Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 24
VIKAN OG HEIMILIÐ ritstjóri: Gucíridur Gisladóttir. Ef þið saumið einlitan dúk má nota hann allan ársins hring, en sé keypt heldur meira af efninu, er hægt með lítilli fyr- irhöfn að gera hann að jóla- dúk á jólunum. Dúkurinn sjálf- ur á myndinni er ætlaður á kringlótt borð og sniðinn eftir því. Á kantana er saumað 33 cm. breið pífa, sniðin a.m.k. helmingi lengri en kanturinn, þannig að hún smáfellist vel. Þannig er dúkurinn, en litla svuntan er kringlótt, 25 — 30 cm. í þvermál, eða eftir smekk og stærð borðsins. Brúnirnar eru bryddaðar með skábandi. Fallegt er að dúkurinn sé grænn og svuntan þá í sama lit. í»á eiga hjörtun að vera úr appelsínurauðu, rauðu og rauð- og hvítröndóttu efni. Snið af þeim er hér fyrir neðan. Klipp- ið hjarta úr appelsínurauða ... en hvenær koma kærí minn kakan þín og jólin. Þetta litla munstur má nota á margan hátt til jólagjafa, sauma það í dúka, barnaföt o.fl. Jólasvunta á dúkinn Framhald á bls. 24. Sjá snið á bls. 40. Hárgreiðslan Þær sem klipptar eru svipað þessu, eins og' marg- ar eru núna, geta gert hárgreiðsluna hátíðlegri, þegar það á við. Á annarri myndinni hefur stúlk- an bundið slaufu um stutta hárið í hnakkanum og rúllað því í skárúllu, en neðst er hnakkahárið krullað í stóra, opna Iokka aftur af hnakkanum, en flauelsband frá hliðum og yfir hnakka, með skrautlegu meni í hliðunum. Hárið tollir auðvit- að ekki í hnakkanum, nema það sé lakkað vel. Gleymið ekki útlitinu í jólaönnunum Fæturnir Hendurnar Séu fæturnir þreyttir í jólaönnunum getur verið gott að hvila þá með æfingum. Þær fjórar æfingar, sem lýst verður hér á eftir, eru allar auðveldar og fljótlegar. Til þess að styrkja kálfana og koma í veg fyrir sinadrátt af þreytu, sem oft kemur, hafi verið staðið og gengið mikið á háum hælum, er gott að ganga á hælunum og snúa um leið tánum dálítið inn á við. Til þess að styrkja iljarnar skuluð þið standa með fæturna beint fram svolítið hvor frá öðrum. Veltið svo fótunum út á við, þann- ig að þið standið á ytri hlið iljarinnar og á hlið táarinnar, snúið svo tánum inn á við og reisið ykkur upp á tær um leið. Þetta er góð æfing við þreytu eftir miklar stöður, en helzt þarf að iðka hana reglulega, og þær sem hafa signar iljar ættu að gera þetta þrisvar sinnum á dag í tíu skipti í senn. Til þess að styrkja liðamótin er ráðlagt að standa á þykkri bók með tærnar svolítið út af. Beygið svo tærnar, eins og þið séuð að reyna að ná i blaðsíðurnar og teygið úr þeim aftur. Endurtakið þetta nokkrum sinnum. Til þcss að styrkja fæturna í heild er rétt að standa dálítið frá skáp, sem þið getið stutt ykkur við, rísa upp á tærnar og svo velta fætinum yfir á hælinn, síðan aftur upp á tær og þannig áfram. Séu hendurnar hrjúfar er gott að gefa þeim olíu- bað. Hitið olivuoliu þar til hún er volg og blandið örlitlum sykri í. Látið hendurnar liggja um stund á hverju kvöldi í oliunni, en á eftir eru þær þvegnar í volgu vatni og feitri sápu og handáburður nudd- aður vel inn i húðina á eftir. Bezt er að bera hand- áburðinn á strax eftir að hendurnar eru þurrkaðar og nudda hann eins og verið sé að fara í hanzka. Mjög heitt vatn þurrkar hendurnar og gerir þær hrjúfar, en kuldi er lika slæmur fyrir þær. Farið því aldrei berhentar út í kulda. Notið eingöngu pappírsþjöl á neglurnar, og hægt er að styrkja þær þegar mikið reynir á þær vegna vinnu með því að * lakka undir þær um lelð og þær eru lakkaðar að of- an. í snyrtivöruverzlunum eru á boðstólum efni til að styrkja neglurnar og mýkja naglböndin, en gott % heilsufar almennt er líka mikilvægt fyrir styrkleika naglanna. Kalk og B-bætiefni má reyna. Séu lita- blettir á höndunum af saft eða einhverju öðru eru sitrónur og haframjöl helztu ráðin. Hendurnar eru nuddaðar innan úr sítrónuberki, en haframjölsað- ferðin er þannig, að fyrst eru hendurnar látnar í gufubað og síðan nuddaðar með hráu haframjöli. í mjög gróf störf er sjálfsagt að nota gúmmíhanzka eða kremið, sem verður að ósýnilegum hanzka og fæst 1 apotekum. Sé hvorugt fyrir hendi verður að þvo hendurnar sem allra fyrst eftir störfin og ágætt er að klóra vel í sápu áður en byrjað er, þannig að óhreinindin safnist ekki undir neglurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.