeirra hefur verið eyðilagt. Hver
og einn skal bera sín öriög. Hann var baldinn, en hann var lífsglaður
og hann söng. Og hann átti móður sem elskaði hann.
— Ég hugsaði aldrei nógu vel um hann, sagði hún og strauk sér
um augun.
— En þú elskaðir hann, sagði Philippe. — Þú barðist fyrir honum;
þú gafst honum það, sem hann þurfti til að finna hamingju sína —
öryggi ástar þinnar.
Angelique hlustaði á hann með sívaxandi undrun.
— Philippe, sagði hún að lokum. — Á ég að trúa því, að þú hafir
yfirgefið herinn og komið meir en tvö hundruð mílna veg í ausandi
regni, aðeins.... aðeins til að hughreysta mig?
—■ Það væri ekki fyrsti barnaskapurinn, sem þú hefur komið mér
til, sagði hann. — En ég kom ekki til þes’s eins út af fyrir sig. Mig langaði
að færa þér gjöf.
Upp úr vasanum dró hann einskonar öskju, gerða úr gömlu, skorpnu
leðri, opnaði hana og tók upp óvenjulega hálfesti: Græna gullkeðju,
sem á íléngu þrír diskar úr rauðagulli, en í þá voru greyptir tveir
slípaðir rúbinar og stór smaragður. Þetta vor stórkostlegur skartgripur,
en svo villimannlegur, að hann virtist helzt gerður handa háttsettum
Drúidakvenpresti.
— Þetta er hin mikla hálsfesti Belliére kvennanna, sérstaklega gerð
handa þeim til að bera á brjóstum sér. Um aldir hefur þessi festi veitt
þeim hugrekki. Móðir, sem hefur fórnað þjóðinni syni sínum, er þess
verð að bera hana.
Hann steig aftur fyrir hana til að festa menið um háls hennar.
■—■ Philippe, sagði Angelique og greip andann á lofti. — Hvað á
þetta að þýða? Mannstu eftir veðmálinu, sem við efndum til dag nokk-
urn á þrepum Versala?
—• Ég man eftir veðmálinu, Madame. Þú hefur unnið.
Hann skipti hári hennar i hnakkanum og kyssti hana á hálsinn.
Angelique hreyfði sig ekki. Hann varð að snúa henni við til að sjá
framan í hana. Hún grét hljóðlaust.
— Gráttu ekki meir, sagði hann og hélt henni fast upp að sér. —
Ég kom til að strjúka af þér tárin, en ekki til að framkalla önnur ný.
Ég hef aldrei þolað að sjá þig gráta. Þú ert mikilhæf kona!
— Brjálaður af ást! Brjálaður! endurtók Angelique hvað eftir annað
við sjálfa sig. — Þessvegna gefur hann mér þessa hálsfesti.
Svo hann elskaði hana og hann hafði tjáð henni það á svo fallegan
og blíðan hátt, að það svæfði sviðann í hjarta hennar. Hún tók hönd-
um um andlit hans og horfði á hann, full ástúðar.
— Hvernig átti ég að vita, að framkoman, sem gerði mig svo hrædda,
dyldi svona fallega sál? Þú hefur skáldasál, Philippe.
— Ég er það, sem ég er, og ekkert meira, muldraði hann kíminn. —
En eitt veit ég, og það er, að ég hef áhyggjur af þvi að sjá Plessis-
Belliére hálsmenið á þínum barml. Engin formæðra minna gat borið
það án þess að fara þegar í stað að skipuleggja orrustur og borgara-
styrjaldir. Það var með þessa gimsteina á brjóstum sínum, sem móðir
mín leiddi herinn í Poitou fram við hlið de Condé prins. Það manst
þú eins vel og ég. Hvað getur þú nú brallað, þegar röðin er komin að
þér? Það er að bæta gráu ofan á svart að hengja svona lagað á þig!
Hann þrýsti henni að sér aftur og neri kinn sinni við hennar.
— Þessi grænu augu þín eru alltaf að stara á mig, muldraði hann.
— Ég get pint þig barið þig og ógnað þér, en þú berð samt höfuðið
hátt, eins og blóm eftir storm. Ég get ekki skilið þig eftir hálf meðvit-
UN'GFRÚ YNDISFRÍÐ
býðiH? yðw hið
konlekt ffrá. N
HVAR ER ÖRKIN HANS NOAI
»aV er alttaf eaml lelkurlnn 1 hcnnl Tnd-
IsrrlS okicar. Bfin htlvr faHB Brklna hans
etshvets StaBar I tMtaroi hcltlr
KðBum verfilaunum handa þelm, scm getur
fundlí Brklna. T'crSIaunln eru stfir kon«
KSfkassI, fullur af Serta konfekU, og
framlelSandinn cr au.SvltaS BœÍgmtlsgerB-
Jn NfL
Emil Bóasson
Hátúni, EskifirSi.
Vinninganna má vitja I skrifstofu
Vikunnar. 41. tbl.
VIKAN 41. tbL