Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 30
'paghetti ANGELIQUE OG KÓNGURINN Framhald af bls. 22. —Þarna yfir i horninu. Hann er eitthvað hræddur, held ég. Hann virðist ekki vilja að neinn sjái beint framan í hann. MaðUrinn, sem hann benti á, sýndist raunar vera í felum. Hann sneri sér upp að vegg. Angelique hafði ekki tekið eftir honum, begar hún útdeildi brauðinu. Hávaxinn, grannur líkami hans, var vafinn í rifna skikkju, og hann hafði brugðið kraganum fyrir niðurandlitið. Útlit hans vakti ekki traust hennar. En hún reis á fætur og gekk beint til hans. Ailt í einu þekkti hún hann og um hana fór óttablandin gleði. Það var Rakoczy. — Þér! hrópaði hún. Hún greip um axlir hans, og fann hve grannar þær voru undir skikkj- unni. — Hvaðan komið þér? — Sá gamli sagði yður það. Úr skógunum. Dökk augu hans voru sokkin, en það logaði enn í þeim hinn forni eldur, og varir hans voru fölar móti skeggflókanum. Henni varð Ijóst, að það var nærri mánuður liðinn, síðan rússneska sendinefndin heim- sótti Versali. Þetta var óhugsandi. Um hávetur! — Hreyfið yður ekki, sagði hún. — Ég skal sjá um yður. Þegar fátækraheimsókninni lauk, tók hún ungverska prinsinn með sér inn í þægilegt herbergi við hlið flórentínska baðsins. Rakoczy reyndi að slá þessu öllu upp í gaman. Hann rétti úr sér, vafði um sig tötr- unum með kæruleysislegu fasi og spurði um heilsufar hennar, eins og hann væri að ræða við hana í sölum konungsins. En um leið og hann hafði baðað sig og rakað, lét hann fallast á beðinn og var þegar sofnaður. Angelique kallaði á þjóninn sinn: — Roger, sagði hún. — Þessi maður er okkar gestur. Ég get ekki sagt yður nafn hans, en gerið yður ljóst, að hann á hér öruggt hæli. — Madame getur treyst þagmælsku minni. — Þinni, já, en þjónaliðið er fjölmennt. Roger, ég vil, að þér gerið öllu mínu fólki skiljanlegt — frá Jeannot litla hestasveini upp I bók- haldarann yðar — það hefur enginn hér séð þennan mann. Hann er ekki til. — Ég skil, Madame. — Segðu því einnig, að ef hann gangi héðan út, heilbrigður og ó- hultur, af frjálsum vilja, skuli allir fá verðlaun. En ef eitthvað hendir hann undir mínu þaki.... Angelique kreppti hnefana og augu henn- ar skutu gneistum. — Ég sver, að ég skal reka ykkur öll. Hvern ein- asta einn, frá lægsta til hæsta, skilurðu það? Hefurðu gert þér það ljóst? . Roger hneigði sig. Af langri reynslu sinni af Madame du Plessis vissi hann, að hún meinti ævinlega það sem hún sagði. Hans eigin skoðun var sú, að góður þjónn, sem kynni sitt starf, ætti að vera blind- ur og heyrnarlaus, og, ef mögulegt væri, mállaus, og hann reyndi að innprenta þeim, sem undir hann heyrðu, sömu skoðanir. Hann sagð- ist mundu skila þessu, og að enginn myndi taka ánægjuna af að fara með slúðursögu fram yfir þá kosti, sem fylgdu því að þjóna Madame. Henni varð rórra. En að fela Rakoczy var eitt. Að hjálpa honum að flýja 0g komast yfir landamærin annað. Hún vissi ekki, hvað Lúðvík XIV hafði fyrirskipað varðandi uppreisnarmanninn. Hún gerði margar áætlanir, reiknaði út hve mikið fjármagn þyrfti og hvaða vini hún gæti reitt sig á, til að þetta mætti lánast. Hún var enn i þungum þönkum, þegar lítil klukka í herbergi hennar sló ellefu. Þegar hún reis á fætur til að búa um rúmið, hafði hún næstum rekið upp óp. Rakoczy stóí í herbergisdyrunum. Angelique náði sér von bráðar. — Hvernig líður yður? — Dásamlega. Ungverjinn teygði úr löngum, mögrum skrokknum, sem hvergi na- iægt fyllti út 5 fötin, sem hinn holdmikli Roger hafði lánað honum. — Mér líður strax betur af því að vera iaus við skeggið. Ég fann ekki betur en ég væri að breytast í Rússa. — Uss, sagði hún og hló. -— Nefnið ekki snöru í hengds manns húsi. Allt í einu fór hrollur um hana, þegar hún minntist þess, hvernig hún hafði einu sinni reynt að bjarga Rennusteinsskáldinu. Henni hafði mistekizt, lögregla konungsins hafði reynzt sterkari en hún. Og Rennu- steinsskáldið hafði verið hengt á Place de Gréve. En nú hafði hún aðrar aðferðir. Hún var rík og áhrifamikil. Henni myndi heppnast að þessu sinni. — Eruð þér ennþá svangur? spurði hún. — Ég verð alltaf svangur, svaraði hann og sló á strengdan kviðinn. — Ég býst við að ég verði hungraður fram að síðustu andvörpum. Hún leiddi hann inn í næsta herbergi, þar sem hún hafði látið leggja á borð með hann í huga. Á báðum endum loguðu kerti í gullstjökum. Á gulldiski lá gríðarstór steiktur kalkúnhani, fylltur með allskonar góðgæti. Þar voru einnig diskar og skálar með heitum og köldum grænmetisréttum, álastappa, salat og gullskál full af ávöxtum. Til heið- urs við aðþrengdan manninn, eftir dvöl hans í skóginum, hafði Angelique látið leggja hennar bezta gullborðbúnað á borðið, en hún var mjög stolt af honum. Auk diskanna, kertastjakanna og skálanna hafði hún látið leggja á borðið tvo dýrmæta forna bikara og vatnskönnu. Rakoczy rak upp gleðihróp, meira þó vegna kalkúnhanans heldur en bikaranna og diskanna. Hann þaut að borðinu og tók að gófla í sig matinn. Það var ekki fyrr en hann hafði rifið af báða vængina og annað lærið og sleikt kjötið af beinunum, að hann benti Angelique að setjast gegnt honum. UNGFRÚ YNDISFRÍÐ Y&wr km'd'S'þeMífca Mét M Ó A. HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? Ksts er sfUt&t saittl lcíluiriim i heimi Vna- isfiíS okk.ir. Itu 11 hcfur ÍSIIS ofkina lrans ciiíhy.ers staSar í hlaSiHU og hcltir b ylctíStaiiiUKn'handa íreim, sem gctur örlcina-. VciSIaunin c*u stór Kon- feKthassi; fullur at bezta RoirfeKti, os KaHttiðanBlnn er auðvitað Stclsætisgcrð- ito m SfiCimlU ÖTbin tt & bis. SÍSast ér drefelð var fittut vefðiaunin: GlSLI H. GUÐJÖNSSON Vinninganna má vitja í skrifstofu Kirkjubóli, EskifirOi Vilmnnar. 50. tbl. 30 VIKAN H. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.