Vikan


Vikan - 24.11.1966, Síða 6

Vikan - 24.11.1966, Síða 6
 ONSON Lóöar * losar ryðgaða bolta og rær * hreinsar og þurrkar rafkerti # losar málningu af við- kvæmum flötum # þíðir frosnar vatnsleiðslur # nothæfur sem suðutæki # og hentar við óteljandi fleiri verk. Thé pörfect wafl of heating up. thermoplastic tíTes when fixing them to floors or walls. Just the limited flamo you need lo strlp window frames of paint I Play a little heat opjrozen water piþes, you'll have therrt thawod In no tlme. . ... It lies down to glve a 'Buaaen burner' effect for many labora- tory uses. Stillanlegur logi fyrir hvaða verk sem er. Vil í w ImU Si p:| L ! »■. • r 1 ijlr j |. | 1 " 'r' R Einkaumboð: I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F. Reykjavík SMEKKLEYSI RÍÐUR HÚSUM. Kæra Vika. Þá höfum við fengið sjónvarp og ég sá, að ritstjórinn var í leið- ara að hæla því, hvernig það hafi farið af stað. Ég er reyndar nokk- uð sammála því en þó hefur komið fyrir, að ég hef varla nennt að horfa á eitt einasta at- riði úr prógramminu. Vitaskuld hlýtur það líka að verða þannig, að ég og hver sem er annars fáum aldrei nema tiltölulega lítið við okkar sérstaka hæfi, en eitt er, sem ég hygg, að flestir geti verið sammála um. Það eru tóbaksaug- lýsingarnar. Það gekk gersam- lega fram af mér eitt kvöld, þeg- ar fréttamaðurinn byrjaði á því að skýra frá einhverri lækningu við krabbameini, sem menn höfðu jafnvel vonir um, að mundi bera árangur. Þar á eftir var þáttur, sem mig minnir að hafi heitið: Með ungu fólki og síðan var dembt yfir mann samsafni af sjóurum og einhverju leigðu kvenfólki, sem dró áfergjulega reyk ofan í sig, eins og sá einn gerir, sem fær vel borgað fyrir það. Síðan hefur þessi auglýsing komið oftar og jafnvel tvívegis sama kvöldið. Ég vil eindregið mælast til þess að fá að borga hærra afnotagjald og sleppa við tekjuöflun af þessu tagi. Þetta er smekkleysi, sem ríður húsum eins og draugarnir gerðu í gamla daga. Mér finnst þátturinn „í fullri alvöru“ ágætur og les hann í hvert einasta sinn. Einn úr Stálsmiðjunni. UM ORÐ, SEM FARA HAMFÖRUM. Hr. ritsjóri. Það er nú ekki oft að ég sezt niður til þess að skrifa blöðun- um, en ég vil þakka fyrir gott og skemmtilegt blað og það sem ég tel þó mest um vert, að rétt sé farið með íslenzkt mál, meðan við á annað borð höldum okkur við það. Það hefur aldrei svo ég muni, þurft að taka Vikuna fyrir í íslenzkuþáttunum í út- varpinu og ég vona, að þið stand- ið ykkur framvegis. í leiðinni langar mig til þess að minnast á orð, sem ofvaxa og fara hamförum. Þau verða tízku- orð og leggja undir sig önnur orð oð það er alltaf hægt að koma þeim við. Eitt þessara ofvöxnu orða er sögnin að staðsetja. Ég man fyrst eftir þessari sögn í sambandi við knattspyrnu; það var talað um , að menn væru vel eða illa staðsettir á vellinum. Og nú er svo.komið, að allt er stað- sett, hvernig sem á það er minnzt. Þó er venjulega hægt að komast af án þess að nota þetta orð. Dæmi: Bíllinn, sem lenti í á- rekstrinum, var staðsettur á Laugavegi. Nægilegt og jafnvel betra væri að segja: Bíllinn, sem lenti í árekstrinum var á Lauga- vegi. Nú er farið að nota þessa of- vöxnu sögn í staðinn fyrir sögn- ina að láta: Hvar á ég að staðsetja þetta í staðinn fyrir: Hvar á ég að láta þetta. Venjuega dugar sögnin að vera með prýði og krefst einskis meir. Það má gæta sín fyrir svona hlutum; þetta gerir málið fátæklegra. Stundum er „staðsetningin“ notuð í furðuleg- ustu samböndum, einungis til að koma henni að. Dæmi: Skipið var staðsett við bryggju, í stað: Skip- inu var lagt við bryggju. Að lok- um vona ég, að þið varið ykkur á þessari staðsetningarplágu í Vikunni. Með beztu kveðjum. Steingrímur Steinsson. MINNING ÚR SÍÐUMÚLA. Hr. ritstjóri. Ég er einn þeirra manna, sem sumir mundu kalla breyzkan og stundum hendir það mig að detta í það heldur illilega. En vegna þess að konan er alltaf síhrædd um að mig hendi einhvert slys undir þeim kringumstæðum, þá hef ég fyrir vana að láta hana alltaf vita hvar ég er og hvað mér líður. Þetta hefur orðið að samkomulagi hjá okkur og hún fyrirgefur mér þennan vankant ef ég gleymi þessu ekki — sem ég aldrei geri. En nú var það um daginn að ég lenti í smávegis ryskingum og löggan kom þarna og mér var ekið í handjárnum inn í Síðumúla og hlotnaðist að gista þar með rónum og allskon- ar lýð. Nú fannst mér það í sjálfu sér ekkert til að óskapast yfir, en aðeins vildi ég hringja í kon- una strax og ég kom þangað svo hún yrði ekki hrædd um mig þó ég sæist ekki heima þá nóttina. Þessu var þverneitað og eftir mikið stapp tókst mér að fá þá til að lofa því að hringja heim og láta vita um mig. En þetta sviku þeir og konan var algjör- lega miður sín, þegar ég kom 6 VIKAN 47. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.