Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 45

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 45
Verstu menn veraldar Framhald af bls. 17. sýnn og skilningslaus, en eina gáfu hafði hann þó umfram flesta aðra: nærri yfirnáttúrlegan skiln- ing á hópsálinni, sál fjöldans. Hann gerði sér fullkomlega ljóst, hve miklu veikari menn eru fyr- ir áróðri, hve illa rökstuddur og fáránlegur sem hann kann að vera, sé honum beint til þeirra í hóp, heldur en þegar talað er til þeirra sem einstaklinga. í sam- ræmi við þetta notaði hann áróð- ursgáfur sínar, sem hann vissu- lega hafði í ríkari mæli en flest- ir aðrir kjaftaskúmar og lýð- skrumarar sögunnar, og með þeim vann hann sína stærstu sigra. Lífsskoðanir hans virðast hafa mótazt meðan hann lá í göturæs- unum í Vínarborg, þar á meðal Gyðingahatrið, sem töluvert bar á í borginni um þær mundir. Sjálfsagt hefur minnimáttar- kennd þessa stolta töframanns gagnvart auðugum og menntuð- um borgurum af kynþætti, sem hann taldi framandi, átt sinn þátt í að efla þessa tilfinningu, sem átti eftir að hafa heldur en ekki afdrifaríkar afleiðingar. Þær urðu, sem kunnugt er, líflát fjög- urra til sex milljóna Gyðinga, karla, kvenna og barna, og ger- ir sú slátrun heldur lítið úr af- rekum Torquemada þess, er um var rætt í 47. tbl. Vikunnar. Hugmyndakerfi sitt byggði Hitler á þeirri trú, að til væri einn kynstofn öllum æðri, sá ar- íski, og virðist hann hafa haft þar norræna kynþáttinn í huga, þótt hugmyndir hans um mann- fræði væru raunar næsta rugl- kenndar og bæru mikilli fáfræði vitni. Gyðinga og fleira fólk, svo sem Slava, taldi hann af óæðra kyni, og því bráðnauðsynlegt að útrýma þeim til að þeir yrðu ekki herraþjóðinni til ónæðis og leið- inda. Aðfarir hinna þýzku her- námsyfirvalda í Póllandi, Tékkó- slóvakíu, Rússlandi og Júgóslav- íu sýndu ljóslega, að þetta var ekkert spaug hjá foringjanum. Þegar allt er talið, er gizkað á að færa megi á reikning hans dauða hátt í tuttugu milljóna karla, kvenna og barna, sem ým- ist féllu í orrustum, stiknuðu í loftárásum, köfnuðu í gasklefum, urðu hungri og sjúkdómum að bráð eða dóu kvaladauða í pynd- ingaklefum SS og Gestapomanna, sem reyndust verðugir lærisvein- ar, og raunar snjallari fyrir- rennurum sínum hjá Rannsókn- arréttinum. Þrátt fyrir þessa valkesti vott- ar ekki fyrir neinu stórbrotnu í sambandi við skepnuskap Hitl- ers. Þvert á mót er grínfígúra Chaplins óafmáanlega tengd mynd hans í vitund okkar. Þrátt fyrir öll sín hrikalegu fjölda- morð og stórsvik, varð þessi aust- urríski liðþjálfi aldrei annað en ómenntaður og þröngsýnn kot- ungur, jafn grútarlegur og skammsýnn í alþjóðapólitík og fyrr í þrætum við félaga sína, rónana í Vínarborg. Sem betur fer, getum við kannski sagt, því annars er ekki að vita nema honum og glæpalýð hans hefði orðið meira úr þeim tækifærum, sem lágu þeim í höndum meðan vegur þeirra var hvað mestur. Stalín. Hafi jafn stórgáfuð og há- menntuð þjóð sem Þjóðverjar á- stæðu til að skammast sín fyrir að gera fáfróðan og hálfruglaðan flæking sér að leiðtoga og fylgja honum út í ein brjálæðislegustu illvirki sögunnar, þá mega göf- ugustu menntamenn og húman- istar Vesturlanda *— og þá ekki sízt íslands — ekki síður roðna vegna þeirrar háðulegu og sorg- legu staðreyndar, að áratugum saman létu þeir hafa sig til að sleikja tær frumstæðs stigamanns 7/alcá nylon teygjusokkarnir eru beztu sokkarnir fyrir konur sem standa mikið við störf sín - þeir gefa fótunum alhliða stuðning og eru auk þess jafnfallegir ■t og venjulegir nylonsokkar tízkulegir - ofþreytondi 100 prósent nylon 'Ualcá ^ nylon teygjusokkar EFNAGERÐ REYKJAVIKUR H.F inqui hratn VIKAN 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.