Vikan


Vikan - 24.11.1966, Qupperneq 2

Vikan - 24.11.1966, Qupperneq 2
HEIMSLISTRYGGING ER BETRI... Innbúsbrunatrygging er talin sjólfsögð og fóir eru þeir einstaklingar eða heimilisfeður, sem ekki hafa heimili sitt brunatryggt í dag. Reynzlan sýnir, að með breyttum lífshóttum, fara vatnstjón, reykskemmdir, innbrot, óbyrgðartjón o. fl. slík tjón mjög vaxandi. Hin nýja HEIMILISTRYGGING er sérstaklega sniðin við þessar breytf'q aðstæður. Hún tVýggir innbúið m.a. fyrir tjónum af völdum bruna, vatns, innbrota og þjófnaðar. Húsmóðirin og börnin eru slysatryggð gegn varanlegri örorku og óbyrgðartrygging fyrir alla fjölskylduna er innifalin. HEIMILISTRYGGING ER ÓDÝR, KOSTAR FRÁ KR. 300.00 Á ÁRI. Með einu samtali er hægt að breyta innbústryggingu í HEIMILISTRYGGINGU hvenær semerá tryggingarárinu Umboð okkar um allt land munu breyta tryggingu yðar í HEIMILISTRYGGINGU. í FULLRI flLVÖRU SAIVIVI rv INUT RYGGINGAR Það, sem nefnd ir skilja ekki Enn einu sinni hefur alvarleg nefnd, skipuð alvarlegum mönn- um af alvarlegum aðilum, skilað alvarlegri skýrslu með alvarleg- um niðurstöðum og alvarlegum tillögum til úrbóta. Og sú alvar- lega tillaga, sem mest alvara hef- ur verið á lögð, er að auka áður- settar hömlur og setja á eitt bannið enn. Á afmæli forsetans árið 1964 var á Alþingi íslands kjörin nefnd til að kanna ástandið í áfengismálum þjóðarinnar og gera tillögur til úrbóta. Ekki skal hér rætt um skýrsluna sem slíka, ef til vill verður hún síðar tekin til einhverrar athugunar. En eitt af því fyrsta, sem lagt var fyrir Alþingi í haust var sú tillaga nefndarinnar, að veitingahús skiftust á um að hafa vínlaus laugardagskvöld. Víst er tillagan hógvær. En er æskilegt að vera með frekari takmarkanir en orðið er? Menn geta þráttað endalaust um, hvort gáfulegra muni að selja brennivín í pottflöskum eða meðalaglösum eins og kogara. Menn geta líka þrasað svo tím- um skiptir um það, hvort þjóni nokkrum tilgangi að banna af- greiðslu áfengis á skemmtistöð- um á miðvikudögum. Menn geta líka ergt sig endalaust yfir því, að stúlkur mega gifta sig átján ára og það er ekkert sagt við því þótt þær byrji að ala böm 15 ára og séu sjö barna mæður tuttugu og eins árs, en þær mega ekki fá sér létt vín í glas á opin- berum bar fyrr en þær hafa náð tuttugu og eins árs aldri. Allt þetta eru smámunir og aðeins til að ræða manna á milli, en hitt er annað mál, hvort valdboð er ævinlega rétta leið- in til úrbóta. Venjulega fer svo, að fólkið fer þá að pukrast og læðupokast með það sem bann- að er; í stað þess að sitja eins og góðu börnin á vínlausu laugar- dagskvöldi, segjum á Hótel Sögu, fer fólkið í partý og kannski fleiry-' en eitt og sumir láta sér jafnvel ekki flökra við að skutlast á bíl- um milli þeirra. Um þetta er aðeins til ein al- gild regla, og hún er þessi: Um leið og sett er bann við einhverju því, sem almenningur sættir sig ekki við ,eykst pukrið og skefja- leysið til muna og afleiðingarn- í ar af því verða iðulega verri og alvar'.egri, heldur en ef mönnum er fr'élst að gera það sem þeir ætla að gera hvort sem er. Bönn, sem aðeins eru sett til að brjóta eru til afsiðunar þjóðfélagsins fremur en hið gagnstæða. S.H.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.