Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 02.12.1965, Qupperneq 16

Vikan - 02.12.1965, Qupperneq 16
HEILÖG JÖL? & % X # % KAUPMANNAJÓL » » » ? GJAFAJÚL? * * * * * MATARJQL? * % % * ENGIN JÖL? # jfe » » # # GÖMUL OG GÖÐ JÚL? * * # » * * SPURNINGIN, SEM HÉR VERÐUR SVARAÐ, ER ÞESSI: HVERNIG MYNDUÐ ÞÉR LEGGJA TIL, AÐ ÞJÓÐIN HAG- AÐI JÓLAHALDI SÍNU, EF ÞÉR VÆRUÐ í ÞEIRRI AÐSTÖÐU AÐ GETA RÁÐIÐ ÞVÍ? Gleðileg jól! í nærfellt 1000 ór hefur þessi fagnaðarkveðja hljómað á Islandi, og mun því nær það eina, sem haldizt hefur óbreytt frá því að jól voru fyrst haldin hér í kristnum sið, og þó má búast við, að þeir sem blótuðu og átu h!'ossakjöt á laun meðan þeir voru að sætta sig við þá tl.hugsun að Oðinn væri ekki yfirhöfuð alls, hafi ekki kunncð þetta orðatiltæki. Meðan minnst breyting varð á lífi þjóðarinnar á þeim myrku miðöldum, sem margir líta nú til með söknuði af því þeir þekkja þá tíma ekki nema í blámóðu fjarsk- ans af sögusögnum, var jólahaldið einnig í föstum, fá- breytilegum skorðum, en þó uppljómun í miðsvetrar- myrkrinu, sem hlakkað var til allt árið, og varla var svo aumt heimili til, að ekki væri reynt að gera þá einhvern dagamun. En nú er öldin önnur. Frá síðustu aldamótum er allt orðið svo breytt með þjóð og landi, að jafnvel íslenzk- ustu Islendingum, svo sem Jóni Sigurðssyni og hans fylgi- mönnum myndi finnast þeir útlendingar í landinu, væri þeim blásið Iff í nasir nú að nýju. Við höfum í flestu tekið upp nýja siði og nýjar venjur, f jólahaldi sem iðru. Framhald á bls. 79. Séra ÓLAFUR SKÚLASON Ég vona nú satt að segja, að aldrei komi til þess, að einn maður geti ráðið, hvernig jólahaldi verður hagað á landi hér. Og hreint engan áhuga hef ég. á því að kveða upp úr með það, hvort heldur .neyta skuli steiktra rjúpna, hangikjöts eða einhvers enn annars á jóladag. Ekki sé ég heldur neinn greinarmun á því, hvort skipzt er á gjöfum á aðfangadagskvöld eða jóladagsmorgun. En er það ekki tilfellið, að mat- ur og gjafir með svolitlu trúarívafi, sem fæst með kirkjugöngu, sé helzta einkenni jólahaldsins? Væri þess aftur á móti kostur að hjálpa fleirum til þess að öðlast þakk- lætiskennd fyrir fæðing hans, sem ,,var í jötu lagður lágt, en ríkir þó á himnum hátt", leiða þá til trúar á hann og hollustu við hann, þá mundi ég fagna því. Svar mitt við spurning- unni er því ekkert svar, því miður, aðeins bæn um, að sem flestir megi eiga sönn jól og þar með gleðileg jól. HULDA JENSDÓTTIR, I jósmóðir Hamingjan góðal Hrædd er ég um að ég geti ekki svarað þessari spurningu, einfaldlega vegna þess, að ég hefi aldrei hugsað um málið frá þessari hlið, og því sfður dottið í hug, að ég gæti nokkru þar um þokað. Eg minnist jólahátfðar á bernskuheimili mfnu fyr- ir mörgum árum. Við börnin hlökkuðum mikið til jólanna, eins og barna er siður. Samt vissum við það vel, að við mundum ekki fá neinar jólagjafir, og að við mundum ekki heldur geta gefið neinar gjafir. Það var hryggð f barnshuganum en um leið tilhlökkun. Ég fylgdist með þvf af aðdáun hvern- ig móðir mín f vanmætti, bæði vegna heilsubrests og vanefna, undirbjó jól- in. Svo rann hin lang- þráða stund upp, allt var hreint, fágað og hlýtt. Jú, við fengum pakkai Hvílík eftirvænting! [ mínum pakka var fallegur vasa- klútur, kerti og spil. Hví- líkur fögnuður. Hjartamitt svall af þakklæti. Ég var fullkomlega hamingju- söm! Kvöldið leið. Við sungum saman, töluðum um hann, sem hafði fæðzt í f járhúsi og verið lagður f jötu, og nutum þeirra Fraxnhald á bls. 51. STEFÁN M. GUNNARSSON, bankamaður Það er stórt orð Hákot. Það er mikill fjöldi fólks, sem samanstendur að heilli þjóð, þótt þjóðin sé smá. Það verður þvf allt- af ofvaxið mér og öllum öðrum að stjórna því hvernig heil þjóð hagar jólahaldi sínu, en væri ég kóngur í ríki mínu og gæti ráðið öjlu um hegðun þegna minna, þá skyldi ég segja þeim ýmislegt um jólin. f fyrsta lagi myndi ég segja þeim hversvegna við höldum jól. Ég myndi segja þeim að jólin væru ekki bara fyrir börn held- ur miklu fremur fyrir þá fullorðnu. Ég myndi segja þeim að gefa engar jóla- gjafir, nema til heimilis- fólksins og náinna ætt- ingja erlendis, en jafn- framt að senda vinum og kunningjum jólakort. Ég myndi segja þeim að gæta þess að enginn lægi úti né væri svangur um jólin . . . Ég myndi segja þeim að þeir mættu ráða því sjálfir hvað þeir hefðu f matinn en það væri há- tíðlegt að hafa alltaf það sama á aðfangadags- kvöld og ég myndi segja þeim að fara til kirkju, Framhald á bls. 79. Jg WSAK 48. tW.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.