Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 22
Hrólfur gaf drengnum bendingu, greiddi blaðið og lagði það á borðið fyrir framan sig. Dauðaslys í morgun - stóð þarna feitletrað á fremstu síðu ANGEUOIIE um. Allir höfðu þegar fengið stóra skál af súpu. Fyrst útbýtti hún brauðinu. Mæðrunum, sem hún þekkti, gaf hún auk þess bita af svínakjöti eða pylsu, sem myndi endast fjölskyldum þeirra nokkra daga. Þarna voru nokkur ný andlit. Ef til vill höfðu ein- hverjir hinna gömlu orðið leiðir á að koma, af því þeir höfðu ekki séð hana svo lengi. Jafnvel betlarar hafa tilfinningar. Hún kraup á kné til að þvo fætur konu með ígerð, en konan hélt á kjökrandi barni i kjöltunni. Andlit konunnar var hörkulegt og eins og meitlað í stein, og það var eitthvað við varir hennar, sem Angelique fannst hún þekkja. — Langar þig að biðja mig um eitthvað? Konan hikaði. Hundur, sem hefur verið barinn til að þegja, getur stundum verið ögrandi. Hún hélt barninu fram með stirðiegum hand- tökum, og Angelique skoðaði það. Aftan á hálsinum hafði það opin sár, og í tveimur þeirra var gröftur. — Það verður að laga þetta. Konan hristi höfuðið, ákveðin í bragði. Gamall krypplingur að nafni Harðabrauð kom henni til hjálpar. — Hún vill láta konunginn snerta það. Þér þekkið konunginn. Segið henni, hvernig hún á að fara að. Angelique strauk dreymin með fingurgómunum um enni barnsins. Það hafði lítið, skrýtið nef, og augu eins og í hræddum þresti. Fá kon- unginn til að snerta það? Hvers vegna ekki? Síðan á dögum Klóðviks, hins fyrsta kristna konungs Frakka, hafði hinn heilagi hæfileiki til að lækna kýlapest, fylgt konungum Frakklands. Guð hafði fært þeim þennan hæfileika í liki heilagrar olíu, sem kraftaverkadúfa hafði komið með af himnum í glerflösku, hinn fyrsta krýningardag. Sagan var sú, að þegar Léonicet, hirðsveinn Kloðviks, fékk kýiapest, hafði engill nokk- ur birzt Kloðvíki og snert háls þjóns síns. Þegar hann gerði svo, fann hann með gleði, að hann læknaði sinn trygga þjón. Alla tíð síðan höfðu konungar Frakklands erft þennan einstæða hæfileika og verið um- kringdir af fólki, alþöktu kýlum. En enginn konunganna hafði vanrækt skyldu sina, Lúðvík XIV allra sizt. Næstum á hverjum sunnudegi, í Versölum eða Saint-Germain, eða í hvert skipti, sem hann kom til Parísar, tók hann á móti sjúkum. Á einu ári snart hann meira en fimm- tán hundruð og var það sagt, að hann hefði læknað marga. Angelique sagðist halda, að það þyrfti að tala við lækni konungsins, þar sem það væri hann og aðstoðarmenn hans, sem rannsökuðu hina sjúku, áður en þeir gengju fyrir konunginn. Vagn flutti þá til Versala, þar sem athöfnin var oftast haldin. Hún ráðlagði konunni að koma aftur í næstu viku, þá skyldi hún hafa reynt að ná tali af Vallet, lækni kon- ungsins, sem var viðstaddur borðhald hans á hverjum degi. Betlararnir, sem höfðu verið að hlusta á samtalið. Báðu hana hver I kapp við annann: — Madame, okkur langar að konungurinn snerti okk- ur. Mdame, viljið þér biðja þess fyrir okkar hönd. Hún lofaði að gera sitt bezta. Á meðan lagði hún bakstur með græn- um vökva, sem læknir hennar hafði ráðlagt, við sár barnsins. Harðabrauð var einn af fastagestum hennar. Árum saman hfði hann komið til Hotel de Beautreillis til að láta Angelique hreinsa sár sín og þvo fætur sínar. Hann sá engan tilgang i því, en leyfði henni að gera það, úr því hún endilega vildi. Hann muldraði sérhvert sinn í gráan skeggflókann um pílagrímsgöngu, því hann vildi ekki láta álíta sig venjulegan betlara. Hann sagði henni frá öllum ferðunum, sem hann hafði farið til hins heilaga skríns, og sýndi henni hörpudiskana í hatt- inum, og talnaböndin, sem hann hafði komið með aftur, og bjölluna á enda pilagrímsstafsins. Þessar ferðir höfðu ekki leitt hann langt út úr íle-de-France, en hann þekkti þar hvern kastala, jafnvel hinn minnsta, og sem reyndur betlari kunni hann allar leiðir til ölmusugjafa. Þar sem konunginum þóknaðist ekki að búa í París, voru hinir hæst settu að byggja sér ból hér og þar utan borgarinnar, og reyndu að feta í fótspor meistara síns i stíl og iburði, í garðagerð, með því að leggja gangstiga gegnum skóga og planta appelsinulundum og koma fyrir hundruð gosbrunna. Þetta kom sér allt saman vel fyrir Harðabrauð. Haltrandi kjökrandi, betlandi, eins og heilagur Roch, flæktist hann á götunum og notaði sér endalausa vegaumferðina til að fá að sitja í. Harðabrauð dæmdi hina stóru eftir eldhúsum þeirra. Það var ekkl verri mælikvarði en hver annar, og Angelique hafði gaman af vaðlinum: í honum. — Hvaða sögu hefurðu handa mér í dag, Harðabrauð? spurði hún. — I morgun, sagði krypplingurinn, — var ég að koma hingað gangandi frá Versölum. Það er alltaf gott að ganga. Allt í einu byrjar hundur- inn minn að gelta, og ræningi kom út úr skóginum. Ég þurfti ekki að líta nema einu sini á hann til að segja við sjálfan mig: — Þetta er glæpamaður! En heldurðu, að ég hafi orðið hræddur? Óekkí! Hann kom til mín og sagði: — Þú átt brauð. Gefðu mér bita og ég skal gefa þér gull. — Sýndu mér það fyrst, sagði ég. Hann tók upp tvo gullmola. Ég gaf honum allt mitt brauð fyrir þá. Svo bað hann mig að vísa sér leið til Parísar. — Það vill nú svo til, að ég er að fara þangað líka. Vínsali einn var að fara fram hjá mér með tómar tunnur í vagninum, og tók okkur báða með af glöðu geði. Á leiðinni töluðum við saman, og ég sagði honum, að ég þekkti alla I París. Sérstaklega aðalsfólkið og allar helztu stofnanirnar. — Mig langar til að hitta Madame du Plessis-Belli- ére, sagði hann. — Það vill nú svo til, að ég er að fara þangað líka,, sagði ég. — Hún er eini vinur minn, sagði hann. Angelique hætti Þar sem hún var komin, að búa um sár gamla mannsins. — Þú ert að spinna þetta upp, Harðabrauð. Ég á enga vini meðal ræningja skógarins. — Ég er bara að segja yður það, sem hann sagði, sagði Harðabrauð. — Ef þér trúið mér ekki, spyrjið þá hann. Hann er hérna. — Hvar? Framhald á bls. 30. Hrólfur, afgreiðslumaður við Bifreiðastöðina Geysi, sat við borð í veitingastofunni að Laugavegi 28, og ætlaði að fara að hella kaffi í bollann sinn, þegar lítill blaðasölu- drengur kom inn í salinn óg hróp- aði: — Vísirl Vísir! Slys við höfnina. Leigubílstjóri drukknar. Hrólfur gaf drengnum bendingu, greiddi blaðið og lagði það ó borð- ið fyrir framan sig. — Dauðaslys í morgun, stóð þarna feitletrað á fremstu síðu blaðsins. — Klukkan 6 í morgun var leigubifreið ekið með ofsa- hraða fram á hafnargarðinn hér í Reykjavík, skipti engum togum, að hún skall í sjóinn, og sökk til botns. Bifreiðinni hefur verið náð upp með aðstoð kafara og reyndist lík eins manns í henni. Hinn látni var leigu- bifreiðastjórinn, Már Magnússon, búsettur hér í bæ, 23 ára að aldri, og var bifreiðin eign hans. Að- standendum hefur verið tilkynnt þetta sviplega slys. Hrólfur ýtti blaðinu frá sér og starði fram í salinn án þess að sjá. Már, Már var dáinn. Skyndilega var eins og dimmdi yfir kaffisaln- um, skugga brá fyrir á svip fólks- ins og vart heyrðust raddir né glam- ur í bollum. Már, gat þetta verið Már, hugs- aði Hrólfur og starði fram fyrir sig. í gærkvöld var veður hið fegursta, enda miður ágúst, og vakt Hrólfs lauk klukkan tólf um kvöldið. Már hafði ekki sett númerið sitt á prjón- inn, en sat inni í biðsal og færði til taflmenn á borði. — Ert þú ekki að aka í kvöld, Már, hafði Hrólfur sagt, þegar hann kom fram úr af- greiðsluklefanum, eftir að hafa ver- ið leystur af af næturverðinum. — Nei, ekki í kvöld, svaraði Már hressilega. — Eg tók mér fri og ég hef eiginlega verið að bíða eftir þér. Viltu ekki ganga með mér hérna upp á Arnarhólstúnið, eða ertu orðinn þreyttur eftir allt síma- orgið í dag? — Nei, ég er ekki vitund þreytt- ur og er alveg óbundinn í kvöld, svo ég skal gjarna ganga með þér. — Jæja, það er gott, sagði Már. — Þú ætlar þá ekki á ball, þótt föstudagur sé. Gott og vel, við göngum. Þeir héldu upp á Arnarhólstún- ið, sem var nýslegið; heyið lá í Ijánum, grænt og angandi og ilm- urinn vakti minningar hjá þeim, sem drógu fram í hugann, sumar- myndir að norðan, því þaðan voru þeir báðir. Komnir í bæinn fyrir nokkrum árum. — Hey, sagði Már, — alltaf líður imanni vel í nýslegnu heyi. Hér skulum við leggjast, við burstum ibara af okkur stráin á eftir. Hey, rétt eins og við værum ungir dreng- ir aftur og erum þó 23 ára, jafn- aldrar á þessu herrans ári 1942. Eða er þetta ekki rétt hjá mér, að þú sért líka 23 ára? — Ég verð það í október í haust, svaraði Hrólfur, — og ég er sama sinnis og þú. Það liggur við, að mig langi ( heykast eins og í gamla daga heima. En lítum í kringum okkur. Óvíða er jafn fagurt eins og í Reykjavík á svona kvöldi. Sjáðu himininn í vestri. Hann glóir eins og gull og litar sjóinn langa vegu. Og Esjan, sjáðu hún er blá og hrein eins og lítil stúlka í fyrsta alvörukjólnum sínum. Og Snæfells- jökull, bergrisinn hvíti, er nú stráð- urgimsteinum kveldroðans. Og hús- in hvað þau eru rólyndisleg og fólkið vinalegt og glaðlegt á göt- unum. Þetta er að sumu leyti eins og heima, en þar eru fjöllin í fjar-' lægð eins og þöglir verðir djúpsins að norðan, en fjörðurinn mjór og langur, og beggja vegna lágir lyng- grónir hálsar. Þar var sólarlagið eitthvað svo fjarrænt og heillandi. Ég hugsaði mér alltaf kóralborgir niðri í sjónum. Þegar sólin var sigin til viðar, vafði kvöldrökkrið silkislæðum sfnum um allt umhverf- ið. — Þú ert bara skáldlegur í lýs- ingum, Hrólfur, sagði Már. — Þar, sem ég átti heima var breiður dal- ur, og langt til sjávar. Á rann eftir miðjum dalnum, en bærinn stóð undir holti og bar nafn þess. Þarna átti ég heima í 20 ár, eða rúmlega það, með móður minni, sem var vinnukona á bænum. Faðir minn dó, áður en ég fæddist og systkini átti ég engin, aðeins fjarskylda ætt- ingja, sem ég hefi aldrei kynnzt. Hjónin á bænum áttu börn, en ég var sonur vinnukonunnar og átti ekki alltaf samleið með þeim. Þess vegna lék ég mér oft einn. Árin liðu og ég varð vinnumaður, og móðir mín dó, þegar ég var rúm- lega 20 ára. Þá átti ég ekki leng- ur heimili á Holti. Svo fór ég suð- ur, komst fljótlega í Bretavinnuna og síðan lærði ég akstur eins og þú veizt. Fegurð, jú víst hefi ég séð fegurð. Fjöllin heima, grundirnar og hestarnir. Blessaðir hestarnir, þeir voru beztu vinirnir mínir í sveitinni. Oft reið ég einn á kyrru kveldi á mósóttum hesti, sem ég átti og Skjóni hét. Þegar fuglarn- ir voru þagnaðir voru álfar í klett- unum. Móðir mín, fátæk vinnukona, varð rík og voldug í huga mínum, þegar hún sagði mér ævintýr og fór með Ijóð, en hún kunni þau ósköp af hvorutveggju. — Ég vildi ég gæti ort, þótt ekki væri nema eitt kvæði, aðeins eitt til móður minnar. Sérðu bókina, sem ég er með. Þetta er ný Ijóða- bók eftir Örn Arnar, sem heitir III- gresi. Ég keypti hana og er búinn að lesa hana. Þú mátt eiga hana, ef þú vilt núna lesa fyrir mig síðasta kvæðið í bókinni. Það heitir:'„Þá 22 VIKAN 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.