Vikan - 14.10.1965, Side 31
Le ðurkuldaskóp
loðlóðpaðir fpam I tá
Póstsendum Hverfisgötu 82 og Bankastræti ó horni Þingholtsstrætis.
En það var einmitt það, sem
hann vildi, og svo kom auðvitað
í ljós að kaffihúsið var lítill næt-
urklúbbur, þar sem varla sást
handaskil fyrir myrkri. Stúlkan
hvarf út um bakdyr, en kom
strax aftur í Ijós með litla svuntu
framan á sér. Hún rétti honum
vínlistann um leið og hún hneigði
sig og hvíslaði:
,,Hér er ég kölluð Gigi, — en
þér skuluð kalla mig Marianne.
Við höfum hitzt privat... “
Hún ráðlagði honum að drekka
hvítvín, „því það er ódýrast".
Endurskoðandinn laumaði vín-
listanum undir borðröndina og
tókst að sjá verðið, 25 þýzk mörk.
Honum fannst það vel vera þess
virði. Síðan kom aftur flaska á
borðið og enn önnur fór til
stúlknanna við barinn, því þær
höfðu orðið forvitnar, þegar þær
sáu hvernig Gigi — Marianne
brosti til hans í hvert sinn er
hún gekk framhjá borði hans.
Nokkru síðar bauð hann Mari-
önnu upp á kokkteil. Þau skáluðu
og honum fannst eins og þau
væru gamlir og góðir vinir. Hann
sagði henni að hann væri ókunn-
ugur í Frankfurt og að þetta
væri hans síðasta nótt þar.
Hún leit fast í augu hans og
hvíslaði:
„Þér hafið verið svo vingjarn-
legur við mig, og við erum bæði
dálítið einmana. Ég hætti bráð-
um að vinna. Viljið þér kannske
bjóða upp á vínflösku — heima
hjá mér“?
Endurskoðandinn fékk að vita
að Gigi bjó uppi á lofti í sama
húsi, og hægt væri að komast
inn á ganginn til hennar gegn-
um salemin.
Gigi-Marianne stóð upp og
vinkaði eggjandi til hans með
svuntunni, og gekk síðan innar í
salinn og hvarf þar út um dyr.
Hann gaf þjóninum merki um
að koma með reikninginn. Hann
var upp á 85 mörk fyrir hverja
flösku og 18 mörk fyrir kokkteil-
inn. Gesturinn bað um skýringu.
Þjónninn lagði fyrir hann vín-
listann, en á honum stóð nú þetta
verð.
„Þetta er annar vínlisti", sagði
hann. „Á hinum stóð 25 mörk
fyrir flöskuna“.
Þjónninn baðaði út höndunum
eins og óperusöngvari. „Annar
vínlisti“, hrópaði hann. „Hver
hefur heyrt talað um annan vín-
lista“?
Hávaxinn maður í dökkum föt-
um kom til þeirra. Hann horfði
alvarlegur í bragði á endurskoð-
andann. „Haldið þér það“? spurði
hann. „Eigum við að veðja? Þér
megið gjarna leita hér um allt,
en það er aðeins einn vínlisti
til, og hann liggur á borðinu fyr-
ir framan yður“. Hann greip í
jakkakraga endurskoðandans.
„En þér hafið kannske heyrt tal-
að um falska ákæru? Þetta get-
ur orðið yður dýrt, herra minn“.
Endurskoðandinn vissi að þeir
voru að leika sér með hann og:
að honum voru allar bjargir
bannaðar. En látum það vera,.
hugsaði hann. Gigi-Marianne bíð-
ur eftir mér fyrir utan.
Hann greiddi því reikninginn.
og stakk annarri vínflösku í
jakkavasann. Síðap gekk hann.
fram á salernið, þar sem hann.
komst fram á ganginn til fallega
stúlkunnar, sem beið hans með
opna arma.
En þegar út á ganginn kom, sá
hann svartan, stóran skugga fyr-
ir framan sig, og skugginn urr-
aði ógnandi. Þetta var svartur,
stór hundur með gulgræn augu,.
sá stærsti, sem hannhafðinokkru.
sinni séð.
Þetta hlýtur að vera einhvers-
konar misskilningur, hugsaði
hann og reyndi að klifra yfir
hundinn. Þá beit hundurinn hann.
í rassinn.
Endurskoðandinn sá aldrel
framar Gigi-Marianne og bæði
lögreglan og lögfræðingur hans:
ráðlögðu honum að gera ekkert
frekar í málinu. Báðir aðilar-
þekktu vel bragðið með vínlist-
ana tvo og lögreglan vissi að
leikurinn með töskuna, sem opn-
aðist á götunni, hafði fært næt-
urklúbbseigendum stórar fjár-
hæðir. Sömuleiðis að hundurinn.
svarti svaf alltaf á daginn, til að;
geta verið á vakt á nóttunni.
En hver átti að bera vitni með
honum?
Lögreglan er vonlítil um árang-
ur, þótt karlmenn séu aðvaraðir
við því að hafa samband við
ókunnar stúlkur, og reyna að
fylgja þeim eftir inn á nætur-
klúbba. En hún hefur samt búið
til lista yfir helztu aðferðirnar
til að blekkja menn og hafa af
þeim peninga á óheiðarlegan hátt.
Hér er hann:
1. „Schaumwein", sem í raun-
inni er ódýrt þýzkt vín, en fært
á reikninginn sem kampavín og
kostar þá 80 — 150 mörk flask-
an.
2. Ljósin eru svo dauf að gest-
urinn getur ekki lesið vínlistann.
Hami heldur gjarnan að það sé
vegna skemmtiatriða, sem fram
eiga að fara, en það er í rauninni
dulbúin árás á peningaveski hans.
3. Þjónarnir nota tvo vínlista.
Fyrst fær hann þann, sem sýnir
ódýrari veitingar, en þegar líður
á kvöldið og haim fer að kenna
vínsins, kemur þjónninn svo með
þann dýrari.
4. Á vínlistanum er gefið upp
verð fyrir 2 centilítra. En þjónn-
inn kemur með 4 centilítra, og
þá er verðið auðvitað helmingi
meira.
5. Á meðan gesturinn er að
dansa, kemur þjónninn oft og
setur fulla flösku á borðið og
tekur þá hálftómu, eða að hann
hellir úr henni í vínkælinn. Ef
þér sjáið gest reka nefið ofan í
vínkælinn, þá er hann senni-
lega „brennt barn“ sem er að
fylgjast með því að hann verði
ekki plataður aftur.
6. Stúlkan biður gestinn um að
skipta um borð vegna þess að
þau hafi betra næði annarsstað-
ar. Þá hverfur hálfa vínflaskan
og heil kemur í staðinn á nýja
borðið.
7. Gesturinn, sem ætlar að
fylgja stúlkunni heim, er feng-
inn til að hafa með sér eina eða
tvær flöskur. Nokkru síðar situr
hann kvenmannslaus við borðið,
en með himinháan reikning.
8. Sennilega hættulegasta
bragðið, er þegar stúlkan biður
gestinn um að gefa „vinkonum"
sínum í glas. í flestum tilfellum
drekka „vinkonurnar" út á hans
reikning rándýrt vín, allan næsta
tímann. Þegar hann mótmælir
reikningnum, fær hann oft þá
ráðleggingu að fara til eyrna-
læknis, því hann hafði jú greini-
lega sagt „sjálfsagt“ þegar hann
var spurður.
Venjulega fá stúlkurnar um
20% af hagnaðinum, en margar
þeirra láta sér það ekki nægja.
Maður nokkur lét ánetjast af
slíkri stúlku, sem hann hitti í
þekktum vínbar í Frankfurt. Þau
fóru síðan saman á næturklúbb,
þar sem hann fékk „saltaðan“
reikning eins og búast mátti við,
en hann greiddi reikninginn og
fór út með stúlkunni.
VIKAN 41. tbl. gj