Vikan

Útgáva

Vikan - 14.10.1965, Síða 50

Vikan - 14.10.1965, Síða 50
APPELSÍN SÍTRÓN L I M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili — Það þykir mér líklegast. Þögn. Komumaður við baukinn: — Þau eru öll búinn að koma sér vel fyrir þarna, krakkarnir? — Svo er það að skilja. — Jehó. (þögn) Það er náttúr- lega ekki við það að keppa svo sem. — Onei. — Breyttir tímar. — Ojá, það er svo að sjá. Og haustkulið heldur áfram að gæla við kindurnar í réttinni. Ofan brekkuna kemur hópur unglinga hlaupandi í dinglandi blá- um gallabuxum, frá skelltum dross- íudyrum. Lítil stúlka með flaksandi skálmar og logagylltan hvirfilvind um kollinn hleypur uppá vegginn, lítur yfir réttina. Augun hennar loga er hún segir við vin sinn: — Gvuð. En tru-ukk hérna. í kvöld er bítlaréttaball í Félags- heimilinu. Sómar sjá um fjörið. Myrkur. Við félagsheimilið er þegar fjöldi bíla. Og á þjóðveginum blika Ijós- vendir þeirra í endalausri röð. Ljós og háreysti flæða villt útum glugga byggingarinnar. Þeir eru byrjaðir að mússísera: Je-je and a je-je. Og ég stend dolfallinn úti á bíla- stæðinu og undrast hversu líkt þetta er: Me-me and a je-je. Ég undrast hvað það er í þessum ungu piltum með hárið sitt prúða og fullorðinslega fyrirlitningu í for- frömuðum augum, sem veldur því að mér finnst ég aftur vera ungur drengur, yfirþyrmdur af jarmi slát- urlambanna í réttunum. Þau voru komin aftur af fjöllunum, vaxin og sjálfstæð, — maður varð feiminn við þau, — en kölluðu þó svo ákaft á móður sína í réttinni. Er í mannheimi upprunnin slát- urtíð? Hversvegna gráta börnin svo í söng sínum? Ó menn. Mikil eru yðar örlög. Fólk streymir í salinn. Það eru fyllibyttur í leit að fylleríum, slags- málamenn í leit að óvinum, gæjar í skvísuleit, skvísur í gæjaleit, og túristar í leit að íslenzkri menningu. Það er lítið um sveitamenn á réttaböllum. Því minna um sauð- fé. Það er líka einsog það á að vera. Það eru sjaldan til sýnis í kastljósum þær hógværu verur sem líf vort grundvallast á. Hvern ættum við þá líka að rýja og éta? Fljótið heyrist ekki lengur. Hann hefur dregið uppá sig myrkrið. Jón bóndi í Holti hefur rekið heim fé sitt í síðasta sinn. — Mikill kindamaður Jón. Jarmur þess er horfinn f nóttina. Og ég stend einn eftir undir hús- gaflinum og hlusta á annað af lyk- ilhljóðum vors kölnarvatnsborna Iffs: — Je. Je-je. ★ Gerlð góða rétti úr pylsum Hægt er að t)úa til marga skemmtilega rétti úr pylsum — svo framarlcga sem pylsurnar eru góðar, en pví miður er pað nú ekki það algcngasta hér á landi. En náist í bragðgóðar pylsur fara hér á eftir nokkrar uppskriftir. Búið til gott kartöflumós — hafið þið annars reynt þetta í pökkunum, scm ekkert þarf að gcra við annað en hræra það út í heitri mjólk og bæta smjör- Iíkinu í? Setjið mósið á fat, skerið pylsurnar eftir endilöngu, en ekki alvcg í sundur að neðan, og lcggið þær ofan á kartöflumósið. Fyllið þær með ein- hverju af því, sem hér fer á eftir, og bakið svo í ca. 250 gr. heitum ofni í 5 — 10 mín. Fyllingarnar: SÚBKÁL MEÐ SVESKJUM. 2 laukar, 2 matsk. matarolía, V2 dós súrkál, 4 sveskjur. Flysjið og saxið laukinn og brúnið hann ljósbrúnan í olíunni. Blandið súr- kálinu saman við og látið sjóða undir Ioki svolitla stund, en bætið svo sveskj- unum I, sem skornar hafa verið í lengjur. Fyllið pylsurnar með þessu. LAUKUR OG OSTUR. 2 laukar, 2 matsk. matarolía, 4 — 6 þykkar sneiðar af 45% osti, svolitið smjör eða smjörlíki, paprika. Flysjið laukinn og skerið í þunnar sneiðar og steikið þær i olíunni. Leggið þær á pylsurnar. Skerið ostinn í litla þríhyrnda bita og raðið þeim ofan á pylsurnar og stráið paprikunni yfir. PÚRRA MEÐ EGGI. 2 egg, 4 matsk. hvciti, 4 púrrur, 3 matsk. olía, salt, sellerisalt, cayennepipar, worcestershircsósa. Hrærið saman eggin og hveitið, skerið púrruna langsum og síðan í litla bita og sjóðið hana (ekki brúnið) í olíunni og setjið saman við eggjablönduna. Bætið kryddinu í cftir smekk, en hafið fyllinguna vel sterka á bragðið. TÓMATBAUNIR. 50 gr. spekk, 2 laukar, selleribiti, salt, caycnnepipar, bakaðar baunir í dós, graslaukur. Bræðið spekkið í potti með þykkum botni og brúnið laukinn og selleríið, sem skorið hefur verið i litla bita, f feitinni. Hellið baununum út f og kryddið. Fyllið pylsurnar og stráið graslauknum yfir eftir að rétturinn kemur úr ofn- inum. EPLAKARRÝ. 2 laukar, 3 matsk. olia, 2 epli, 1 matsk. heitt vatn, salt, sítrónusafi, karrý, franskbrauð, smjör cða smjörlíki. Flysjið laukinn og skerið í þunnar sneiðar og steikið í olíunni. Skerið eplin í litla bita og bætið þcim í ásamt vatninu og látið sjóða f 5 mín. Kryddið og fyllið pylsurnar. Skerið franskbrauðið f mjög smáa bita og steikið þá f smjör- inu og stráið sfðan yfir fylllnguna. GÓÐOSTUR MEÐ PAPRIKU. 4 dósir góðostur, salt, paprika, 1 grænt piparhulstur. Ilrærið ostinn vel og kryddið með salti og papriku. Skerið piparhulstrið í litlar ræmur (takið frækornin úr) og blandið í ostinn. S VEPPAF YLLIN G. 200 gr. ostur. 200 gr. sveppir, 8 tsk. súr rjómi eða súrmjólk, paprika. Skerið ostinn í litla tcninga. Sjóðið sveppina í smjöri og hcllið safanum frá að mestu leyti. Blandið saman ostinum, svcppunum og súra rjómanum og straið papriku yfir, Nota má sveppi úr dós, en hella þá safanum af þeim. fJQ VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.