Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 18
Ýmislegt nýtt er að gerast í bílamálunum eins og venjulega á þessum tíma árs og marg- ar nýjungar um að ræða. Við höfum áður á þessum árshelmingi kynnt Peugeot 202, Farmobil, Moskvitsinn nýja og Haflinger. Nú er mál að taka upp þráðinn að nýju og hér kemur sá fyrsti: Ford Bronco. Ford Motor Company virðist ætla að slá í gegn með villihestaseríunni sinni. Fyrsti villi- hesturinn þeirra, Mustang, hefur orðið jafn- mikið uppsláttarverkfæri fyrir þá og þeir gerðu ráð fyrir, en sú saga var rakin í VIK- UNNI skömmu áður en Mustang kom á mark- aðinn. Hann er nú með söluhæstu bílum í Ameríku og mér er sagt, að hann sé kallaður The Poor Mans Sport, eða sportbíll fátækl- inganna. Og nú í haust kom villihestur nr. tvö, Bronco. Þetta er bíll af þeirri gerðinni sem við íslendingar köllum jeppa hvað sem hver segir og í trássi við hvað rétt er á amerísku og hvað ekki. Hann er nefnilega með drifi á öllum hjólum og af hinni réttu stærð. Bronco er sem sagt á svipaðri bylgju og þessir gömlu og góðu sem þið þekkjum öll: Villís, Landróver, Gipsý og Rússi, og má segja að sín ögnin minni á hvern. Vonandi sameinar hann það bezta úr þeim öllum, og sé svo, þarf enginn íslendingur að velta vöng- um yfir því, hvort Broncó sé góður bíll. Ef til vill má kalla broncóinn Jeppafólks- bíl. Hann er laglegur utan sem innan og þægilegur ísetu, sem sagt vel frambærileg- ur til að bjóða konunni upp í jafnvel þótt hún sé í sparikjólnum dýra og fína. Og svo, þegar húsbóndinn er kominn í útprjónuðu peysuna og frúin í síðbuxurnar, þarf ekki að tjalda ár eftir ár í sömu troðnu lautinni rétt utan við veginn eða vera að kroppa upp berin sem löngu er búið að tína við alfara- leiðir áætlunarbílanna, því broncóinn flökr- ar ekki við ójöfnu landslagi og fer sínar eig- Jg VIKAN 50. tbl. Opefl Kadett Clirysler
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.