Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 2
í FULLRI HLVÖRU Munið efftir hinum margföldu pappfrs- og kolasíum En bragðlð bregzt ekki! LARK Þorláksblót Nú fer í hönd messa heilags Þor- láks, sem við, sú kynslóðin sem í bernsku mat jólavísur Jóhann- esar úr Kötlum til jafns við jóla- guðspjallið, tengdum ævinlega jólasveininum Kjötkróki. Þetta var stór dagur í þá daga, mesti verzlunardagur ársins og maður fékk að vera á stjái í bænum til miðnættis, vaðandi bombureyk og kínverja í mjóalegg að minnsta kosti og kom svo heim dauð- , þreyttur til þess að hlusta á jóla- kveðjurnar í útvarpinu, og enn þann dag í dag eru þær mér meiri jólaboði en auglýsingaösk- ur í útvarpi og blöðum og ann- arlegt dinglumdangl í búðar- gluggum og yfir götum. En svo þegar maður verður fullorðinn, kemur hnefinn í and- litið og manni verður ljóst, að fullorðna fólkið tignar ekki heil- agan Þorlák á jafn einfaldan hátt. Nei, nú skal ekki minna til en bergja skál hans í áfengi og því sterkara, þeim mun betra, svo nu má heita, að Þorláksmessa sé orð- in ein allsherjar fylliríis orgía. Hvað þær eru þar með orðn- ar margar, hinar sjálfsögðu fyll- iríishátíðir með okkar þjóð? Það eru áramótin, hvítasunnan, 17. júní, verzlunarmannahelgin og nú Þorláksmessan, þetta eru þær 5, sem ég veit um fyrir víst. Á Þorláksmessu á margur heimilisfaðirinn eftir að kaupa eitt og annað fyrir jólin og búa í haginn fyrir þau á ýmsan hátt. Þá er gjarnan haldið heilmikið brennivínspartý á vinnustaðnum, og mörgum er svo farið, að þeir eiga erfitt með að draga í land, þegar þeir hafa á annað borð smakkað það. Svo sá dagur er bókaður Bakkusi. Svo vakna menn skelþunnir og ómögulegir á aðfangadagsmorgun og eiga þá eftir að æða úr einum stað í ann- an til að reyna að bjarga mál- unum, og oft fer þannig, að þeir ná þeim ekki öllum í höfn. Svo jólin ganga í garð yfir hálf-væng- brotna menn, bláþunna og ó- mögulega. Látum nú vera, þótt menn ylji sér innvortis annað slagið. En er ekki lágmarkskrafa, að tíminn til þess sé að einhverju leyti val- inn? Er ekki hægt að tigna minn- J ingu heilags Þorláks öðruvísi? Ég minnist þess ekki, að hann hafi verið ýkja mikill brenni- vínssvelgur. Eða á maður að trúa hinu? Að þjóðin sé orðin svo gegnsós- uð af áfengishrifningu, að menn geti ekki hugsað sér að halda edrú aðfangadagskvöld, nema hafa tekið út rækilegt forskot á Þorláksmessu? S.H.H. 2 VIKAN 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.