Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 51

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 51
VANDLÁTAR NOTA swish NAGLALAKK M EÐ NAGLAHERÐI 8 TÍZKULITIR ÚTSÖLUSTAÐIR í REYKJAVÍK: REGNBOGINN SF„ BANKASTRÆTI 6, VERZL. TÍBRÁ, LAUGAVEG 19, SPEGLA- OG SNYRTIVÖRUV., SKÓLAVSTÍG 22, GARÐS APÓTEK, SOGAVEG 108, INGÓLFS APÓTEK, AÐALSTRÆTI 4, VERZL. BAUGALIN, MIKLUBRAUT 68, KÓPAVOGS APÓTEK, ÁLFHÓLSVEG 9. ÚTSÖLUSTABIG ÚTI Á LANDI: VERZL. EDDA, KEFLAVÍK, VERZL. STRAUMUR, ÍSAFIRÐI. söng. Réttarhöldin yfir Alger Hiss og fleiri njósnurum Rússa voru mönnum þá í fersku minni, og verulegur hluti bandarísks al- mennings fór smámsaman að hugsa sem svo, að kannski væri einhver flugufótur fyrir því, sem þessi orðljóti senator frá Mið- vestrinu fullyrti. Nefnd var skip- uð af hálfu öldungadeildarinnar til að rannsaka hvað hæft væri í fullyrðingum MacCarthys, en honum tókst með frekju og ó- svífni að gera störf hennar að engu og að lokum að rægja for- mann nefndarinnar og helztu stuðningsmenn hans út úr öld- ungadeildinni. Þessi árangur jók traust hans meðal almennings, og áður en varði var hann orð- inn leiðtogi andkommúnístískrar „krossferðar“, sem aragrúi fá- fróðra og móðursjúkra Banda- ríkjamanna tók þátt í af heilum huga. Næsta bráð MacCarthys var Marshall hershöfðingi, höfundur áætlunarinnar um endurreisn Evrópu og þá hermálaráðherra Bandaríkjanna. Hann hafði fylgt Roosevelt á Jalta-ráðstefnuna, þar sem talið var að forsetinn hefði verið hlunnfarinn af Stal- ín. Hélt McCarthy því nú fram, að Marshall hefði þá og síðar verið kommúnískur flugumaður og því átt drjúgan þátt í Jalta- hneykslinu. Svo heiftarlegar voru árásir þessa siðlausa upp- skafnings og svo mikil voru áhrif hans orðin, að Marshall — einn mikilhæfasti og göfugasti for- ustumaður, sem Bandaríkin hafa eignazt á síðari tímum — varð að draga sig út úr opinberu lífi. Þegar kom að forsetakosning- unum 1952, voru áhrif McCarthys orðin slík, að forustumenn Repú- blíkana þorðu ekki annað en tryggja sér fylgi hans með því að sýna honum viss virðingar- merki, þótt þeir í hjarta sínu hefðu stakan viðbjóð á honum. Leiddi þetta til þess, að þegar kosningunum lauk með sigri þeirra og Eisenhowers, voru völd McCarthys meiri en nokkru sinni fyrr. Hann réð jafnvel em- bættisveitingum til jafns við for- setann. Til að reyna að hafa hem- il á honum gerðu flokksbræður hans hann að formanni nefndar, er hafa skyldi eftirlit með stjórn- araðgerðum. Slíkar nefndir eru að jafnaði áhrifalitlar, en Mc- Carthy sá til þess, að svo varð ekki um nefndina hans, því að, forminu til gat hún í rauninni slett sér fram í hvað sem vera skyldi í stjórnarstofnunum Bandarikjanna. Og það gerði hún. Athafnatími McCarthys og dindla hans í umræddri nefnd er ijótasti kaflinn í stjórnmála- sögu Bandaríkjanna — kafli, sem enginn sómakær Bandaríkja- maður hugsar nú um kinnroða- laust. Á þessum tíma urðu hundr- uð og aftur hundruð heiðarlegra, frjálslyndra embættismanna og herforingja að sæta grútarlegum ofsóknum og jafnvel stöðumissi af ástæðum á borð við þær, að hafa bækur eftir róttæka rithöf- unda í skáp hjá sér. Aðfarir Mc- Carthynefndarinnar minntu ekki á annað meira en galdraofsóknir miðaldanna. Fjöimargir virðuleg- ir embættismenn sögðu af sér í mótmælaskyni. Kommúnistar um allan heim neru saman höndum af ánægju yfir vaxandi sæmdar- leysi Bandaríkjanna á alþjóða- vettvangi, sem þessi villingur frá Wisconsin orsakaði, og lífs- reyndir diplómatar og blaða- menn gömlu ríkjanna í Vestur- Evrópu glottu háðslega í kamp- inn. En að lokum var þolinmæði öldungadeildarinnar á þrotum. Olli því einkum sívaxandi of- sóknir McCarthys á hendur ýms- um herforingjum, sem óttazt var að kynnu að hafa lamandi áhrif á innri styrk hersins. Auk þess VIKAN 50. tbl. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.