Vikan - 14.10.1965, Page 36
það borgi sig. Þangað streymir
fólk, sem ekki hefir náð sér í maka
annarsstaðar og það heppnast oft-
ast og það í hvelli.
Johnnie. Við ætlum að gifta okkur
í sumar. . .
Meðan herrann sækir drykk fyr-
ir okkur, spyr ég: — Hefir það loks-
ins heppnazt? Hefirðu hitt þann
eina rétta . . . ?
— Ja, — jú, hún réttir úr sér. —
Hann er að minnsta kosti sá við-
feldnasti sem ég hefi hitt í langan
tíma. En mill okkar sagt er ég ekki
eins himinlifandi eins og ég bjóst
við að verða, þegar ég væri trú-
lofuð . . .
Hún hélt það einfaldlega ekki
út lengur að vera einmana. Þau
hittust hjá Grossingers og hjálpuð-
ust að við að leysa vandamál hvors
annars. Þau voru meðal hundruð
þúsunda, í þessu giftingasjúkadandi,
sem ár hvert ganga ( skynsemis-
hjónaband. Þau hjónabönd hafa
möguleika á að blessast prýðilega.
Hjúskaparhótelið
í vikulokin fár ég upp til Bross-
ingers, sextíu mílum fyrir norðan
New York. Þarna er staðurinn þar
sem Ingmar Johansson þjálfaði fyr-
ir keppnina við Floyd Patterson.
Þarna er paradís fyrir giftingasjúka
New York búa, staður þar sem
maður getur verið viss um að pilt-
ar og stúlkur eru þar í þeim til-
gangi að ná sér í maka.
Hótelið stendur hátt upp ( Cat-
skills fjöllunum. Það er líkast litlu
þorpi og rúmar 3000 gesti. Þar
hittir maður örugglega ungar stúlk-
ur með kirkjubrúðkaup í augna-
ráðinu. Ungir menn og konur horfa
forvitnilega hvert á annað í grænu
sundlauginni. I gríðarstóru andyri
hótelsins missa stúlkurnar vasaklút-
ana sína, töskur, sólgleraugu og
allskonar dót í gólfið; ungu menn-
irnir hlaupa til, taka þetta upp fyr-
ir þær og slá þeim gullhamra, sem
kannske leiða til kunningskapar.
Það er hægt að hafa stefnumót í
sjónvarpssal, við miðnæturdans og
á golf- og tennisvöllum. Einnig eru
þarna skíðabrekkur með gervisnjó
og skautasvell.
Það er yfrleitt dýrt að vera
þarna, en öllum ber saman um að
UNDRAPÚÐINN
sem festir tanngóminn,
dregur úr
góminn,
þarf ekki að
skipta daglega.
SNUG er sérstaklega mjúkur plast-
ic-púði, sem sýgur góminn fastan,
þannig að þér getið talað, þorðað
og hlegið án taugaóstyrks. SNUG
er ætlað bæði efri- og neörigóm.
Þér getið auðveldlega sjélf settpúð-
ann á, hann situr fastur og hreins-
ast um leið og tennumar. — SNUG
er skaðlaus tannholdi og gómnum.
Endist lengi og þarf ekki að skipta
daglega.
SnUG ks-
J. Ó. MÖLLER & CO.,
Kirkjuhvoli, Sími 16845.
^ _____________________/
Tré-klettur-ský
Framhald af bls. 13.
aftur. Ég reyndi að komast að
því hvar hún var. Ég fór til
Tulsa, þar sem hún átti ætt-
menni, og til Mobile. Ég fór til
hverrar borgar, sem hún hafði
nokkurntíman nefnt, svo ég
heyrði. Ég njósnaði um hvern
karlmann, sem hún hafði áður
staðið í sambandi við. Tulsa, At-
lanta, Chicago, Cheehaw, Memp-
his... í næstum tvö ár æddi ég
fram og aftur um landið til að
hafa upp á henni.
— En þau tvö voru eins og
þurrkuð af yfirborði jarðar, sagði
Leo.
— Hlustaðu ekki á hann, sagði
maðurinn eins og hann væri að
segja leyndarmál. — Og gleymdu
líka þessum tveimur árum, þau
skipta ekki máli. Það sem skipt-
ir máli er það, að á þriðja ár-
inu tók svolítið skrýtið að koma
fyrir mig.
— Hvað? spurði drengurinn.
Maðurinn hallaði sér áfram til
að dreypa á bjórnum. En þegar
andlit hans var komið yfir krús-
ina fór titringur um nasvængina;
hann þefaði af stöðnuðum bjórn-
um en smakkaði ekki á honum.
— Ást er undarlegur hlutur.
Fyrst hugsaði ég aðeins um að
fá hana aftur. Það var einskonar
brjálæði. En þegar fram liðu
stundir, reyndi ég að rifja hana
upp fyrir mér, en veiztu hvað
gerðist?
— Nei, sagði drengurinn.
— Þegar ég lagðist út af og
reyndi að hugsa um hana, kom
ekkert fram í hugann. Ég gat
ekki séð hana fyrir mér. Ég tók
upp myndirnar af henni og
horfði á þær. Það var til einks-
is. Ekkert gerðist. Allt tómt. Get-
urðu ímyndað þér það?
— Heyrðu, Mac! kallaði Leo
niður eftir borðinu. — Geturðu
ímyndað þér þennan fylliraft al-
veg tóman?
Maðurinn veifaði hendinni
hægt, eins og hann væri að banda
frá sér flugu. Það var einbeitni
í grænum augum hans, og hann
festi þau á teknu andliti blaða-
drengsins.
— En tilfallandi glerbrot á
gangstétt. Eða tíu senta lag í
glymskratta. Skuggi á vegg að
nóttu til. Og þá mundi ég. Það
gat gerzt á götunni og ég átti
það til að gráta og lemja höfð-
inu við Ijósastaur. Skilurðu mig?
— Glerbrot... ? spurði dreng-
urinn.
— Allt. Ég gekk um en gat
engu ráðið um það, hvernig og
hvenær ég mundi eftir henni.
Maður heldur, að maður sé sjálf-
gg VIKAN 41. tbl.
I