Vikan

Eksemplar

Vikan - 16.12.1965, Side 18

Vikan - 16.12.1965, Side 18
Ýmislegt nýtt er að gerast í bílamálunum eins og venjulega á þessum tíma árs og marg- ar nýjungar um að ræða. Við höfum áður á þessum árshelmingi kynnt Peugeot 202, Farmobil, Moskvitsinn nýja og Haflinger. Nú er mál að taka upp þráðinn að nýju og hér kemur sá fyrsti: Ford Bronco. Ford Motor Company virðist ætla að slá í gegn með villihestaseríunni sinni. Fyrsti villi- hesturinn þeirra, Mustang, hefur orðið jafn- mikið uppsláttarverkfæri fyrir þá og þeir gerðu ráð fyrir, en sú saga var rakin í VIK- UNNI skömmu áður en Mustang kom á mark- aðinn. Hann er nú með söluhæstu bílum í Ameríku og mér er sagt, að hann sé kallaður The Poor Mans Sport, eða sportbíll fátækl- inganna. Og nú í haust kom villihestur nr. tvö, Bronco. Þetta er bíll af þeirri gerðinni sem við íslendingar köllum jeppa hvað sem hver segir og í trássi við hvað rétt er á amerísku og hvað ekki. Hann er nefnilega með drifi á öllum hjólum og af hinni réttu stærð. Bronco er sem sagt á svipaðri bylgju og þessir gömlu og góðu sem þið þekkjum öll: Villís, Landróver, Gipsý og Rússi, og má segja að sín ögnin minni á hvern. Vonandi sameinar hann það bezta úr þeim öllum, og sé svo, þarf enginn íslendingur að velta vöng- um yfir því, hvort Broncó sé góður bíll. Ef til vill má kalla broncóinn Jeppafólks- bíl. Hann er laglegur utan sem innan og þægilegur ísetu, sem sagt vel frambærileg- ur til að bjóða konunni upp í jafnvel þótt hún sé í sparikjólnum dýra og fína. Og svo, þegar húsbóndinn er kominn í útprjónuðu peysuna og frúin í síðbuxurnar, þarf ekki að tjalda ár eftir ár í sömu troðnu lautinni rétt utan við veginn eða vera að kroppa upp berin sem löngu er búið að tína við alfara- leiðir áætlunarbílanna, því broncóinn flökr- ar ekki við ójöfnu landslagi og fer sínar eig- Jg VIKAN 50. tbl. Opefl Kadett Clirysler

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.