Vikan - 14.10.1965, Qupperneq 43
Króm-húsgögn Hverfisgötu 82 - Simi 21175
- SkiliS.
— Beygið hægt til vinstri og haf-
ið auga með áttavita og hraðamæli.
Byrjið!
A skerminum fylgdist hann með
gerðum George. Hann var ekki ó-
ánægður. Flug 714 sveigði hægt til
vinstri og rétti sig næstum þráð-
beint á nýju stefnunni.
— Gott Spencer, sagði Treleaven.
— Eg skal nú gefa ykkur samband
við hinn enska ráðgjafa. Andar-
tak . .. Hann kinkaði kolli til loft-
skeytamannsins sem hreyfði stilli á
borði sínu.
— Halló, London Airport! Halló,
London Airport, endurtók hann.
— London Airport, Turner flug-
stjóri, heyrðist fjarlæg rödd í há-
talaranum.
— Hafið þér fengið allar upp-
lýsihgar varðandi flug 714?
— Ég veit það sem ég þarf.
Þakka ykkur fyrir, Marseille!
— Þá gef ég ykkur samband við
714! Allt í lagi? Yfir!
Enn einu sinni kallaði Treleaven
á 714. — Þá er sambandið tilbúið,
Spencer! Turner flugstjóri er nýi
verndarengillinn ykkar. Nú get ég
ekki betur gert en að óska ykkur
góðrar ferðar og giftusamlegrar
lendingar! Ég vona, að við hittumst
einhvern tíma undir skemmtilegri
kringumstæðum.
— Það er aldrei að vita, heyrð-
ist rödd George í hátalaranum. —
En varla í sambandi við flug. Ég
ætla ekki að snerta á flugvélastýri
framar, ef mér tekst að sleppa úr
þessu.
Treleaven kreisti fram hlátur. —
Maður ætti aldrei að segja aldrei,
Spencer! Jæja, nú skipti ég yfir á
London Airport. Gleymið ekki flug-
hraðanum og stefnunni. Og ennþá
einu sinni, giftusamlega lendingu,
Spencer flugstjóri.
Með söknuði og óhug heyrðu þau
rödd Treleaven hverfa. Hann hafði
verið þeirra von. Hið eina samband
þeirra við venjulegan umheim.
Rödd Turner barst til þeirra, dauf
fyrst, síðan með meiri styrk. Hann
var glaðklakkalegur. Næstum kát-
ur.
— Turner hér! Halló, 714. Heyr-
ið þið skýrt og greinilega til mfn?
— Við heyrum skýrt og greini-
lega, flugstjóri.
— Gott kvöld! Fyrst skulum við
bera saman klukkurnar. Nú er mín
klukka nákvæmlega tuttugu og eina
mínútu gengin í tvö. Kemur það
heim við klukkurnar ykkar?
— Kemur heim flugstjóri.
— Gott. Við höfum reiknað flug-
tímann hingað. Þið eigið að vera
komin hingað klukkan 3.36, það
er að segja eftir tvo tíma og tutt-
ugu og eina mínútu. Það þýðir, að
við höfum nógan tíma. Ég frétti
hjá Treleaven, að yður fer mjög vel
fram, Spencer! Hvernig líður yður
núna?
— Ágætlega, miðað við kringum-
stæður, svaraði George og gretti
sig.
— Og veiku farþegunum?
— Illa. Doktor Fellman segir, að
ef þeir komist ekki á sjúkrahús hið
fyrsta, verði ekki hægt að bjarga
þeim.
— Við höfum góð sjúkrahús hér
í London. Það er þegar búið að
panta sjúkrarúmin. Og það er gott
veður hér. Lendingin kemur til með
að ganga létt eins og í dansi.
— Þér eruð bjartsýnn, flugstjóri.
Allt í lagi. Þá segjum við það.
Lendingin kemur til með að ganga
eins og í dansi.
— Gott, sagði Turner. — Og höld-
um nú áfram með námið. Við byrj-
um með því að fara yfir eldsneytis-
mælana . . .
Meðan Turner f London bað um
og fékk stöðuna á hinum ýmsu
mælum, opnuðust dyrnar fram í
flugklefann og Doktor Fellman kom.
Hann lokaði dyrunum vandlega á
eftir sér og kraup síðan á kné við
hlið hinna meðvitundarlausu flug-
manna. Hann rannsakaði þá vand-
lega. Dunning flugstjóri hafði að
nokkru leyti velt ofan af sér tepp-
unum og lá með hnén dregin upp-
undir höku og stundi lágt. Pete
virtist algjörlega meðvitundarlaus.
Læknirinn vafði teppinu vand-
lega utan um þá og þurrkaði þeim
í framan með pappírsþurrku. Hann
sagði ekkert við Spencer eða Janet.
sem bæði höfðu nóg að gera, sem
flugmaður og loftskeytamaður.
Hann fór aftur inn í farþegaklef-
ann.
Þegar hann kom þangað, hikaði
hann aðeins og horfði aftur eftir
vélinni. Allsstaðar lágu veikir far-
þegar undir teppum. Nokkur hluti
þeirra stundi og hreyfði sig með
krampakenndum kippum. Aðrir
voru grafkyrrir. Sumir virtust ekki
einu sinni anda lengur. Sterk upp-
sölulykt ríkti í klefanum. Þeir far-
þeganna, sem voru heilbrigðir, voru
í einskonar taugaáfalli. Hendur
gripu eftir Fellman. þegar hann
gekk aftur eftir ganginum en hann
sleit sig lausan. Ungur maður reis
úr sætinu sínu og horfði skömm-
ustulegur á lækninn.
— Ég hagaði mér heimskulega,
muldraði hann. — Ég mun ekki end-
urtaka það. Get ég orðið til nokk-
urrar hjálpar?
— Okkur er mest hjálp í því, að
þér séuð rólegur og reynið að koma
VIKAN 41. tbl.