Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 50
GENÉVE VÖNDUÐ ÚR Á GÓDU VERÐI Sigurður Jónasson Lciugaveg 10, Bergstaðastrætismegin. bandi við þau þokkaviðskipti, skipa honum réttlátlega í röð verstu illmenna sögunnar. Joseph McCarthy. Hann drap aldrei eða pyndaði nokkra manneskju og jafnvel kynferðislíf hans var eins flekk- laust og hægt er að krefjast sam- kvæmt kristilegum siðgæðisregl- um. Þrátt fyrir það minnir hann meira en lítið á Hitler. Báðir voru þröngsýnir, formyrkvaðir kjaftaskúmar, sem gengu á snið við sannleikann af ótrúlegu sam- vizkuleysi og svifust bókstaflega einskis til að krækja sjálfum sér í völd og metorð. Að vissu marki má setja foringjann þýzka skör ofan hinum bandaríska bróður sínum í andanum, því hvað sem um Adolf Hitler má segja, þá ól hann með sér hugmyndir, þótt fáranlegar væru og leiddu hann á hroðalega afvegu, en um Mc- Carthy er ekki vitað, að hann skapaði sér nokkru sinni mál- efni né skoðanir á málefnum. Þessi mesti lygari aldarinnar þar slær hann Göbbels alveg út — fæddist árið 1909 í smáborg einni í Wisconsin, og stóðu að honum írskar og þýzkar ættir. Hann ólst upp við kröpp kjör, en braust til mennta af miklum dugnaði og náði lögfræðiprófi. Hóf hann síðan störf sem mála- færslumaður, en átti takmarkaðri velgengni að fagna á þeim vett- vangi og drýgði tekjurnar með fjárhættuspili. Hinsvegar varð honum von bráðar ljóst, að lög- fræðingar eiga flestum öðrum vísari frama á stjórnmálabraut- inni og að sú braut er ólíkt gróða- vænlegri en málarekstur í ein- hverju sveitaþorpi. Fyrsta skref hans í þá áttina var að bjóða sig fram af hálfu Repúblíkana þegar næst var kosið í dómarastöðu á staðnum. f kosningabaráttunni sýndi McCarthy fyrst sitt rétta andlit. Andstæðingur hans af hálfu Demókrata var sextíu og sex ára að aldri, en McCarthy kvað hann áttatíu og níu ára og sem slíkan algerlega ófæran um að hafa jafn mikilvægt starf í hendi. Sjálfur vildi hann verða yngsti dómari í sögu Wisconsin og sagðist vera tuttugu og níu ára. í raun og veru var hann þrjátíu og eins. Þetta hreif, því líkt og Göbbels var McCarthy vel ljós sá veik- leiki fólks, að trúa lýginni sé hún endurtekin nógu oft. Og því skilyrði var hann alltaf ólatur að fullnægja. Um þessar mundir stóð heims- styrjöldin síðari yfir, og Mc- Carthy gerðist sjálfboðaliði í hernum og var sendur til Kyrra- hafssvæðisins. Þar var hann lát- inn gegna þjónustu að baki víg- stöðvanna og kom aldrei nálægt bardögum. Engu að síður laug hann því upp, þegar heim kom, að hann hefði verið stélskytta í sprengjuflugvél og rómaður sem slíkur um allan herinn frá Mac- Arthur og niðurúr. Þessi lýgi átti mestan þátt í því, að hann var kjörinn í öldungadeild Banda- ríkjaþings af hálfu Wisconsinrík- is. Framan af var vegur hans á þingi lítill. Að vísu skipaði hann sér strax í afturhaldssamasta arm þingflokks Repúblíkana og tók sem slíkur afstöðu gegn flestum umbótamálum — gjarnan gegn ríflegum mútugjöfum vissra auð- hringa og auðmanna, enda var hann jafnan fjárþurfi vegna drykkjuskapar og fjárhættuspils, sem hann stundaði af sívaxandi elju. En yfirleitt fór heldur lítið fyrir honum. A kommúnisma minntist hann varla á þessum árum; vissi naumast hvað sú stefna var fyrir nokkuð. Það var ekki fyrr en fór að líða að því, að hann þyrfti að berjast fyrir endurkosningu 1952, að honum flaug í hug að nota hinn ósjálf- ráða ótta Bandaríkjamanna við kommúnismann pólitískri veg- semd sinni til framdráttar. Þar með er komið að meginkaflanum í sögu hans. Hann byrjaði með því að full- yrða í ræðu, að tvö hundruð og fimm flokksbundnir kommúnist- ar væru starfandi í utanríkis- ráðuneytinu. Síðan lækkaði hann töluna niður í fimmtíu og sjö, en hækkaði hana síðan aftur upp í áttatíu og einn. Jafnvel aftur- haldssömustu flokksbræðrum MacCarthys blöskraði slíkt kjaft- æði, en hann vissi hvað hann 5Q VXKAN 50. tM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.