Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 54
ið með sigur af hólmi, og tll þess
hafði hann drepið þrjó menn.
Sér til skelfingar fann Loomis, að
hann var farinn að reiða sig ó
hann.
Linton vissi mjög lítið um Grier-
son, allra sízt að hann hafði drep-
ið. Það var starf Loomis að sjá um,
að slíkt síaðist ekki út, og hann
vann störf sín aðdáunarlega vel.
Þessvegna var það, sem hann hafði
stýrt þessari mjög svo sérstæðu
deild í níu ár, án þess að svo mik-
ið sem ein spurning hefði verið
lögð fram á opinberum vettvangi.
Linton vissi, eins og allir aðrir í
sérdeildinni, að orðið „sér" náði
yfir sérstök störf í víðum skilningi.
Hann vissi, að Grierson hafði það
til að bera, sem skýrði orðið í
flestum orðabókum: sérstakur, ein-
stakur, fram úr skarandi, maður
eða hlutur, sem skarar fram úr.
Hann vissi einnig að það var gott
að vinna með honum, og hann var
ólíklegur til að stofna til vandræða.
Þeir heimsóttu klúbbinn, sem
Craig hafði komið til, Lucky Seven,
í bíl Griersons, gömlum Lagonda,
sem eyddi svo miklu bensíni, að
það olli endalausum þrætum við
reikningadeildina, og endrum og
eins framkallaði orðahríð frá
íhaldssamari lögreglumönnum. Orr-
ustuvöllurinn var friðsamur og auð-
ur og klúbburinn hafði opnað fyrir
kvöldið, þegar þá bar að garði.
Linton sýndi fýlulegri barþjónustu
lögregluskilríki sín, og fýlan hvarf
þegar í stað, þegar henni varð Ijóst,
að hér voru komnir tveir menn I
viðbót, sem nenntu að hlusta á
sögu hennar.
Linton og Grierson hlustuðu með
góðum vilja atvinnumannanna,
hlustuðu á það hvernig maður að
nafni Reynolds hafði litið út og
hvernig hann hefði verið klæddur
og hvað hann hefði drukkið mikið
af viskíi og síðan reynt að stramma
sig af með kaffi. Þegar þeir báðu
hana að lýsa honum nákvæmlega,
sagði þjónustustúlkan, að hann
væri sætur, og þegar hún var beðin
um að lýsa honum nánar, sagði
hún, að hann hefði verið svolítið
líkur Grierson, en ekki eins dökkur.
Grierson var ánægður eins og ævin-
lega, þegar honum voru slegnir
slíkir gullhamrar; en Linton fann,
að maðurinn hefði í raun og veru
verið hættulegur allt kvöldið, en
dulið það vel eins og Grierson.
Eftir að Linton hafði ógnað, en
Grierson veitt samúð, sagði bar-
þjónustan þeim mjög hikandi, hvar
þeir gætu fundið Tessu. Svo kom
klúbbeigandinn fram á sjónarsviðið,
bauð þeim til skrifstofu sinnar,
hellti ómælt viskíi í glös handa
þeim og hélt langa ræðu um kyrr-
látt og löghlýðið eðli klúbbfélag-
anna og benti þeim á, að
það hefði verið gestur, meira að
segja óþekktur, sem hefði gengið
af göflunum með þessum árangri.
Glugginn, sem hann hafði horft á
bardagann út um, var hægra meg-
in við borðið hans, og síminn, sem
hann hafði ekki notað til að hringja
Sunftesh
HVERFISGÖTU 16 A
UNDRAPÚÐINN
APPELSfN
SfTRÚN
UME
Svalandi - ómissandi
á hver'u heimili
SNUG sssr
J Ó MÖLLER & CO.,
Kirkjuhvoli, Sími 16845.
-----------------/
sem festir tanngóminn,
dregur úr
eymslum,
límist viS
góminn,
þarf ekki að
skipta daglega.
SNUG er sérstaklega mjúkur plast-
ic-púði, sem sýgur góminn fastan,
þannig að þér getið talað, borðað
og hlegið án taugaóstyrks. SNUG
er ætlað bæði efri- og neðrigóm.
Þér getið auðveldlega sjálf sett púð-
ann á, hann situr fastur og hreins-
ast um leið og tennurnar. — SNUG
er skaðlaus tannholdi og gómnum.
Endist lengi og þarf ekki að skipta
daglega.
ÍA /H/^MT^FT^n
SKARTGRIPIR
UV/UM^WLi^ U=iU=i
trúlofunarhrlngar
m~'
uun
á lögregluna þegar f stað, var
beint fyrir framan hann. Linton
benti honum á þetta, en eigandinn
hélt því fram að hann væri jafn
rólyndur og meðlimir klúbbs hans,
og honum hafði brugðið svo við að
horfa á þetta, að hann hefði hvorki
mátt hræra legg né lið, hefði í
rauninni verið alveg stjarfur. Hann
hafði tvo skurði eftir rakvél á hægri
kinn. Grierson og Linton drukku
meira af viskiinu hans og fóru svo
að hitta Tessu Harling.
Hún var vel snyrt og falleg í
nælonslopp, sat í eldhúsinu sínu
og horfði á Craig éta glóðarsteikt
beikon og eggjahræru, sem hún
hafði borið fram handa honum.
Allt í einu datt henni [ hug, henni
til mikillar undrunar, að hún elsk-
aði þennan mann. Kvöldið áður
hafði hún horft á hann slást við
einn af heimsins mestu drullusokk-
um og særa hann þar sem hann,
öðrum fremur, átti skilið að vera
særður. Tessa vissi, að hann hafði
gert það fyrir sjálfan sig, að hann
hafði ekki vitað, eða látið sig engu
skipta að hún var þarna, en þrátt
fyrir það elskaði hún hann. Hann
var hættulegur og sjálfum sér nóg-
ur og næstum örugglega glæpa-
maður. Ekkert af þessu skipti máli.
Bráðlega, ef til vill mjög bráðlega,
myndi hann yfirgefa hana, vegna
þess að hún var ekki nógu gáfuð
né fögur til að halda í hann, vegna
þess að hann lifði í leynum eins
og þeir verða að gera sem ofsótt-
ir eru. Þetta skipti allt miklu máli,
en það gat ekki komið í veg fyrir,
að hún elskaði hann. Ekkert gat
gert það. Hún hafði séð hann slást.
Horft á orkuna, sem leystist úr
læðingi, hina slyngu, þjálfuðu eyði-
leggingarorku. Hvar sem Craig fór,
bar hann hættuna með sér eins og
sprengju, en meðan hann leyfði
henni myndi hún fara líka.
Craig lauk við að borða og bauð
henni sígarettu. — Þetta var góður
matur, Tessa, sagði hann. — Bezti
matur, sem ég hef fengið svo vik-
um skiptir.
Hún brosti þakklát, en augu hans
voru ennþá köld og vökul. Hún
vissi, að hann var að velta því
fyrir sér, hvernig bezt væri að yfir-
gefa hana og komast burt.
— Mig langar að hjálpa þér. Ég
vil, að þú verðir kyrr hérna, sagði
hún.
Jafnvel í gærkvöldi, hugsaði hún,
meðan hann var drukkinn, á þenn-
an varfærna hátt, jafnvel þá, þegar
ég hélt að hann væri endurskoð-
andi eða eitthvað þessháttar, gat
ég ekki látið hann f friði, ég varð
að elta ólar við hann, jafnvel þótt
vesalings Mike Diamond sæti þarna
og Mike hefur eytt miklu í mig og
mér Kkar vel við hann. En ég lét
sem ég vissi ekki af honum. Þessi
maður fyllti heiminn fyrir mér.
— Þeir munu hafa upp á mér,
sagði Craig. — Þeir munu reyna að
drepa mig.
Hún efaðist ekki andartak um
það sem hann sagði.
Framhald f næsta blaði.
VIKAN 50. tbl.