Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 38
Með hárið greitt...
Framhald af bls. 29.
markaður fyrir þessa hluti. Ég
byrjaði með þessa búð fyrir u.þ.b.
ári, og viðskiptin hafa stöðugt
farið vaxandi.
— Er það ekki aðallega lúxus-
fólk, sem leggur leið sína hing-
að til þín?
— Mikill hluti viðskiptavina
minna er fólk, sem misst hefur
hárið af völdum sjúkdóma, ann-
að hvort algjörlega eða fengið
svonefndan blettaskalla. Ég hef
afgreitt slíka viðskiptavini á öll-
um aldri og það er þess virði
að vera vitni af ánægju þeirra
með vöruna. Fyrir síðustu jól út-
vegaði ég t.d. hárkollu handa sjö
ára telpu, sem hafði verið algjör-
lega hárlaus frá fæðingu, og það
frétti ég síðar, að kollan hefði
verið bezta jólagjöfin það árið.
— Eru það ekki eingöngu kon-
ur, sem kaupa hár hér, fyrir utan
sjúklinga?
Margrét leit út um glugg-
ann og benti mér á mann, sem
gekk þar fyrir grandalaus. Það
gljáði á skallann, sem var um-
kringdur hárkraga. — Svona
menn koma hingað, láta taka mál
af skallanum, og svo panta ég
kolluparta fyrir þá. Hér sérðu
sérstakan plástur, sem notaður
er til að líma slíka parta á höf-
uðið. Viðskipti karlmanna við
verzlunina fara ekki síður vax-
andi, og er það vel.
— Nú, og svo eru það bless-
aðar peysufatakonurnar. Þær
skipta mikið við mig, kaupa flétt-
ur af öllum mögulegum gerðum.
Mest er þó líklega salan í svo-
kölluðum toppum, sem má gera
hina ótrúlegustu hluti með. Þeir
koma sér vel í hári, sem er að
UPF, EANK'HLÍTUB
. AÐ kafa.fylgt riím
•XM.U SSM VIÐ KEYPT-
UM & UPPBOÐINU
byrja að þynnast, og fyrir konur,
sem stunda samkvæmislífið að
einhverju marki.
— Hvaðan færðu þessar hár-
kollur, toppa og fléttur?
— Frá Ítalíu, Þýzkalandi og
Japan. Til gamans má geta þess
að Jackie Kennedy hefur keypt
margar af sínum frægu hárkoll-
um hjá ítalska fyrirtækinu, sem
ég hef umboð fyrir hér.
— Er ekki ósvífið að §pyrja,
hvort þú notar einhvern tíma
hárkollu?
— Ég held nú ekki. Ég skamm-
ast mín ekki fyrir að bera hár-
kollu, og það ætti enginn að
gera. Mér finnst fráleitt að verzla
með hluti, án þess að hafa
reynzlu af þeim. Þess vegna þyk-
ir mér gott að geta sagt við við-
skiptavini mína, þegar þeir
spyrja, hvort þetta sé ekki áber-
andi, að þeir geti sjálfir dæmt
um það, ég sé með kollu. Þeir
verða undantekningarlaust undr-
andi og til muna hressari.
Og ég varð sannarlega undr-
andi. Ég fékk ekki annað séð,
en að þetta væri í hæsta máta
eðlilegt hár.
Þegar eiginmaðurinn hringir
heim til konu sinnar, eða unnust-
inn heim til kærustunnar og býð-
ur henni út með stuttum fyrir-
vara, er fyrsta hugsunin: Almátt-
ugur, en hárið á mér! Og svo er
ruðzt til og hárið þvegið og
strekkt í rúllur og þurrkan sett
í gang. Og þá er eftir að túbera
og lakka og hver veit hvað, og
þegar stundin rennur upp, er
konan orðin lafmóð af öllum lát-
unum, og skemmtunin verður
e.t.v. minni fyrir bragðið. í slík-
um tilfellum væri óneitanlega
handhægt að hafa tilbúna kollu
á statívi inni í skáp eða uppvaf-
inn topp á góðum stað, svo að
ekki sé annað að gera en slappa
af, unz ballið byrjar. Gestir gera
heldur ekki alltaf boð á undan
sér, og þá væri þægilegt að geta
bara brugðið á sig hárkollu og
tekið á móti þeim áhyggjulaus
með blíðubros á vör.
Einhvern tíma heyrði ég líka
þá sögu, að stórt fyrirtæki í
Ameríku hefði alltaf handbærar
a.m.k. tvær hárkollur handa
hverri starfsstúlku og sérstakan
mann, sem sæi ekki um annað
en greiða kollunum og skipta um
á höfðum stúlknanna, þegar þær
væru farnar að úfna í dagsins
önn. Með þessu sparaði fyrirtæk-
ið sér ótrúlegan fjölda vinnu-
stunda stúlknanna, sem annars
færi í snyrtingu fyrir framan
spegilinn. Hvort sem þetta er nú
Lilju dömubindi fást með og án lykkju. í þeim er
bæði vatt og bómull og silkimjúk voð. Lilju bindi
eru því sérstaklega þægileg. Biðjið um pakka af AAIIIAIII\ir)lll?
Lilju bindum næst, þegar þér þurfið að kaupa ,v' LUiVL/ui\
þessa vöru. Lilju bindi eiga að fást í næstu búð. Ármúi« ió - simi 33400.
gg VIKAN 50. tbl.