Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 31
— Étið þér lika, sagði hann með fullan munninn. Hún hló samúðarfull og fyllti bikar hans búrgundarvíni. Svo hellti hún í hinn handa sjálfri sér og settist síðan eftir fyrirmælum hans. Þótt hana hefði langað í, hefði hún ekki fengið neitt af kalkúninum; öll sólarmerki bentu til að það yrði ekkert eftir, þegar Rakoczy hefði farið höndum um hann. Beittar, hvítar tennur hans sukku í mjúkt kjötið með augljósri gleði, og hann braut hvert bein til mergjar. Svo strauk hann af höndum sér, saup, opnaði skálarnar og hrúgaði á disk- inn sinn, spændi það í sig, fékk sér annan bikar af vini og tók þar sem fyrr var frá horfið til við jarðneskar leifar kalkúnhanans. Með ljómandi augum leit hann á Angelique. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. Framhald í nœsta blaöi. Aðdáunarvert hvaS menn eru orSheldnir... SAUMLAUSIR NET- NÝLONSOKKAR í TÍZKULITUM. SÖLUS.TAÐIR: KAUPFÉLÖGIN UM.LAND ALLT., SÍS AUSTURSTRÆTI'- Framhald af bls. 11. maður í Edinborg og framkvæmda- stjóri Leith-skrifstofu Sambandsins fró 1930 til 1959 hefur unnið manna mest við sölu íslenzkra kjöts- ins hér og innt af hendi erfitt braut- ryðjandastarf með miklum ógætum. Síðan tók við Sigurður Markússon, sem nú stjórnar Hamborgarskrif- stofu Sambandsins, en ég vann einn að kjötsölunni [ fyrsta skipti nú í haust. Við nálgumst nú Smithfield. Markaðsbyggingarnar eru lágar og skera sig þessvegna úr, en ekki hafa þeir sett sig úr færi um að skreyta þær ríkulega með allskonar flúri og bogadregnum gluggum. í nánd við markaðinn eru allir helztu kjötkaupendurnir til húsa og það er feiknar hagræði í kauptíðinni, borið saman við það að elta menn út um allar trissur í stórborg eins og London. Inni á kjötmarkaðnum gengur maður gegnum hvern sal- inn á fætur öðrum og þar er sann- arlega líf í tuskunum. Eftir miðju er breiður gangur, einskonar sam- gönguæð og þar aka þeir sérstök- um handvögnum, sem ég hef ekki séð annarsstaðar viðlíka, — og alI- ir eru þeir hlaðnir af einhverskonar kjöti. Út frá aðalganginum liggja smærri gangar og hvarvetna eru menn að hengja upp kjöt, eða taka niður kjöt, saga kjöt eða skera kjöt. Þarna hanga holdanaut og dönsk svín, nýsjálenzk lömb og villibráð, kalkúnar og kjúklingar. Kjötbirgð- unum er ekið á markaðinn uppúr miðnættinu og um sexleytið er allt í fullu fjöri; það þykir tilhlýðanlegt að taka daginn snemma í Bretlandi. — Sérð þú einhverja af ykkar kaupendum, spurði ég Guðjón um leið og við gengum um kjötsalina. — Ég hef séð nokkra. Annars er allt að verða búið í dag, þar sem nú er liðið að hádegi, en sumir kaupmennirnir eru hér til að líta eftir og ræða við sína sölumenn. Þetta eru menn, sem fylgjast með hverri smá hræringu á kjötmarkaðn- um og það sem þeir ekki vita er ekki þess virði að vita það. Þeir eru komnir á markaðinn um klukk- an 8 til að kanna horfurnar, síðan fara þeir á skrifstofur sínar hér í grenndinni og svo eru þeir hér aft- ur. Ekkert fer fram hjá þeim og þeir kunna fullkomlega skil á hverju smáatriði. Það er þetta sem ég kalla „alvörubísnismenn" í mót- setningu við skrifstöfubísnismenn sem aldrei komast í snertingu við hlutina öðruvísi en á pappírnum. — Er mikil áherzla lögð á þetta í viðskiptum almennt? — Mjög mikil. Það er ekki tekið mark á þeim manni sem ekki kann skil á sínu starfi niður í kjölinn. Það er alveg eins með þá í fiskin- um í Grimsby og í kjötinu hér; þeir fylgjast með öllu og vita allt. Við eigum þar nokkra ágæta vini sem reka blómleg fiskviðskipti úr smá skrifstofukompum á fiskmarkaðn- um. Forstjórarnir mæta klukkan fimm til sex á morgnana á mark- aðnum og standa jafnvel sjálfir við flökun ef því er að skipta. Stund- um sér maður þá með hnífinn [ annarri hendinni og símann í hinni. Það er eins gott að hafa kom- ið inn í frystihús og hafa hugmynd um hvar og hvernig fiskurinn er veiddur, sem verið er að selja þeim. Þeir þekkja mun á ýsunni sem veiðist frá Húsavík og þeirri sem kemur á land fyrir sunnan. Sam- keppnin er líka hörð og þeir verða að vinna vel til að standa sig. — Þykir íslenzka kjötið sambæri- leg vara og dilkakjöt frá Nýja-Sjá- landi eða Ástralíu? — í mínum augum er engin spurning um gæði Islenzka kjöts- ins. Hitt er svo annað mál, að eig- inleikar og útlit þess er frábrugð- ið þv[ nýsjálenzka og nægir það til þess að við verðum að jafnaði að sætta okkur við lægra verð en Nýsjálendingar. Þetta er auðvitað ekki óeðlilegt, þegar haft er í huga magnið sem við höfum að bjóða og sá takmarkaði tími sem okkar kjöt er fáanlegt, og þetta tvennt gerir það ómögulegt að leggja í kostnað við að kenna fólki með auglýsingum og áróðri að taka ís- lenzkt kjöt fram yfir annað og helzt borga fyrir það hærra verð. En það vil ég hiklaust segja, að miðað við allar aðstæður megum við una vel við þann árangur sem við höfum náð í kjötsölum á brezka markaðn- um. Hérna í þessum röðum geturðu séð muninn á nýsjálenzku dilka- skrokkunum og okkar. Þarna nær fitulagið yfir svo til allan skrokk- inn, svo að hann er Ijós á litinn. Þessu eru brezkir kaupendur og neytendur vanir og þannig vilja þeir hafa kjötið. íslenzku dilka- skrokkarnir eru aftur á móti þann- ig, að fitulagið hylur ekki vöðvana, til dæmis kemur alltaf þessi blái litur á lærvöðvana og bógana og það líkar beim illa hér um slóðir. Og svo er annað; það sem þeir kalla „the eye of the meat"; kjötið við hrygginn, sem verður í hverri kótelettu. Það er svona nálægt því að vera tvöfalt meira af vöxtum úr nýsjálenzkum dilki en (slenzk- um. — Þú sagðir að þið selduð kjöt- ið, jafnvel áður en það færi frá íslandi. Þarftu þá ekki að hafa sýnishorn til að selja eftir? — Nei þess þarf ekki. Eins og ég sagði þér; þessir karlar þekkja allt og vita nákvæmlega hvernig íslenzkt dilkakjöt er. Það eru líka yfirleitt þeir sömu, sem kaupa af okkur kjötið ár eftir ár. En til þess að fá sem bezt verð, þá skiptum við magninu á milli nokkurra kaup- enda og reynum að keppa á þess- um frjálsa markaði eins og hinir. — Hvernig ferðu að því að vita, hvaða verð þú átt að setja upp? — Áður en kjötvertíðin hefst, för- um við og göngum um markaðinn á morgnana og tölum við menn og sjáum hvernig landið liggur með verðlagið. Þessu höldum við áfram þar til seinasti farmurinn hefur ver- ið seldur. Verðið rokkar alltaf eitt- hvað til og maður verður að vita nákvæmlega um það til þess að koma ekki með söluboð út í bláinn. Þeir vita það alveg hér á markaðn- um, hverra erinda maður kemur og það er allt í lagi. Svo förum við á eftir á skrifstofur kjötkaup- manna í næstu húsum og bjóðum þeim 6 þúsund skrokka eða 10 þús- und skrokka af ákveðnum skipa- farmi, hverja stærð og tegund fyr- ir þetta og þetta verð, unz búið er að koma öllu magninu í peninga. — Mér skilst, að þið hafið selt á síðasta ári um 500 tonn af smjöri; það eru þó nokkrar skökur. — Samt er það aðeins 0,1% af öllum smjÖrinnflutningi hingað. Bretar eru langt frá því að vera sjálfum sér nógir um landbúnaðar- framleiðslu og einn liðurinn er smjörið. Síðastliðið ár voru flutt inn um 450 þúsund tonn af smjöri, einkum frá Nýja Sjálandi og Dan- mörku. Frá báðum þessum löndum fæst sérpakkað smjör [ búðum um allt land og stundum höfum við heyrt raddir að heiman um það, að VIKAN 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.