Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 29
eykst notkun þeirra engu síður ört
í einkalífinu.
Ofangreindur fróðleikur er allur
fenginn frá Margréti Matthíasdóttur,
sem er eini útlærði hárkollumeist-
arinn á fslandi í dag, og það eru
hennar handverk, sem við sjáum á
höfðum leikaranna í musterinu við
Hverfisgötu. Margrét var fyrst til
aðstoðar fyrrverandi hárkollumeist-
ara Þjóðleikhússins, en fullnumaði
sig í faginu í London, þar sem hún
telur hárkollugerð vandaðasta í
heiminum, en e.t.v. óþarflega í-
haldssama, eins og raunin er um
fleira af brezkum toga.
Þegar ég var að spjalla við Mar-
gréti í ríkidæmi hennar í Þjóðleik-
húsinu, veitti ég því athygli, að hún
horfði yfirleitt ekki í augu mér eða
á varirnar, eins og fólki er þó tam-
ast, heldur á hárið.
•— Þetta er orðin árátta hjá mér,
sagði Margrét. Þegar við hjónin er-
um innan um fólk, sé ég oft, hvar
maðurinn minn er allt í einu far-
inn að gretta sig framan í mig. Þá
veit ég, að ég hef gleymt mér við
að stúdera hár á einhverri mann-
eskju.
— Hvers konar hár notarðu í koll-
ur á leikarana?
— Næstum því eingöngu manns-
hár. Við kaupum hár aðallega frá
Englandi, en einnig kaupi ég allt
íslenzkt hár, sem ég kemst yfir.
Mér lék hugur á að vita, hvort
-Q- Og Brynja er ekki við eina fjölina felld. Hér fær hún á sig annan dökkan topp.
það gæti ekki verið gróðavænlegt að safna hári og selja.
— Fólk heldur almennt, að það geti fengið háar upp-
hæðir fyrir hár, serri það býður mér til kaups. En það er
misskilningur. Hárið er þá fyrst orðið dýrt, þegar búið er
að vinna það. Fyrst þarf að sótthreinsa það, síðan kemba
það og aðgreina, en hár af einni manneskju hefur allt frá
6 og upp í tólf mismunandi lengdir. Og að þessu loknu
getur maður loks farið að vinna kolluna sjálfa, toppinn eða
hvað maður ætlar að gera úr hárinu.
— Hvað ertu lengi að búa til eina hárkollu með venju-
legum dagvinnutíma?
— Þrjár vikur.
— Gerirðu engar kollur eða toppa fyrir fólk til einka-
nota?
— Ég hef nú ekki mikinn tíma aflögu til þess. Þó reyni
ég ofurlítið að vinna heima, hef m.a. algjörlega lagt undir
mig húsbóndaherbergið í því skyni, því að það er útilok-
að að vera með hár innan um aðra hluti. En það væri
gaman að geta unnið meira fyrir fólk til einkanota, það er
afar þakklátt starf. Ég gerði t.d. einn mjög vandaðan topp
fyrir konu, sem tekur mikinn þátt í skemmtanalífinu, og
hún skilur alls ekki núna, hvernig hún fór að því að vera
án hans hér áður. En viljirðu fá að vita eitthvað um hár-
kollunotkun í daglega lífinu, skaltu snúa þér til Guðrúnar
Magnúsdóttur, sem rekur G.M. búðina í Þingholtsstræti,
einu búðina, sem verzlar með hárkollur hér á landi.
Þegar ég gekk upp tröppurnar að G.M.-búðinni, mætti ég
konu á leið út þaðan. Við litum flóttalega hvor á aðra, og
sennilega hafa báðar hugsað: Nú, svo að hún þarf þá hár-
kollu, þessi! Þannig er nú eflaust hugsunarhátturinn hjá
mörgum hér.
Guðrún Magnúsdóttir tók mér ljúflega og sýndi mér
gersemar sínar.
— Eru viðskiptin fjörug? spurði ég.
— Ég hefði aldrei trúað því, að hér væri svona mikill
Framhald á bls. 38.
O Og loks fáum við að sjá Brynju ljóshæröa. Hér her hún heila
hárkollu. \