Vikan

Eksemplar

Vikan - 02.12.1965, Side 11

Vikan - 02.12.1965, Side 11
kynslófSunum, grýlusögur hundr- að mæðra og formæðra í beinan kvenlegg til að hræða ósynda krakka frá feigðarhyljum, upp- runnar þar sem vatnahestar og krókódílar földust í sefinu. Fyrir kom að Runólfur sagði mér ævisögu sína heila nótt án Dess að minnast á sér náskyldari mann en Nebúkadnesar, — í önn- ur skipti vék hann lítillega að sjálfum sér: „Ég var gormæltur fæðingar- hálfviti, en gæddur sæmilegri sjón og heyrði ágætlega“. Þetta er eitt af því fyrsta sem ég skrifaði eftir Runólfi heitnum Péturssyni um hann sjálfan. Þeg- ar ég gaf í skyn að þetta fynd- ist mér ágætt upphaf á bók um guðspjallamann íslenzkrar jafn- aðarstefnu, sagði hann mér að fara til fjandans en hélt þó á- fram og sagði: „Vegna málheltinnar tókst ég á hendur furðulegustu verk, lá úti og skreið með veggjum til þess að forðast fólk en langaði þó til einskis meir en tala við það. Ekkert óttaðist ég meir en stríðni, enda er hún voðalegur glæpur. Fyrir henni átti ég mest athvarf hjá Þóru ömmu minni, sem stuggaði frá mér öllu illu. Hún þæfði mig í ofurást og rækt- aði í mér aumingjaskap undir verndarvæng sínum“. Það voru kynstur sem ég skrif- aði eftir honum, en vegna þess hve ítarlega hann fór út í for- söguna entist honum ekki aldur til að gera samtímasögunni nægi- lega góð skil. Þó á ég margar vélritaðar blaðsíður um feimna drenginn á Geirastöðum sem var svo kverkmæltur að hann spil- aði á orgel. „Auk þess fannst mér ég vera svoddan skrípi í öllu ytra sköpu- lagi að ég undraðist gæzku for- eldra minna og systkina að þau skyldu ekki skammast sín fyrir mig og umburðaryndi annarra Tungumanna að þeir skyldu ekki drekkja mér í mógröf. Þá bjuggu eintóm valmenni í Hróarstungu, Mesópótamíu íslands — landinu milli fljótanna. Næstir á eftir ömmu minni voru það hundarnir á Geirastöðum sem áttu trúnað minn, þeim sagði ég frá eymd minni með átakanlegum orðum, þrábað þá að hafa við mig stakkaskipti og bauð lundabagga í milli“. Hann var sem sagt haldinn töluvert sárri minnimáttarkennd. í bernsku lærði hann ljóð góð- skáldanna en þau hljómuðu eins og hrafnakrúnk af vörum hans svo að hann þuldi þau í hljóði inn í burnirótarbrúsk í Steindep- ilsklettum fyrir ofan Geirastaði. Þegar hann kom þangað næst var burnirótin sölnuð. Fermingarár- ið sitt varð hann ástfanginn í Viktoríu Hamsuns. Hann lærði söguna utan að en fyrir gor- mælskusakir þorði hann ekki að ræða þessa dásamlegu bók við nokkurn mann og munaði minnstu að hann spryngl utan af öllum þeim háleitu og angur- blíðu hugsunum, sem hún vakti innra með honum. Einu sinni hafði hann leitt þau sér við hönd heilan dag, Viktoríu og Jóhannes son malarans, er hann mætti vini sínum, Bergi Jónssyni sem nú er óðalsbóndi á Ketilsstöðum. Þeir mættust svo snögglega og leiðslan var svo djúp að feimn- in náði ekki að renna nógu snöggt á hann og hann anaði út í tilraun til að tjá viðkvæman hug sinn með orðum, en brast svo kjark þegar í fyrsta eða öðru erri og klæmdist i staðinn. „Það var óskaplegt skipbrot. Ég lagðist skælandi ofan í lyng- ið þegar Bergur var farinn og eftir það þorði ég aldrei að leiða Viktoríu í dagdraumum mínum“. Þegar aldur leyfði fann hann upp á þvi að drekka brennivín við feimninni með slíkum ágæt- um að þá mælti hann nær ein- göngu í Ijóðum góðskáldanna en af slíkum tjáningarofsa að stuðl- arnir kyrktust í kverkhaftinu en endarímið týndist í ekka. Skapanornir sinntu ekki þeirri bón Runólfs Péturssonar að breyta honum í smalahund, — en þær léttu af honum gormæl- inu með einhverjum furðulegum hætti sem þeim er lagið og gerðu hann að einum af snjöllustu Eortölumönnum verkalýðsbarátt- annar; meinfyndnum og orð- Framhald á bls. 70. VIKAN JÓLABLAÐ í bernsku lærði hann ljóð góðskáldanna en þau hljóm- uðu eins og hrafnskrúnk af vörum hans svo að hann þuldi þau í hljóði inn í burnirótarbrúsk í steindepils- klettum fyrir ofan Geirastaði. Þegar hann kom þangað næst var burnirótin sölnuð. Fermingarárið sitt varð hann ástfanginn í Viktoríu Hamsuns. Hann lærði söguna utan að, en fyrir gormælsku- sakir þorði hann ekki að ræða þessa dásamlegu bók við nokkurn mann og munaði minnstu að hann spryngi utan af öllum þeim háleitu og angurblíðu hugsunum, sem vöktu innra með honum. VIKAN 48. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.