Vikan

Eksemplar

Vikan - 16.12.1965, Side 51

Vikan - 16.12.1965, Side 51
VANDLÁTAR NOTA swish NAGLALAKK M EÐ NAGLAHERÐI 8 TÍZKULITIR ÚTSÖLUSTAÐIR í REYKJAVÍK: REGNBOGINN SF„ BANKASTRÆTI 6, VERZL. TÍBRÁ, LAUGAVEG 19, SPEGLA- OG SNYRTIVÖRUV., SKÓLAVSTÍG 22, GARÐS APÓTEK, SOGAVEG 108, INGÓLFS APÓTEK, AÐALSTRÆTI 4, VERZL. BAUGALIN, MIKLUBRAUT 68, KÓPAVOGS APÓTEK, ÁLFHÓLSVEG 9. ÚTSÖLUSTABIG ÚTI Á LANDI: VERZL. EDDA, KEFLAVÍK, VERZL. STRAUMUR, ÍSAFIRÐI. söng. Réttarhöldin yfir Alger Hiss og fleiri njósnurum Rússa voru mönnum þá í fersku minni, og verulegur hluti bandarísks al- mennings fór smámsaman að hugsa sem svo, að kannski væri einhver flugufótur fyrir því, sem þessi orðljóti senator frá Mið- vestrinu fullyrti. Nefnd var skip- uð af hálfu öldungadeildarinnar til að rannsaka hvað hæft væri í fullyrðingum MacCarthys, en honum tókst með frekju og ó- svífni að gera störf hennar að engu og að lokum að rægja for- mann nefndarinnar og helztu stuðningsmenn hans út úr öld- ungadeildinni. Þessi árangur jók traust hans meðal almennings, og áður en varði var hann orð- inn leiðtogi andkommúnístískrar „krossferðar“, sem aragrúi fá- fróðra og móðursjúkra Banda- ríkjamanna tók þátt í af heilum huga. Næsta bráð MacCarthys var Marshall hershöfðingi, höfundur áætlunarinnar um endurreisn Evrópu og þá hermálaráðherra Bandaríkjanna. Hann hafði fylgt Roosevelt á Jalta-ráðstefnuna, þar sem talið var að forsetinn hefði verið hlunnfarinn af Stal- ín. Hélt McCarthy því nú fram, að Marshall hefði þá og síðar verið kommúnískur flugumaður og því átt drjúgan þátt í Jalta- hneykslinu. Svo heiftarlegar voru árásir þessa siðlausa upp- skafnings og svo mikil voru áhrif hans orðin, að Marshall — einn mikilhæfasti og göfugasti for- ustumaður, sem Bandaríkin hafa eignazt á síðari tímum — varð að draga sig út úr opinberu lífi. Þegar kom að forsetakosning- unum 1952, voru áhrif McCarthys orðin slík, að forustumenn Repú- blíkana þorðu ekki annað en tryggja sér fylgi hans með því að sýna honum viss virðingar- merki, þótt þeir í hjarta sínu hefðu stakan viðbjóð á honum. Leiddi þetta til þess, að þegar kosningunum lauk með sigri þeirra og Eisenhowers, voru völd McCarthys meiri en nokkru sinni fyrr. Hann réð jafnvel em- bættisveitingum til jafns við for- setann. Til að reyna að hafa hem- il á honum gerðu flokksbræður hans hann að formanni nefndar, er hafa skyldi eftirlit með stjórn- araðgerðum. Slíkar nefndir eru að jafnaði áhrifalitlar, en Mc- Carthy sá til þess, að svo varð ekki um nefndina hans, því að, forminu til gat hún í rauninni slett sér fram í hvað sem vera skyldi í stjórnarstofnunum Bandarikjanna. Og það gerði hún. Athafnatími McCarthys og dindla hans í umræddri nefnd er ijótasti kaflinn í stjórnmála- sögu Bandaríkjanna — kafli, sem enginn sómakær Bandaríkja- maður hugsar nú um kinnroða- laust. Á þessum tíma urðu hundr- uð og aftur hundruð heiðarlegra, frjálslyndra embættismanna og herforingja að sæta grútarlegum ofsóknum og jafnvel stöðumissi af ástæðum á borð við þær, að hafa bækur eftir róttæka rithöf- unda í skáp hjá sér. Aðfarir Mc- Carthynefndarinnar minntu ekki á annað meira en galdraofsóknir miðaldanna. Fjöimargir virðuleg- ir embættismenn sögðu af sér í mótmælaskyni. Kommúnistar um allan heim neru saman höndum af ánægju yfir vaxandi sæmdar- leysi Bandaríkjanna á alþjóða- vettvangi, sem þessi villingur frá Wisconsin orsakaði, og lífs- reyndir diplómatar og blaða- menn gömlu ríkjanna í Vestur- Evrópu glottu háðslega í kamp- inn. En að lokum var þolinmæði öldungadeildarinnar á þrotum. Olli því einkum sívaxandi of- sóknir McCarthys á hendur ýms- um herforingjum, sem óttazt var að kynnu að hafa lamandi áhrif á innri styrk hersins. Auk þess VIKAN 50. tbl. 51

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.