Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 30
undarlausa og auðmýkta, aðeins til þess að sjá þig rísa aftur, fegurri
og stoltari en nokkru sinni fyrr. Þetta hefur gert mig vitstola. En
þegar allt kemur til alls, hefur það orðið til þess, að ég treysti þér.
Ég kemst ekki yfir undrun mína, að finna slíka þrákelkni og slikan
þrótt í konu. Eg lagði dæmið niður í plúsa og mínusa. Ætli hún verði
mér trú? hugsaði ég. Og daginn við hina konunglegu veiði, þegar ég
sá þig mæta reiði konungsins með brosi, vissi ég, að ég myndi aldrei
vinna. Og í hjarta mínu fylltist ég stolti yrir því, að þú varst konan
min.
Hann snerti hana með vörunum, eins og hann færi hjá sér. Hann
var óvanur að sýna nokkur blíðuhót og hafði litið slíkt illu auga, þar
til núna, að honum fannst hann þarfnast þess. En hann veigraði sér
við að leita vara hennar. Það var hún, sem fann hans.
Henni fundust varir þessa hermanns hafa ferskleik sakleysisins yfir
sér. Hversu undarlegt það var, að eftir hið stormasama líf, sem þau
hvort um sig höfðu lifað; eftir þau hörðu högg, sem heimurinn hafði
greitt þeim, gátu þau nú að lokum skipzt á hreinum, ljúfum kossum,
sem þau höfðu verið svikin um, nóttina forðum í Plessis, þegar þau
voru ung.
— Eg verð að snúa við, sagði hann allt í einu og hafði fundið gamla,
önuglynda tóninn. Ég hef eytt nógum tíma i mál hjartans, má ég sjá
soninn ?
Angelique sendi eftir barnfóstrunni. Hún kom með litla Charles-
Henri í fanginu, sveipaðan í hvítt flauel, eins og fálka á úlnliði veiði-
manns. Ljóst hárið gægðist undan perlusaumaðri húfunni, og með þess-
ar rjóðu kinnar og stóru bláu augu var hann fallegt barn.
Philippe tók hann í fangið, kastaði honum upp í loftið og kitlaði hann
undir hökunni, en barnið vildi ekki brosa.
— Ég hef aldrei séð svona alvarlegt barn áður, sagði Angelique.
— Það liggur við, að fólk verði hrætt. En það kemur ekki i veg fyrir,
að hann lendi í allskonar vandræðum, meðan hann er að læra að ganga.
Og hann hefur lært að snúa rokkhjólinu og rammflækja þráðinn.
Philippe rétti henni barnið. — Ég skil hann eftir hjá þér. Ég trúi
þér fyrir honum. Hugsaðu vel um hann.
— Hann er drengurinn, sem þú gafst mér. Mér þykir mjög vænt
um hann.
Hún hélt barninu ennþá í fangi sér, þegar hún hallaði sér út um
gluggann til að horfa á Philippe stíga á bak og hleypa niður eftir göt-
unni. Með því að koma til hennar, hafði hann breytt beiskju hennar
í lifandi gleði, jafnvel þótt hún hefði sízt átt von á huggun frá hans
hendi. En lífið kemur manni ætíð á óvart. Hvernig hafði hún getað
imyndað sér, að þessi óstýriláti hermaður, sem vilaði ekki fyrir sér
að kveikja i heilum borgum og eyða þeim með sverði, myndi ríða í
fjóra sólarhringa, linnulaust, í gegnum regn og vind, vegna þess að
í hjarta sínu hafði hann heyrt bergmálið af gráti hennar.
Nokkrum dögum seinna kom Monsieur de Saint- Aignan frá France-
Comté með bréf til hennar frá kónginum.
— Frá kónginum?
— Já, Madame.
Angelique gekk burtu til að lesa það í einrúmi.
öll réttindi áskilin — Overa Mundi, Paris Framh. i næsta blaöi.
BlíSlátar konur Framhald af bls. 15.
Þetta er flokkur, sem lofar öllu
— og tekur allt, — en gefur ekk-
ert.
Á kvöldin þegar einmana karl-
menn rölta um og annaðhvort
vita ekki hvað þeir eiga af sér
að gera, eða eru í beinni leit að
félagsskap, fer þessi flokkur á
stúfana og skiptir sér niður á
beztu staðina í stórborgum
Þýzkalands.
Flokkurinn hefur frammi nýj-
ar og áður óþekktar aðferðir, sem
eru alls óskyldar starfi vændis-
kvenna, sem lofa kynmökum og
veita þau.
Stúlkumar í flokknum starfa
hver í sínu lagi, í mesta lagi eru
þær tvær saman. Þeim er bann-
að að mála sig mikið eða klæða
sig í áberandi föt.
Yfirleitt ávarpa þær aldrei þá
menn að fyrra bragði, sem þær
hafa valið sér sem fómardýr.
Þess í stað koma þær því þann-
ig fyrir að þeir ávarpa þær fyrst.
Það er mjög sjaldan að þær
fyrirfinnast á lélegum vínveit-
ingahúsum eða næturklúbbum,
þar sem vændiskonur halda sig.
f stað þess velja þær fórnardýr
sín í góðum veitingahúsum, á
kaffihúsum og jafnvel á mjólkur-
börum.
Þær virðast vera vellaunaðir
einkaritarar eða eiginkonur í
sæmilegum efnum og sumar
þeirra gætu verið ungar stúlkur,
sem hafa fengið leyfi einu sinni
til að skreppa út að kvöldlagi.
En allar hafa þær sama mark-
miðið, að lokka karlmann á ein-
hvern hátt til að ávarpa þær, og
síðan að koma honum til þess
staðar, sem atvinnuveitandi
þeirra hefur til umráða ... Þar
veita þær honum þögul loforð
um heit ástarmök, með augnatil-
liti og líkamssnertingum. En það
sem hann í rauninni fær eru
margfaldir reikningar fyrir dýru
víni, hótanir og oft misþyrming-
ar ef hann borgar ekki möglun-
arlaust.
En ástarmökin fær hann aldr-
ei. Þegar reikningurinn kemur til
hans, er ástarfuglinn löngu flog-
inn út um eldhúsdyrnar, í gegn
um fatageymsluna eða aðrar bak-
dyr.
Lögregluyfirvöldin í Múnchen
segja:
„Við vitum með vissu, að næt-
urklúbbaeigendur hafa sumir
hverjir komið sér saman um hve
marga karla sé hægt að ræna
hvert kvöld og á hvern hátt. Við
vitum að til eru heilir hópar
Endurnýjum
sængur og kodda.
Fljót afgreiðsla.
Höfum einnig
æðardúns-,
gæsadúns- og
dralonsængur.
Póstsendum
um land allt.
DÚN- & FIÐUR-
HREINSUNIN
VATNSSTÍG 3
(örfá skref frá Laugavegi).
Sími 18740.
LILiJU
LILUU
LILUU
LILJU BINDI
ERU BETRI
Fást í næstu búð
kvenfólks, sem starfar við að
lokka viðskiptavini til þeirra.
Þær eru æfðar í þessu, líkt og
karlmenn lokka oft viðskiptavini
til vændiskvenna.
Lögreglan í Múnchen gat ekk-
ert hjálpað Max Wimmer við að
ná peningum sínum aftur, né
skaðabótum. Því hver hefði átt
að bera vitni með honum? En þá
huggun gat hann fengið að marga
þjáningarbræður er hægt að
finna meðal dómara, ákærenda
og marga í röðum lögreglu Vest-
ur-Þýzkalands. Lögreglustjórarn-
ir í Hamborg, Frankfurt, Köln,
Hannover og víðar, eru á sama
máli.
Lítum á eina lögregluskýrslu
frá Frankfurt. Það var maður að
nafni Robert M. endurskoðandi
frá Augsburg, sem kærði, og full-
orðin hjón voru vitni að síðasta
atriðinu í næturævintýri hans.
Hjónin voru á heimleið eftir
fáfarinni götu í Frankfurt, þegar
þau heyrðu allt í einu angistar-
óp:
„Hjálp! Ég hef verið bitinn“!
Maðurinn lá og skreið eftir
gangstéttinni fyrir utan bakdyrn-
ar að litlum næturklúbb. Hjónin
fussuðu fyrirlitlega að mannin-
um og gengu út á götuna til að
komast framhjá honum. En svo
snarstönzuðu þau. Stór hluti af
bakhluta buxna hans var rifinn
burtu, en skyrtan og nærbuxurn-
ar huldu nekt hans. Það var
greinilegt að hann hafði verið
bitinn. Hann hafði komizt að því
af eigin raun, að ginningarstúlk-
urnar hafa ekki aðeins sterka
karlmenn til að þjarma að fórn-
arlambinu, heldur einnig grimma
hunda.
Það byrjaði — eins og ávallt —-
mjög sakleysislega, þegar endur-
skoðandinn frá Augsburg hitti
fyrst sína ólánsdömu þrem tím-
um áður. Hann gekk á eftir henni
á götunni, og kannske hann hafi
dáðst að dökkblárri dragt henn-
ar eða göngulagi með sjálfum
sér, en hann hafði engin áform
um að ávarpa hana.
Skyndilega opnaðist handtaska
hennar og innihaldið dreifðist um
gangstéttina. Hann hjálpaðihenni
að tína dótið saman, og komst
ekki hjá því að taka eftir mynd
af litlum strák, um 12 ára göml-
um, sem verið hafði í töskunni.
„Þetta er litli bróðir minn“,
útskýrði hún. „Við erum for-
eldralaus og ég verð að sjá fyrir
honum“.
Hann gekk nokkurn spöl við
hlið hennar eftir götunni. Svo
spurði hann:
„Mætti ég ekki bjóða upp á
kaffibolla, sem nokkurskonar
fundarlaun...“?
Hún brosti feimnislega til hans.
„Þér sáuð myndina. Ég er bara
venjuleg skrifstofustúlka, en vinn
við afgreiðslu á litlu kaffihúsi á
kvöldin. Þér kærið yður vafa-
laust ekkert um að fylgja mér
þangað“?
gQ VIKAN 41. tbl.