Vikan


Vikan - 24.11.1966, Síða 11

Vikan - 24.11.1966, Síða 11
sumarleyfi skuli eytt, hefur áhuga fyrir þroska barna sinna eða barna- barna, fyrir knattspyrnuleikjum eða kappreiðum. Langalgengustu kvillar miðaldra fólks eru öndunarfærasjúkdómar ýmiss konar. Lungnakvef, lungna- bólga eða krabbamein í lungum. Allir þessir sjúkdómar eru algeng- ari hjá borgarbúanum en sveita- manninum, þjá fleiri reykingamenn en bindindismenn á tóbak, fleiri offeita menn en þá, sem eru í hæfi- legum holdum, eru algengari hjá þeim, sem hreyfa sig lítið, en hin- um, sem hafa líkamlega áreynslu, annað hvort við vinnu sína eða með líkamsæfingum. Af þessu er Ijóst, að ef þú færð slæmt kvef, ber þér ekki að líta á það sem „sjálfsagðan hlut" og láta lækninn um að losa þig við það. Það er þitt að byggja upp vörnina við þessum kvillum. Borgar- stjórnir iðnaðarborga reyna að af- stýra því, að andrúmsloftið í borg- unum verði mettað verksmiðju- reyk. Sjálfur getur þá losað þig við tóbaksreykinn, eða a.m.k. hætt að reykja sígarettur. Þú getur gætt þess að halda hæfilegri þyngd. Þú getur athugað, hvort líkamleg áreynsla þín er orðin of lítil. Ferðu á bílnum til að setja bréf í póst? Gengurðu þennan spöl, sem þú þarft að fara til vinnu þinnar? Eða kvartarðu yfir því að strætisvagn- inn stanzi ekki nógu nærri, ef hann hefur ekki viðkomustað alveg við dyrnar? Það liggur í augum uppi, að verksmiðjureykur og tóbaksreykur valda óhollri ertingu ( lungnapípun- um. En því skyldi offita eða hreyf- ingarleysi stuðla að því, að fólk sé gjarnt á að fá kvef? Brjóstholsvöðvarnir taka mikil- vægan þátt í önduninni. Þeir soga loft inn og ýta því út úr brjósthol- inu, eins og það væri físibelgur, með aðstoð þindarinnar, sem skil- ur á milli brjósts- og kviðarhols. Þindin er kúptur vöðvi og veit bungan upp í brjóstholið. Þegar hún dregst saman, verður hún flöt og dregur loft inn í brjóstholið, og um leið ýtir hún innyflunum niður á við . Raunar geta þau ekki farið niður á við vegna mjaðmagrindar- innar, og hryggurinn varnar bví að þau ýtist aftur, svo að útkoman verður sú, að magaveggurinn ýtist fram. Ef þú dregur andann mjög djúpt, sérðu hvernig kviðurinn þenst, sérstaklega ef þú liggur út af. En sé svo þykkt fitulag á maga- veggnum, að hann geti ekki ýtzt fram, verður þindaröndun óhugs- andi. Þú notar þá eingöngu brjóst- holsvöðvana, og afleiðingin verð- ur sú, að slímið á slímhúð lungna- pípanna dregst niður á við, en þornar ekki upp af loftstraumnum inn og út úr lungunum. Þegar þú svo færð kvef, og sýklarnir berast ofan ( lungun við öndunina, verður þarna kjörin gróðrarstla fyrir þá. Hæfileg líkamleg áreynsla gegn- ir svipuðu hlutverki. Dýpri öndun, sem áreynslunni fylgir, heldur brjóstinu þurru, þannig að sýklarnir ná þar síður fótfestu, þar sem þeir þurfa mikinn raka til að þrífast. Auk þess eykur hæfileg áreynsla hreysti líkamans, svo að mótstöðu- afl okkar gegn sjúkdómum verður meira. Blóðrásarsjúkdómar koma næstir á eftir öndunarfærasjúkdóm- um, hvað fjölda tilfella snertir, hjá miðaldra fólki, en eru þó helmingi fátíðari en þeir síðarnefndu. En þeir eru oft alvarlegs eðlis, krans- æðastífla í karlmönnum og hár blóðþrýstingur og æðabólga hjá konum. Sama máli gegnir um krans- æðastíflu og lungnakvef, að hún er algengari hjá fólki, sem hefur litla hreyfingu, algengari hjá offeitu fólki og algengari hjá reykinga- fólki. — Furðuleg breyting til hins betra. A sama hátt og oft má lækna eða koma í veg fyrir lungnakvef með því að breyta þessum þremur ofannefndu atriðum til batnaðar, má einnig ráða bót-á æðaþrengsl- um með sömu aðferð. Það er svo ótrúleg bót að þv( fyrir mann með æðasjúkdóm á lágu stigi að leggja af, að hann verður að kynnast þeirri breytingu af eigin raun til að trúa henni. Aftur og aftur hef ég rekið mig á það, hvernig blóð- þrýstingurinn vex, þegar fólk fitn- ar, og minnkar aftur, þegar það grennist. Aukinn blóðþrýstingur hefur það í för með sér, að æðarn- ar hrörna fyrr en ella, og af því leiðir myndun blóðtappa og slag síðar á ævinni. Æðabólga, sem er mun algeng- ari hjá konum en karlmönnum, er að nokkrum hluta arfgengur eigin- leiki, sem kemur fram við langvar- andi stöður, langvtnna hægða- tregðu eða þegar konan gengur með barn. Þér er að miklu leyti ( sjálfsvald sett að verjast þessum sjúkdómi. Hafðu eftirfarandi hug- fast: Þú skalt ekki standa, þegar þú getur setið. Ef þú verðgr að standa, reyndu þá að breyta stöðu fótanna sem oftast. Láttu þungann hvíla til skiptis á tám og hælum, ýmist innan til á ilinni eða á jark- anum, því að hver samdráttur leggvöðvanna flýtir fyrir streymi blóðsins aftur til hjartans. Hægða- tregða stafar venjulega af skorti á grófmeti ( fæðunni. Handfylli af kornhýði, sem neytt er daglega, eða All-bran (pakkamatur) til morgun- verðar dugir oft til lækningar, án þess að grípa þurfi til losandi með- ala. Um leið og æðar á fótleggj- um byrja að bólgna á meðgöngu- t(manum ættu konur að fara að ganga ! teygjusokkum. Það er næstum jafn algengt, að fólk leiti læknis vegna meltingar- truflana og vegna blóðrásarsjúk- dóma. Hjá karlmönnum er maga- sár eða magabólgur algengasti sjúkleikinn, en hjá konum melting- arerfiðleikar og gallblöðrusjúkdóm- ar. Magasár orsakast oft af áhyggj- um, sem við eigum erfitt með að ráða við, en aðrar orsakir maga- sárs eru þess eðlis, að það stend- ur í okkar valdi að losa okkur við þær. Þar á meðal það að taka inn verkjatöflur, án þess að borða um leið eða drekka a.m.k. mjólkurglas til þess að hlífa slímhúð magans. Einriig það að borða óreglulega og gleypa í sig matinn í flýti. Sömu- leiðis þungur og mikið kryddaður matur, miklar reykingar, mikil áfengisneyzla og að unna sér ekki augnabliks hvíldar allan daginn. Með því að hugsa málið og leggja niður fyrir sér má losa sig við margar þessar orsakir. Gallblöðrusjúkdómar standa ( sambandi við þungmeltan mat og offitu. í síðustu styrjöld, þegar mat- arskammtur okkar (( Englandi) var rétt nægilegur til að seðja hungr- ið og viðhalda Kkamanum, ein- hverjar hollustu matarvenjur sem við höfum búið við bæði fyrr og s(ðar, heyrðu gallsjúkdómar til hreinna undantekninga. En þegar við höfum aftur nóg af öllu, fylgir því hjá mörgum okkar, að við borð- um of mikið af þungum og bragð- sterkum mat. Það kemur ekki oft fyrir, að við borðum minna en við erum vön. En hversu oft kemur það ekki fyrir, að við förum fram úr venjulegum skammti. Fjórði algengi krankleikinn hjá miðaldra fólki er ýmis konar sjúk- dómar í liðum. Læknar kannast orðið vel við gigt í hnjám og fingr- um, sem kemur fram hjá konum á seinna breytingaskeiðinu, og oft fylgir einnig þyngdaraukning ( kjöl- farið. Það reynir mikið á þessi liða- mót. Fingurnir eru á stöðugri hreyf- ingu allan daginn, og á hnén reyn- ir mikið, þegar cið stöndum. Röntgengeislar sýna, að um þenn- an aldur verða beinabreytingar, þar sem mikið hefur reynt á bein og liðamót eða þau hafa skadd- azt. T. d. við liðamót stórutáar, ef táin hefur skekkzt vegna óholls fótabúnaðar. Það er sorglegt að sjá, hvernig ungir menn hafa far- ið með fætur sína með því að fylgja támjóu skótízkunni, og nú sjást í fyrsta skipti líkþorn á fót- um ungra manna . Verkir ( mjóhrygg og niður ( læri ed óalgeng óþægindi miðaldra fólks. Venjulega stendur þetta í sambandi við breytingar ! hryggn- um, en þær orsakast af miklu ólagi á hann vegna rangra Kkams- stellinga. Frumorsökin er slæm Framhald á bls. 40. OG VIÐ HESTAHEILSU 47. tw. VIKAN 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.