Vikan - 24.11.1966, Side 8
f
Augu yðar búa yfir duldri fegurð
sem auðvelt er að leiða í Ijós. Hversvegna
nota konur um allán heim með fegurðar-
smekk Maybelline? Vegna þess að þær vita,
að ekkert gerir jafnmikið fyrir konu og fögur
augu, og með Maybelline geta allra augu ver-
ið fögur. Reynið Ultra+Brow, U!tra*Shadow,
UltratLash og Fluid Eye Liner. Þér munið sjá
hinn mikla mismun - og einnig hann. (Mun-
ið eftir hinu þýðingarmikla sem þér segið með
augunum.)
. Hið bezta í augnsnyrtingu, þó sanngjarnt verð.
PÉTUR PÉTURSSON
Suðurgata 14, Reykjavík
TOYOTÆsr
Á þeim tveim áratugum sem Iiðn-
ir eru síðan heimstyrjöldinni síðari
lauk hefur Japönum tekizt svo að
rétta úr kútnum, að þeir eru orðn-
ir ein fremsta iðnaðarþjóð heims-
ins. Það hefur verið sagt í gamni,
að sá Japani þætti ekki hafa um-
falsverða fingrafimi, sem ekki gæti
flysjað venjulegan pappír í þrennt
með berum fingrunum. Það er ein-
hver fágun yfir öllu sem Japanir
láta frá sér fara, formsskyn og yf-
irborðsfágun að minnsta kosti,
sem t.d. Austur-Evrópuþjóðunum
virðist fyrirmunað að hafa tilfinn-
ingu fyrir. Þrátt fyrir þessa fágun
hafði japanskur iðnaður ekki bein-
línis orð á sér fyrir gæði, þar til
menn vöknuðu upp við það einn
góðan veðurdag, að japanskar
myndavélar voru á góðri leið með
að slá aðrar myndavélar út. Þeir
hikuðu ekki við að taka til fyrir-
myndar og stæla þekktar tegundir
og sama gera þeir í bílaiðnaðinum.
Þar hafa þeir tekið Bandaríkja-
menn sér til fyrirmyndar því banda-
rískur bílaiðnaður er vissulega
harla góður, en aðeins hvað stærð
bílanna snertir, kæra þeir sig ekki
um að feta algerlega í fótspor
Bandaríkjamanna.
Þá er þar til máls að taka, að
bíll sá sem hér verður gerður að
umtalsefni, Toyota Crown, kostar
265 þúsund. Það er dýrasta gerð-
in af þessum b(l og verður að telj-
ast að öllu samanlögðu talsvert
íburðarmikill; stærðin er ámóta við
hinar minnstu gerðir amerískra
bíla, svo sem Ford Falcon og Chevy
II, en þess ber að gæta, að verðið
á Toyota er 60—70 þúsund krónum
lægra en á sambærilegum bíl
amerískum. Þarna sýna Japanir
ennþá einu sinni snilli sína og þetta
lága verð er ein ástæðan fyrir því,
hvað Japönum hefur gengið vel að
koma iðnaðarvörum sínum á fram-
færi. Toyota Crown verður fremur
talinn ofarlega í milliflokki en í
lúxusklassa. I útliti er farinn hinn
gullni meðalvegur og það markar
sannarlega engin tímamót. Það er
svo hversdagslegt að það gæti ver-
ið þverskurður eða samnefnari fyr-
ir fjöldann allan af evrópskum og
amerískum bílum en allt er það
snoturlega unnið og hlýtur að falla
vel í smekk fjöldans. Allur frágang-
ur, að utan jafnt sem innan, ber
vott um fingrafimi Japana og ligg-
ur ekki aðeins á yfirborðinu; óhætt
mun að segja að bíllinn sé vand-
aður þótt skyggnzt sé undir yfir-
borðið. Fyrst er til að nefna að
bíllinn er byggður á grind, en það
er óvenjulegt um bíl af þessari
stærð og á að vera traustara. í
bílnum sem ég prófaði voru að-
skildir stólar að framan, afbrigði
af körfusæti, fremur harðir við-
komu en góð sæti engu að síður og
gáfu prýðilegan stuðning. Þau eru
Toyota Crown 2000 cr fáanlcgur mcð aðskildum stólum að framan.
8 VIKAN 47-tbl-