Vikan


Vikan - 24.11.1966, Page 15

Vikan - 24.11.1966, Page 15
EFTIR É7M Andrés Indriðason Lávarlirini æDandi Það eru mörg afbrigðin af vælukjóunum í henni veröld og hér sjáum við eitt, sem kannski slær öll met. Hann heitir Screaming Lord Sutch þessi og er töluvert vinsæll í heimalandi sínu, Bretlandi. Hann klæðist sundbol úr hlébarðaskinni, en á höfð- inu ber hann hjálm. Lordinn lýsti því nýlega yfir, að hann hyggðist hætta að syngja, því að hann hefur önnur og háleitari markmið í huga. Hann hyggst sem sé hasla sér völl á stjórnmálasviðinu og stefnir að því að komast á bekki í brezka þinginu. Símon of Garfunkel Paul Simon, 22 ára, lágvaxinn, dökkhærður og sléttgreiddur. Art Gar- funkel, 22 ára, langur eins og himnastigi með Ijóst, liðað hár. Tvö syngj- andi skáld frá New York þekktir um heim allan fyrir hljómplötur sínar en tiltölulega óþekktir sem einstaklingar. Þetta byrjaði allt fyrir 12 árum. Paul ver gefinn gamall gítar, sem hann komst fljótt upp á lag með að leika á. Vinur hans, Art, var á sömu bylgjulengd. Tímunum saman sátu þeir ( kaffihúsum í Greenwich Village meðal þjóðlagasöngvara og skeggræddu um lífið og músikina — án þess þó að komast nokkru sinni að nokkurri niðurstöðu. Paul samdi Ijóð og báðir settu þeir saman lög. Paul er skáldið, draumóramaðurinn. Art raunsæismaðurinn. Smátt og smátt hafa þeir náð tökum á lagasmíðinni og þetta hugðarefni þeirra hefur gert þá óaðskiljanlega. í dag eru þeir heimsfrægir, en þeir vilja gera litið úr því. Þeir hafa hugsað sér að halda áfram á námsbrautinni. Art ætlar að verða stærð- fræðikennari, Simon hyggst leggja stund á bókmenntasögu í því skyni að verða seinna meir rithöfundur. Þeir kæra sig kollótta um dýran klæðnað, tízku og aðra skylda fá- nýta veraldlega hluti. Þeir eru sprottnir úr sama farvegi og Bob Dylan, The Mamas & The Papas og The Lovin' Spoonfuls. Þetta er fólk, sem lifir fyrir skáldskap og músik en hatar stjörnudýrkun. Simon og Garfunkél búa í leiguhúsnæði í New York, en þá langar til að setjast að í Englandi. Þar er andrúmsloftið öðruvísi, segja þeir. i þeirra augum er New York fremur ókræsileg borg. Fólkið þar, hefur misst trúna á hið fagra og þýðingarmikla í lífinu, segja þeir. Simon og Garfunkel líta á músik sína sem annað og meira en dægur- músik. A hljómplötum þeirra leikur stór hljómsveit með þeim, en þegar þeir koma fram á hljómleikum, hafa þeir aðeins gítara sína milli handa. Ljóð Paul Simons hafa engan boðskap að flytja. Þau lýsa aðeins per- sónulegi reynslu — á skáldlegan hátt. Lög þessara heiðursmanna hafa náð nokkrum vinsældum hérlendis en einkum þó lagið „Sound of Silence". Fiórar fullar skeiOar. takk Þegar litlum börnum í Banda- ríkjunum er gefið meðal, sem kannski er ekki sérstaklega gott á bragðið, fylgir oft á eftir ein matskeið af einhverju góðgæti, til dæmis hunangi. Þessi skeið er kölluð „The Loving Spoonful". Og þar með er komin skýring- á heiti þessarar vinsælu banda- rísku hljómsveitar, sem vakti á sér athygli í sumar leið með lag- inu Daydream. Hljómsveitarlim- ir eru Zal Yanovsky, tvítugur og leikur á sólógítar, John Sebastian júníor, 21 árs og leikur á rythma- gítar, munnhörpu og hljóðfæri, sem nefnist „autoharpa", Steve Boone, 21 árs og leikur á raf- bassa — og Joe Butler 22 ára og lemur húðir. John Sebastian segir: — Við byrjuðum að leika sam- an fyrir tæpum tveimur árum. í Framhald á bls. 41. Bifirgum £ Eins og sést af þessari mynd af The Troggs, vilja þeir félagarnir gjarna taka þátt í því, að bjarga brezka pundinu. Nokkur huggun má þetta vera fyrir Wilson, forsætisráðherra, sem ann- ars hefur ekki notið tiltak- anlegra vinsælda vegna að- gerða sinna í efnahagsmál- um Breta. Troggs hyggjast á reisu um meginlandið og um Bandaríkin, og ætla þeir þá að klæðast „pund- skyrtunum“ sinum. 47. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.