Vikan - 14.10.1965, Qupperneq 41
Hún sneri bylgiulengdarskífunni
hægt í hring. Það eina, sem heyrð-
ist, var brak og brestir. Eftir stund-
arkorn sagði hún:
— Nú er ég búin að fara í gegn-
um allan skalann, George.
— Byrjaðu þá bara aftur, sagði
hann.
Hann reyndi að segja þetta
kæruleysislega, en mistókst það al-
gjörlega. Hann bölvaði með sjálf-
um sér. Alltaf var hann jafn
andskoti óheppinn. Þegar hann hélt,
að hann væri að læra það mikil-
vægasta varðandi sjálft flugið,
hafði hann misst sambandið vð
jörðina. Hvar voru þau? Hann
starði út í svarta nóttina. Undir hon-
um svifu skýin framhjá, eins og
þykkt, hnúskótt teppi. Það fór hroil-
ur um hann. Svo leit hann á elds-
neytismælana. Guði sé lof, hann
hafði bensín til að minnsta kosti
fimm tíma flugs. Svo mikið var
hann viss um.
— Jæja Janet?
— Bíddu. Stúlkan hélt niðri [ sér
andanum.
Allt í einu heyrðist dauf rödd
langt í fjarska.
— . . . 128,3 sagði röddin, sem
allt í einu var skýr og undarlega
nærri. — Flugturn Marseille kallar
flug 714! Færið bylgjulengdina á
128,3! Gerið svo vel að svara! Yfir!
— Haltu í stýrið! hrópaði George.
_ Og þakkaðu heillastjörnu þinni
fyrir, að þú skyldir hitta á þá aft-
ur! Nú skal ég tala við þá! Hann
var ennþá æstur, þegar hann þrýsti
á rofann og sagði: — Halló, Mar-
seille! Þetta er 714! Við erum búin
að finna ykkur aftur. Drottinn
minn, hvað það er gott að heyra til
ykkar. Yfir!
Nú heyrðist rödd Treleaven aft-
ur trygg og örugg.
— Við skulum bara fara rólega,
meðan við erum að komast yfir
áfallið, sagði hann. — Og takið nú
vel eftir. Þér getið ekki lent hér.
Það eru eitthvað um 40 metrar upp
í svartaþoku. Þið verðið að halda
áfram til London eins og þið ætluð-
uð. Við erum að setja London inn í
málið og þar er annar maður, sem
tekur við mínu hlutverki. Það eina,
sem er ennþá óvíst, er hvar þið
eruð . . . hann snöggþagnaði. —
Andartak, bætti hann svo við. —
Hafið línuna opna.
Radarmaðurinn hafði rekið upp
óköf hróp, en nú sagði hann með
sinni venjulegu, þurrlegu rödd:
— Ég hef náð 714 aftur inn á
skerminn. Hún stefnir beint suður
yfir völlinn. Þér getið gefið henni
stefnuna.
_ Við erum búin að ná ykkur
inn á skerminn, sagði Treleaven.
— Nú skal ég gefa ykkur stefnuna
á London. Það er næstum nákvæm-
lega 1000 kdómetra flug. Áætlað-
ur flugtími er tveir tímar og fimm-
tán mfnútur. Stefnan er 295 gráð-
ur, 296 gráður. Ég endurtek: Tveir,
níu, sex. Gerð svo vel að hafa það
yfir.
— Tveir, níu, sex, sagði George.
goodAear WTiym GÖLETIÍSAB
Áratugum saman hafa Goodyear verksmiðjurnar verið í fremstu röð gúmmí-
framleiðenda. Nú hafa þær einnig tekið forystu í Vinyl framleiðslu.
GOOD YEAR Vinyl gólfflísar eru heimsþekktar fyrir gæði.
Fjölbreytt litaval — auðveld hirðing — þarf ekki að bóna.
aðeins gœðavara fr& GOOD^HEAR
MALNING-&JA’RNVÖRUR
LÁUGAVEGI 23 SÍMI 11295