Vikan

Issue

Vikan - 02.12.1965, Page 84

Vikan - 02.12.1965, Page 84
- Stillið á lit og saumið - Það er þessi einfalda nýjung, sem kölluð er „Colormatic", sem á skömm- um tíma hefur aukið vinsældir HUSQVARNA 2000 til stórra muna. Beinn saumur, hnappagöt, blindfaldur og úrval HUSQVARNA heimilistæki, saumavélar o. 11. mynztursauma er hægt að velja með einu hand- eru Þekkt hér á landi í yfir 60 ár. Hafa nafninu taki. Þar sem það er sýnt á greinilegan hátt, hér sem annarstaðar stöðugt vaxið vinsældir. í litum, á „saumveljara". Ef þér komizt ekki til að kynna yður vélina, sendum við yður sölumann heim eftir lokun. Vinsamlega hringið og leitið upplýsinga. ■ m GUNNAR ASGEIRSSON H. F. Suðurlandsbraut 16 - Reykjavík - Símnefni: „Volver" - Sími 35200 er búið, þó skal ég sýna þeim. McLaren leit á hann. Jafnvel hálfdrukkinn var hann vökull eins og hlébarði á veiðum. — Aye, sagði McLaren. — Þú skalt sýna þeim. Frá hofinu bárust hlióðpíputónar og McLaren klöngraðist á fætur. — Þetta eru pungarnir, sagði hann. Craig hikaði. í þorpinu var ekkja, sem svaf hjá honum, veitti honum ánægju, vín og tilsögn í ítölsku fyrir fáeinar sígarettur. Hinsvegar hafði MvLaren gefið honum hug- myndir, markmið í lífinu, og hann var þakklátur. Það myndi ekki skaða að líta á helvítis pungana. Þeir gengu gegnum búðirnar eftir troðnum gangstíg, sem sólin hafði þegar harðbakað. Hópur skozkra hermanna sat umhverfis og horfði á, sötrandi sikileysk vln, og í miðj- um hópnum var pilsklæddur hljóð- pípuleikari og lék, meðan sex pils- klæddir menn dönsuðu með alvöru- þunga. Hópurinn klappaði ekki né hróp- aði; þeir voru of flæktir tilfinninga- lega í það sem fram fór. Þeir sátu aðeins og gleyptu þetta í sig; skræk- an dapurleik pípunnar og mennina, sem dönsuðu með stoltri, karl- mannlegri fegurð. Einhver dró fram tvö sverð og drengur á aldur við Craig dansaði frumsaminn sverð- dans,- svo þokkafullan og fullan af orku, að McLaren andvarpaði upp- hátt. — Allt þetta hverfur líka, sagði hann. — Þetta er endir menningar- innar. Ef til vill er þetta I síðasta skipti, sem þú færð að sjá stríðs- menn dansa. — Til hvers? spurði Craig. — Til hvers vilja þeir vera að dansa? — Vegna þess að það er list, sagði McLaren. — Ach! það getur vel verið, að þeim geðjist ekki að orðinu, en það er það nú samt. List. Hluti af lífum þeirra. Allir hér eru að dansa. Hann horfði á þennan eina, dansandi mann. — Þeir voru að berjast í Catania, sagði hann. Hljóðpípuleikarinn hætti og dans- maðurinn tók upp sverðin. Að þessu sinni klöppuðu áhorf- endur og hrópuðu. Annar dansmað- ur gekk fram, en hljóðpípuleikar- inn hristi höfuðið, hann hafði þeg- ar kreppt höndina um háls vín- flösku. McLaren stóð upp og dró Craig á eftir sér. — Komdu með mér, sagði hann. — Ég skal sýna þér meir deyjandi menningu. Framhald í næsta blaði. Iieyndu að ðorða svolítið af hessu, vantar jólagjöf handa litlum Gús'ti minnÞriggja ára gullf iski . . . . VIKAN 48. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.