Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 6
NILFISK verndar gólfteppin - þvf að hún hefur nægilegt sogafl og afburða teppasogstykki, sem rennur mjúklega yfir teppin, kemst undir lægstu húsgögn og DJÚPHREINSAR jafnvel þykkstu teppi full- komlega, þ.e. nær upp sandi, steinkornum, glersalla og öðrum grófum óhreinindum, sem berast inn, setjast djúpt í teppin, renna til, þegar gengið er á þeim, sarga undirvefnað- inn og slíta þannig teppunum ótrúlega fljótt. NILFISK slítur alls ekki teppunum, þar sem hún hvorki burstar né bankar, en hreinsar aðeins með rétt gerðu sogstykki og nægilegu sogafli. hreinsar hátt og lágt - því henni fylgja fleiri og betri sog- stykki, sem nó til ryksins, hvar sem það sezt, fró gólfi til lofts, og auka- lega fóst bónkústur, hórþurrka, mólningarsprauta, fatabursti o.m.fl. þægilegri - því hún hefur stillanlegt sogafl, hljóðan gang, hentuga óhaldahillu, létta, lipra og sterka slöngu, gúmmístuðara og gúmmíhjólavagn, sem „eltir" vel, en hægt er að taka undan, t.d. f stigum. hreinlegri — þvf tæmingin er 100% hreinleg og auðveld, þar sem nota mó jöfnum höndum tvo hreinleg- ustu rykgeyma, sem þekkjast f ryksugum, málm- fötu eða pappírspoka. traustari - því vandaðra tæki fæst ekki — það vita þær, sem eiga NILFISK — og jafnvel langömmur, sem fengu hana fyrir mörgum áratugum og nota hana enn, geta ennþá fengið alla varahluti á stundinni, því þá höfum við og önnumst við- gerðir á eigin verkstæði. Gömlu NILFISK ryk- sugurnar voru góðar, en þær nýju eru ennþá betri. NILFISK HEIMSiNS BEZTA RYKSUGA! Yegleg jólagjöf - nytsöm og varanleg. Sendum um allt land. O KORAIERIJ P S IMI 2-44-20 - SUÐURGATA 10 - REYKJAVÍK Undirrit. óskar að fá sendan NILFISK myndalista með upplýsingum um verð og greiðsluskilmála. Nafn: . Heimili: Tfl: FÖNIX S.F. Pósthólf 1421, Reykjavfk. g VIKAN 50. tbl. V-50 VOND STAFSETNING. Kæri Póstur! Ég á í svo litlum erfiðleikum með sjálfan mig og mitt skóla- nám. Enn það er svo lítið erfitt að skýra það út svo að rétt mynd komi framm. En ég ættla að reina að gra það svo þér getið gert yður hugmnd um mig. Ég er ómuglegur í stafsetningu, en ef ég er spurður um eitt einstagt orð get ég stafað það rétt, eða um það bil 95 af 100, og þar á ég við orð sem eru frekar villu- gjörn hjá mér, og mér betri mönnum. í stærðfræði finst mér ég skilja flóknar reglur og formulur en fæ oftast ranga útkomu vegna þess að ég hef t.d. sagt að 2x2 = 5 (2x2 = 4) eða ekvað því um líkt. NB. Hef reint að hæja á mér, dugr ekki. Haldið þér að sálfræðingur geti hjálpað mér? Mér liggur á svari. Virðingarfyllst Nemi. Hugsaðu alltaf um hvert einstakt orð, áður en þú skrifar það. Sé það rétt hjá þér, að þú sért glúr- inn í stafsetningu þannig, hlýt- urðu að ná þér á strik. Annars er sjálfsagt fyrir þig að leita til sálfræöings. Þeir eru svo skratti klárir í stafsetningu. ÁVÍSANIR. Kæri Póstur! Mig langar til að spyrja þig nokkurra spurninga, varðandi „tékkhefti“. Hvað þarf maður að vera gamall til að fá tékkhefti út á innistæðu í banka, og hvað er gefið út fyrir „minnstu upp- hæð“? Virðingarfyllst X—4 + A—9. Til að opna ávísanareikning þurfa menn að vera orðnir 21 árs. Ég held, að enginn nenni að gefa út ávísun á minna en 100 krónur, en ég býst við að ávísun á eina krónu yrði tekin gild. BORÐAR AF SÉR FINGURNA. Kæra Vika! Svo er mál með vexti að ég naga neglurnar alveg voðalega, svo ég ríf stundum út úr og það blæðir og ég er með sár á fingr- unum. Góða Vika, þú gefur nú svo mörgum svo góð ráð — hvað á ég að gera? Með fyrirfram þökk fyrir svar- ið. 1 Ein með 10 fingur og 10 tær. Gamalt húsráð mun vera að r jóða ögn af tjöru eða einhverju öðru ólystugu efni á neglumar. Ann- ars er sagt að orsökin sé tauga- óstyrkur og eitthvert innra ör- yggisleysi svo það væri kannske ekki úr vegi, að þú leitaðir til taugasérfræðings. 13 ÁRA ÁST. Kæri Póstur! Ég er 13 ára gömul og alveg hræðilega hrifin af einum strák og veit að hann er hrifinn af mér. Ég hef oft dansað við hann í Lídó en við höfum ekkert verið saman. Hvað á ég að gera, geturðu ekki hjálpað mér eitthvað? Gúddý. Hvað þú átt að gera? Alls ekkert næstu 5 árin! UNGPÍUR Á SJÓ. Kæri Póstur! Mig langar til að spyrja þig hvað maður þarf að'vera gamall til að geta komist þerna á eitt- hvað millilandaskip, eða kokkur. Ég vonast svo eftir svarifljótlega. Kærar þakkir. Ein fyrir sjóinn. Aldurslágmarkið er dálítið óá- kveðið, en skipafélögin taka helzt ekki nema rosknar og áhyrgar konur I ábyrgðarstöður á skips- fjöl. AF ÞVÍ BARA. Kæri Póstur! Af hverju skrifa allir „Kæri Póstur“, „Kæra Vika“, „Góði Póstur“ eða „Góða Vika“. Af hverju er strsetó alltaf of seinn? Af hverju er útsendir útvarpsins á tónlist alltaf mun hærri en á tali? Af hverju ganga flestir karlmenn alltaf í óburstuðum skóm? Af hvorju er löggan aldr- ei þar sem hún á að vera? Af hverju er maturinn á veitinga- húsum borgarinnar oftast óætur? Af hverju snýrðu alltaf út úr öllum bréfum? Af hverju seg- irðu, að skriftin mín sé Ijót? Gunna tunna. Af því hara. SJÓNVARP Á ÞJÖÐARHEIMILIÐ. Pósturinn, Vikíin, Heykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.