Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 49
Hin vinsælu plast-bréfabindi frá Múlalundi
fást nú í þrem stærðum
27V2 x 32 cm. (Víxlabindi).
23 x 32 - 17x32.
LÁTIÐ PLASTBINDI
FRÁ MULALUNDI
PRÝÐA SKRIFSTOFUNA -
ÞAÐ BORGAR SIG.
HREINLEGRI, FALLEGRI
OG MARGFALT
ENDINGARBETRI EN
BRÉFABINDI ÚR PAPPA.
LALU N DU R öryrkiavinnustofur sfBS
ÁRMÚLA 16 - SÍMI 38400
árið 1897 í smáborg einni á Vest- -
ur-Sikiley. Faðir hans var verka-
maður þar í plássinu og félags-
maður í Mafíunni, þeim fræga
óaldarfélagsskap, sem upphaf-
lega var frelsishreyfing eyjarbúa
gegn frönskum innrásarmönn-
um, en er nú fyrir löngu orðinn
harðsvírað leynifélag fjárkúgara
og morðingja, sem terroríserar
allan almenning á eyjunni og
stendur óhrætt upp í hárinu á
yfirvöldunum. Þegar Salvatore
var níu ára, flutti fjölskyldan til
Bandaríkjanna og settist að í
skuggahverfi í Brooklyn. Þar ólst
drengurinn upp og þótti mikið
mannsefni á hverfisvísu; gerðist
fyrst smáþjófur og síðan aðstoð-
armaður eiturlyfjasmyglara.
Hann var greindur, snarráður og
fullkomlega samviskulaus, enda
jókst virðing hans skjótlega með-
al óþjóðalýðs borgarinnar. Varð
hann um síðir önnur hönd Giu-
seppe Masseria, sem var aðal-
leiðtogi Mafíunnar í Bandaríkj-
unum. Sá gamli skálkur sá þeg-
arð að efnið var býsna gott í
stráknum, sem var hörkulegur,
fámáll og svipbrigðalaus að hætti
góðra sikileyskra Mafíumanna —
alger andstæða hinna ístöðulausu,
suður-ítölsku hávaðagemlinga.
Undir handleiðslu Luciano óx
hin bandaríska grein Mafíunnar
úr frumstæðum félagsskap fjár-
kúgara upp í margbrotið fyrir-
tæki samkvæmt þarlendum fyr-
irmyndum — hún rak spilabúll-
ur, hóruhús og eiturlyfjasölu og
græddi auk þess vel á að „vernda“
samtök hafnarverkamanna, sem
margir voru ítalskir að ætt.
Masseria gamla líkaði þetta
miðlungi vel, því hann óttaðist
að með umsvifum þessum myndi
Luciano smámsaman ýta honum
til hliðar. Lauk svo þeirra skipt-
um, að Masseria var skotinn til
bana að afloknum miðdegisverði,
sem hann hafði setið í boði hins
unga félaga síns, enda er það
einn af siðum Mafíumanna, er
þeir þurfa að losna við einhvern
foringja sinna, að gera vel við
þann hinn sama í mat og drykk
áður en honum er lógað. Auð-
vitað hafði Luciano pottþétta
fjarvistarsönnun við þetta tæki-
færi.
Luciano var nú einvaldur í
Mafíunni og hélt áfram að endur-
skapa hana, gera hana að öflug-
asta glæpafélagi sögunnar, stór-
kapítalískum, bandarískum auð-
hring í stil við General Motors
og Standard Oil. Þótt hann sjálf-
ur væri fæddur austanhafs, leit
hann á sig sem Bandaríkjamann
og hafði megnustu fyrirlitningu á
þeim kotungslegu smámorðingja-
sjónarmiðum, sem ríktu meðal
Mafíunnar í heimalandi hennar.
Á miðjum fjórða tug aldar-
innar voru New Yorkbúar loks
orðnir svo gramir yfir frekju
hins ítalska óaldarlýðs, að mjög
harðskeyttum ungum mála-
færslumanni, Thomas E. Dewey
að nafni, var falið í hendur það
verkefni að hreinsa borgina af
þessum óþverra. Honum tókst
að sanna hvíta þrælasölu á Luc-
iano og var hann dæmdur til að
minnsta kosti þrjátíu ára fang-
elsisvistar. En þá kom heims-
styrjöldin síðari til skjalanna, og
þá vaknaði sú spurning hjá for-
ustumönnum Bandaríkjanna,
hvort ekki mætti notast við Mafí-
una í baráttunni við öxulríkin.
Þeirri spurningu gat enginn
fremur svarað en Luciano. Hann
reyndist greiður til samstarfs og
er talinn hafa séð til þess, að
Mafían á Sikiley varð banda-
mönnum hjálpleg, þegar þeir
réðust inn á eyna, og sömuleiðis
kvað hann hafa komið í veg fyr-
ir, að ítalskir verkamenn við
höfnina í New York létu sendi-
tíkur Þjóðverja og ítalskra fas-
ista tæla sig til skemmdarverka.
Á þessum grundvelli var Luc-
iano náðaður í stríðslokin, en
jafnframt vísað úr landi til Ítalíu,
enda taldist hann enn borgari
þess lands. Hugðu bandarísk yf-
irvöld, að þar eystra gæti hann
fáu illu til leiðar komið. En það
fór á aðra leið. Bandarísk yfir-
völd voru þrátt fyrir allt tölu-
vert hörð í horn að taka gegn
piltum á borð við Luciano, en
öðru máli gegndi í föðurlandi
hans, þar sem ekki þurfti annað
en múta nokkrum embættis-
mönnum hæfilega til að geta
stundað í friði hvað sem var.
Enda tókst þessum dæmalausa
glæpakóngi fljótlega að koma á
fót einu magnaðasta illvirkjafyr-
irtæki veraldar — Dope Inter-
national, Alþjóðlega eiturlyfja-
hringnum. Hluthafar í fyrirtæki
þessu vorueiturlyfjaframleiðend-
ur og smyglarar allt frá Austur-
löndum nær til Bandaríkjanna.
Starsemin gekk prýðilega; eig-
endur hringsins — og þá sérstak-
lega höfuðpaurinn — græddu á
tá og fingri, og glötuðum fórnar-
dýrum eiturnautnarinnar vestan-
hafs og austan fjölgaði jafnt og
þétt.
Bandaríska lögreglan var að
vísu fljót að rekja þræði glæpa-
hringsins til Luciano, en ver gekk
að fá ítölsk stjórnarvöld til að
hefjast handa gegn honum, enda
voru ófáir embættismenn þar-
lendir mútuþegar hans. Gekk í
þessu basli árum saman, og um
þær mundir sem ítalir voru farn-
ir að gugna fyrir kröfum Banda-
ríkjamanna — sem voru teknir
að hóta að draga úr efnahagsað-
stoð við þá, ef frelsi Lucianos
yrði ekki skert — þá dó þessi
glæpamaður allra alda. Ótalin
mannslíf, sem glötuðust vegna
hinnar svívirðilegu verzlunar
hans, og það kaldrifjaða sam-
vizkuleysi, sem hann sýndi í sam-
VXKAN 50. tbl. 49