Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 32

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 32
Bílstjórinn, sem ók þeim var síðan vitni að því að þau létu vel hvort að öðru í aftursætinu, og þegar komið var heim til hennar, fór hún út á undan til að „athuga, hvort allt væri í lagi“. Hún hvarf svo inn um dyr, en maðurinn stóð og beið. Eftir nokkurn tíma fór hann að lengja eftir henni og kíkti inn um dyrn- ar, en þar fyrir innan var port og opin leið í burtu. Stúlkan var horfin — og þar að auki með pen- ingaveskið hans, sem hún hafði krækt í þegar þau voru að faðm- ast í bílnum. Maðurinn kærði til lögreglunnar, og að þessu sinni var stúlkan handtekin og fékk sinn dóm. Lögreglufulltrúi í Frankfurt segir: „Stúlkurnar eru útsmogn- ar. Þær ráðast aðallega á túrista og erlenda vinnumenn í Þýzka- landi, sem falla vamarlausir í * Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudaffs. Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Tillitsleysi umhverfis þíns veldur því að þú nýtur ekki hvíldar sem skyldi og gæti verið mjög gott fyrir þig að skipta um dvalarstað um stundar- sakir ef völ er á. Á laugardag ferðu í skemmtilegt heimhoð. NautsmerkiÖ (21. apríl — 21. maí): Þú dáist í laumi að atorkusemi ákveðinnar persónu. Henni þætti mjög vænt um ef þú létir hana á smekklegan hátt heyra álit þitt á henni. Þú færð tækifæri til að auka tekjur þínar. Vertu vandur að vinum þínum. Tvíburamerkið (22. maí — 21. Júní): Vandaðu þig betur við störf þín og beittu hugan- um að því sem þú ert að gera. Varastu lausmælgi og að bera fréttir á milli, sem ekki eru áreiðanleg- ar. Heilladagar vikunnar eru miðviku- og föstu- dagur. Krabbamerkið (22. Júní — 23. Júlí): Þú starfar í skemmtilegum félagsskap með dug- miklu fólki. Láttu starfsemi ykkar njóta krafta þinna. Þú vanrækir vissan fjölskyldumeðlim, gefðu þig meir að honum og taktu hann með þér þegar þú skreppur frá. LJónsmerkið (24. Júlí — 23. ágúst): Nokkur fjármálavandræði gera vart við sig á heim- ili þínu en þau hverfa jafn snögglega og þau birt- ast. Fjölskylda þín verður mjög samhent 1 ákveðnu máli. Þú verður að dvelja nokkra daga að heiman. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Því miður verður margt til að spilla tíma þínum og ekki allt sem er 1 þínu valdi að halda aftur af, en sökum þess hve verkefni þín eru fjölbreytt þarftu aldrei að sitja auðum höndum. Heillalitur er blár. ■m VogarmerkiS (24. septemker — 23. október): Ýmislegt óvœnt skeður í kunningjahóp. Þú munt skemmta þér mjög vel með félögum þínum um helgina. Varastu fjölmennar samkomur. Láttu ekki eftir þér að vera óþolinmóður þótt sleifarlag ráði töf á vissum málum. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember). Þú verður mikið heima á kvöldin og lætur þér ekki leiðast, því þú ert nýbúinn að finna þér drjúgt heimaverkefni. Þú sýnir vissri persónu mikla móðg- un með því að ganga framhjá henni. BogmannsmerkiS 23. nóvember — 21. desember): ©Þú verður að bíða nokkuð lengur en þú ætlaðist til í fyrstu og útkoman verður á annan hátt en þú reiknar með ef þú situr aðgerðarlaus. Þú ættir að sýna vini þínum meiri samúð og létta undir með honum ef þú getur. Steingeitarmerklð (22. desember — 20. Janúar): Einþykkni þin hefur fælt frá þér persónu sem þér Jlf ] þykir mjög vænt um. Reyndu að halda aftur af prédikunum þínum, sérstaklega ef þeim er þeint að persónum undir tvítugu. Haltu smá gestaboð. VatnsberamerkiS (21. Janúar — 19. febrúar): Farðu varlega að öllu er viðkemur viðskiptum. Þú festir kaup á hlut, sem er að vísu ódýr, en hann kemur þér aldrei að notum. Kynntu þér betur viss mál áður en þú hefst handa við framkvæmdir. FiskamerkiS (20. febrúar — 20. marz): Yfirleitt má segja að heildarútkoma vikunnar verði jákvæð, þó þú verðir að vísu fyrir nokkrum skakka- föllum. Þú verður að taka sjálfstæðar ákvarðanir til að bjarga heiðri þínum í vissu tilliti. 22 VfltAM 41» ttL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.