Vikan


Vikan - 24.11.1966, Síða 12

Vikan - 24.11.1966, Síða 12
— Já, ég gat ekki trúað mínum eigin augum, sagði Katie McTavish nokkru síðar. — Það er satt, ég gat hreinlega ekki trúað mínum eigin augum .... Katie (hún skrifaði sögur sínar undir nafninu Samantha Pemberton, en hét réttu nafni Katie McTavish) hallaði sér út um svefnherbergisgluggann sinn, til að anda að sér Lundúnaloftinu klukkan sjö að morgni. Sumarið var að hverfa inn í haustmóðuna. Hún hugsaði með söknuði til Skotlands og hin skozka sál hennar var viss um að loftið heima væri líkast kampa- víni, um þetta leyti árs. Fyrir neðan gluggann sá hún stúlkubarn hoppa eftir götunni, með ann- an fótinn uppi á gangstéttinni og hinn niðri í göturæsinu. — Þú styttir á þér annan fótinn með þessu, kallaði hún í aðvörunartón til barnsins, sem ekki skeytti því neinu og hún sá úfinn glókollinn hverfa á bak við götu- hornið. Andspænis glugga hennar var hinn ókunni vinur hennar, listamaður- inn, sýnilega í fasta svefni. Gluggatjöldin voru dregin þétt fyrir og glugg- inn lokaður. — Mjög heilsuspillandi, sagði Katie við sjálfa sig, og ekki í fyrsta sinn. Þau höfðu búið þarna, andspænis hvort öðru í nokkur ár. A hverjum degi stóð hann þarna við málaratrönur sínar við gluggann á dagstofu sinni, eða kannske var það vinnustofa, og Katie sat við ritvélina við glugg- ann á sinni dagstofu. Stöku sinnum mættust þau á götunni og kinkuðu þá kolli hvort til annars. Listamaðurinn byrjaði aldrei á vinnu sinni fyrr en um hádegi, en Katie naut vinnugleðinnar á morgnana. I raun og veru höfðu kvöldvenjur hans farið í taugarnar á henni. Hún fór venjulega í rúmið fyrir miðnætti og naut þess ef hún gat dregið frá glugganum og haft hann opinn, þá gat hún stundum séð stjörnurnar tindra á myrkum næturhimninum; en lista- maðurinn hafði sterkt Ijós yfir trönum sínum og það náði að skína inn til hennar og þá fannst henni oft sem hún svæfi í leitarljósi. En hún fyrirgaf honum nú samt, vegna þess að hann var þarna alltaf, en í hinar íbúðirnar í nágrenninu voru stöðugt að koma nýir leigjendur, sem náðu því sjaldnast að verða annað en óljósar verur, — nánast að- eins ókunnar hendur sem teygðu sig eftir mjólkurflöskum á morgnana og hjúpuðu um sig gluggatjöldunum eins og þoku á kvöldin. Katie var alin upp í þorpi og fannst það öryggisleysi að þekkja ekki neitt til nágrann- anna. Meðan hún horfði eftir götunni og var að reyna að ákveða það hvort hún ætti að nenna út til að kaupa sér nýtt brauð, eða láta brauðið frá í gær nægja, var Alexander að snyrta grænar fjaðrir sínar af mesta ákafa og gjóa augunum í allar áttir. Sambúð þeirra Katie og páfagauks- ins Alexanders var með mestu ágætum. Líf hennar var reglubundið og hún var ánægð með tilveruna, en samt var ekki laust við að hún fyndi stundum til einmanakenndar. Þessari einmanakennd hélt hún niðri með því að búa vel um sig í notalegri íbúðinni. Síðdegissólin skein inn um gluggana á dagstofunni og svefnherberginu, en morgunsólin glóði á eldhúsglugganum, þótt stundum væri hún dálítið fölleit. Síðast en ekki sizt var það páfagaukurinn Alexander, sem dreifði eimannakenndinni. Hafi Katie verið hrædd við einveruna, lét hún það aldrei í Ijós. Auð- vitað varð hún glöð ef einhver tilbreyting bauðst, en það var ekki svo oft; þessvegna var það ekki svo undarlegt að hún tryði ekki sínum eigin augum, þegar hún sá það sem skeði við horngluggann á forn- gripaverzlun herra Olivers; — hún sá ungan mann stinga glófaklæddri hönd gegnum glerið og gripa það sem fyrir hendi var, hún heyrði gler- brotin falla á götuna í morgunkyrrðinni. Katie rak ekki beinlinis upp öskur, en hún stóð á öndinni þegar ungi maðurinn hljóp upp eftir götunni og leit upp til hennar. Andartak horfð- ust þau í augu, og henni fannst svipurinn í gráum augum hans lýsa eins- konar „kaldri angist", svo hljóp hann niður götuna. Katie staulaðist frá glugganum var hún máttlaus í hnjánum og hjartað hamaðist í brjósti hennar. — Hver er þarna? skrækti Alexander. — Hvað fæ ég með teinu? Katie veitti honum ekki neina athygli og stórmóðgaður fór hann að sveifla sér fram og aftur í rólunni sinni og öskraði: — Fjandinn hafi það, ég er að detta! . Katie var vön því að atyrða hann þegar hann blótaði, en í þetta sinn æddi hún út úr stofunni, án þess að segja orð. Hún mætti engum á leið sinni niður stigann, það var enginn kominn á fætur. Herra Rogers, gamli maðurinn sem bjó á hæðinni fyrir neðan, hreyfði sig aldrei fyrr en um ellefu-leytið, enda var hann stokk heyrn- arlaus. Fröken Ellis og fröken Short voru vanar að flækjast um stiga- pallana á morgunsloppnum, en Katie mundi allt í einu eftir því að þær voru á ferðalagi. Hún gat heldur ekki kallað niður í kjallarann til hús- varðarins, vegna þess að hann var alltaf heldur þurr á manninn við hana. Hún opnaði götudyrnar og leit í allar áttir. Gatan var alauð. Gat það verið að henni hefði missýnzt, að innbrotið hefði alls ekki skeð. Hún vissi með sjálfri sér að þetta var raunverulegt; hún myndi aldrei gleyma grannleitu fölu andliti unga mannsins, stórum gráum augum hans og djúpa hökuskarðinu. — Kaldur, eins og fjandinn sjálfur, taut- aði Katie McTavish með sjálfri sér, þegar hún hljóp upp götuna, lafmóð. Hún nam staðar við skiltið, sem dinglaði fram og aftur á verzlun herra Olivers. Herra Oliver sjálfur var auðvitað hvergi sjáanlegur; hann myndi tæplega taka eftir því þótt húsið hryndi yfir hann. Hún barði á hurðina. — En góða fröken McTavish, sagði herra Oliver, þegar hann að lokum opnaði fyrir henni, og stóð fyrir innan dyrnar í gömlum köflótt- um töfflum og frekar óhreinum morgunsloppi, — hvað er að? — Sjáið þér bara, sagði Katie með andköfum og bennti á brotna rúð- una. — Drottinn minn, sagði herra Oliver. — Hvað hefur komið fyrir? Ég verða að ná í gleraugun mín. Það tók hann alllangan tíma að finna gler- augun, en svo stulaðist hann að lokum út að glugganum og litaðist um. — O, já, það eru hringirnir, þrír gamlir hringir, en aðeins einn þeirra var verðmætur, hinir voru einskis virði. Þeir voru laglegir, en .... Þetta var ungur maður, ég sá hann frá glugganum mínum,- ég get ör- ugglega þekkt hann aftur hvar sem er. — Það var heimskulegt af mér að setja þá þarna, það hefur verið of mikil freisting. — Það er engin afsökun, hrópaði Katie, furðu lostin. — Það er alger- lega ófyrirgefanlegt að bera ekki virðingu fyrir eignaréttinum. Lögregl- an er til þess að hafa hendur í hári slíkra manna, það er engin ástæða til að sýna mönnum sem fremja glæpi nokkra linkind. Ég er undrandi yfir yður, herra Oliver. — Það er sorglegt, hélt herra Oliver áfram, — að eyðileggja kannske algerlega líf ungs manns, vegna þriggja hringja, þar sem tveir voru nú alveg verðlausir. — Þér verðið að hringja til lögreglunnar, ég get gefið nákvæma lýs- , ingu af manninum. Hann getur ekki verið kominn langt í burtu. — Ég ætti líklega að gera það, sagði herra Oliver. — Auðvitað verðið þér að gera það, herra Oliver. Hvað er að yður? Maðurinn er þjófur. Þetta var örugglega ekki í fyrsta sinn, ég reikna jafn- vel með því að hann sé búinn að stinga þessari glófaklæddu hönd sinni innum gluggann hjá einhverjum öðrum, meðan við erum að þvæla um þetta. Hann er hættulegur þjóðfélaginu. Hvað hugsið þér um hina kaup- mennina? Hvað með Mappin og Webb, þér verðið hreinlega þeirra vegna að hringja til lögreglunnar. — Komið þér nú inn og fáið yður tesopa, þetta hefur fengið töluvert á yður? — Já, það getið þér bókað, ég fékk næstum taugaáfall. Ég gat varla trúað mínum eigin augum . . . . Hún fylgdi honum eftir inn í hlýja búðina, þar sem öllu ægði saman, dýrgripir og drasl var þar allt í einni bendu. Katie var vön því, að segja við vini sína að herra Oliver væri alveg draumur, en viðskiptivit hefði hann aldrei haft. — Komið þér bara í gegnum eldhúsið, sagði herra Oliver. Það var heldur bjartara í eldhúsinu, sólargeislarnir brutust í gegnum litlar rúðurnar, skínandi eins og nýslegnir peningar. Kötturinn hans herra Olivers sat á tuskuhrúgu, það var stór persneskur köttur, sýnilega kom- inn nokkuð til ára sinna, enda voru eyru hans öll bitin og hann var geð- vonzkulegur á svipinn. — Væri ekki betra að hringja til lögreglunnar, áður en þér hitið teið? stakk Katie McTavish upp á. — Þér verðið að fá te, það hressir yður. — Þér eruð nú líka þörf fyrir te, þér hafið verið rændur. — Já, líklega, sagði herra Oliver, — þetta kom svolítið á mig. Því meiri ástæða er það fyrir okkur bæði að fá okkur hressandi tesopa. — Þér skuluð þá búa teið til, og ég hringi til lögreglunnar á meðan. Herra Oliver mældi vandlega teblöðin í stóran Rickingham tepott, en svaraði ekki. Kattarófétið mændi á rjómakönnuna, sem líka var úr Rockingham postulíni. — Ég ímynda mér að pilturinn hafi verið í einhverjum vandræðum, 12 VIKAN 47 tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.