Vikan - 16.12.1965, Síða 2
í FULLRI HLVÖRU
Munið efftir hinum margföldu
pappfrs- og kolasíum
En bragðlð bregzt ekki!
LARK
Þorláksblót
Nú fer í hönd messa heilags Þor-
láks, sem við, sú kynslóðin sem
í bernsku mat jólavísur Jóhann-
esar úr Kötlum til jafns við jóla-
guðspjallið, tengdum ævinlega
jólasveininum Kjötkróki. Þetta
var stór dagur í þá daga, mesti
verzlunardagur ársins og maður
fékk að vera á stjái í bænum til
miðnættis, vaðandi bombureyk
og kínverja í mjóalegg að minnsta
kosti og kom svo heim dauð- ,
þreyttur til þess að hlusta á jóla-
kveðjurnar í útvarpinu, og enn
þann dag í dag eru þær mér
meiri jólaboði en auglýsingaösk-
ur í útvarpi og blöðum og ann-
arlegt dinglumdangl í búðar-
gluggum og yfir götum.
En svo þegar maður verður
fullorðinn, kemur hnefinn í and-
litið og manni verður ljóst, að
fullorðna fólkið tignar ekki heil-
agan Þorlák á jafn einfaldan hátt.
Nei, nú skal ekki minna til en
bergja skál hans í áfengi og því
sterkara, þeim mun betra, svo nu
má heita, að Þorláksmessa sé orð-
in ein allsherjar fylliríis orgía.
Hvað þær eru þar með orðn-
ar margar, hinar sjálfsögðu fyll-
iríishátíðir með okkar þjóð? Það
eru áramótin, hvítasunnan, 17.
júní, verzlunarmannahelgin og
nú Þorláksmessan, þetta eru þær
5, sem ég veit um fyrir víst.
Á Þorláksmessu á margur
heimilisfaðirinn eftir að kaupa
eitt og annað fyrir jólin og búa
í haginn fyrir þau á ýmsan hátt.
Þá er gjarnan haldið heilmikið
brennivínspartý á vinnustaðnum,
og mörgum er svo farið, að þeir
eiga erfitt með að draga í land,
þegar þeir hafa á annað borð
smakkað það. Svo sá dagur er
bókaður Bakkusi. Svo vakna
menn skelþunnir og ómögulegir á
aðfangadagsmorgun og eiga þá
eftir að æða úr einum stað í ann-
an til að reyna að bjarga mál-
unum, og oft fer þannig, að þeir
ná þeim ekki öllum í höfn. Svo
jólin ganga í garð yfir hálf-væng-
brotna menn, bláþunna og ó-
mögulega.
Látum nú vera, þótt menn ylji
sér innvortis annað slagið. En er
ekki lágmarkskrafa, að tíminn til
þess sé að einhverju leyti val-
inn? Er ekki hægt að tigna minn- J
ingu heilags Þorláks öðruvísi?
Ég minnist þess ekki, að hann
hafi verið ýkja mikill brenni-
vínssvelgur.
Eða á maður að trúa hinu?
Að þjóðin sé orðin svo gegnsós-
uð af áfengishrifningu, að menn
geti ekki hugsað sér að halda
edrú aðfangadagskvöld, nema
hafa tekið út rækilegt forskot á
Þorláksmessu? S.H.H.
2 VIKAN 50. tbl.