Vikan - 24.11.1966, Síða 19
áður en þú fengir tækifæri til að
hitta hana.
Þessi útskýring var mjög
sennileg, en Fay trúði ekki einu
einasta orði. Hinsvegar fann hún
að það var réttast að láta sem
hún tryði henni, nú sem stóð.
— Nú, ég veit ekki vel, sagði
hún hægt. — Ég hef ekki séð
Eve í heilt ár. Þú hlýtur að skilja,
að ég hef áhyggjur og mig lang-
ar til að sjá Eve, ekki sízt eftir
það sem þú hefur nú sagt mér.
— Og þó sneruð þið Alan
ekki við, þegar þið fréttuð að
hún væri í Singapore. Sheba
sagði mér að hún hefði boðið
ykkur að lána ykkur flugvél-
ina þeirra, en þið hefðuð hafnað
boðinu.
— Úr því við vorum komin
hingað langaði Alan að sjá
plantekruna, sem hann hafði
heyrt að væri til sölu. Hann
brosti imdirfvu:ðulega.
— Þú heldur, vænti ég ekki,
að það sé ástæðan til þess að
hann kom hingað? Ég er ekki
fæddur í gær, Fay.
— Nú, hvað heldurðu þá?
Hún vætti þurrar varir sínar.
— Ég held, ag Alan hafi kom-
ið af allt annarri ástæðu og ég
held, að hann hafi tekið þig með
sem einskonar dulargervi. Hún
fann blóðið þjóta fram í kinnarn-
ar.
— En sú þvæla.
— Er það? Nú en þvæla eða
ekki þvæla — ég held að þið
séuð bæði í mikilli hættu hér,
Fay. Það var ekki nauðsynlegt
fyrir hann að segja henni það.
Hún hló hátt, en hún var hrædd.
Úr því að hann vissi svona mikið,
hve mikið vissu hin þá? Henni
fannst allt í einu mjög áríðandi,
að þau kæmust þaðan burt og
það sem allra fyrst. Hún leit-
aði að hæfilegu tækifæri til þess
að stinga upp á því við hann að
hann flygi með þau til Singa-
pore. Ef ég væri í þínum spor-
um, Fay, myndi ég ráða Alan til
að fara héðan frá plantekrunni
undir eins.
— Það er ekki svo auðvelt að
komast héðan, mótmælti hún. —
Það er rétt að Sheba bauð okk-
ur flugvélina aftur til Singapore,
þegar við komum. En síðan hafa
bæði hún og maður hennar eytt
því, þegar við höfum talað um að
fara. Mig langar mjög mikið til
Singapore. Aftur til Eve. En
hvernig? Við höfum enga flug-
vél og það eru yfirleitt engar
samgöngur. Það var þögn í bátn-
um, þegar hún hafði lokið máli
sínu. Svo sagði hann:
— Kannske get ég flogið með
ykkur þangað? Hún hafði hugsað
sér að biðja hann rnn það, en
hann varð fyrri til. Hann gerði
þetta næstúm því of auðvelt.
— Meinarðu það? Eins og ég
sagði, vildi ég gjarnan komast
héðan burt, en Mantesafólkið
reynir áreiðanlega að hindra
okkur í því. Það er kannske
þessvegna, sem þau eru svona
gestrisin. Hann brosti.
— Þú þarft ekki að látast,
Fay. Ég veit fullvel, að Alan og
þú eruð næstum fangar. Og
raunar við Madeline líka ...
— Ef þú álítur, að þú sért
einnig í hættu, Charles, ættir
þú að hafa farið fyrir löngu. Nú
er það orðið áríðandi, því
að í rauninni held ég að ... að
þú sért raunverulega í hættu.
Hann leit snöggt upp.
— Hversvegna segirðu það,
Fay?
— Sonya sagði mér að hún
hefði heyrt samtal, þar sem fað-
ir hennar sagði, að ef þú kæmir
aftur til plantekrunnar myndi
hann drepa þig. Ég sagði henni,
að það hlyti að hafa verið sagt
í spaugi, en hún sagði að faðir
hennar gerði aldrei að gamni
sínu. Charles færði sig órólegur
til á þóftunni.
— Sagði hún þetta. raunveru-
lega? Fay kinkaði kolli.
— Já.
— John er bölvaður asni, og
ég er ekkert hræddur við hann.
Sheba getur séð um hann.
— Getur hún það? Sonya sagði
mér líka, að pabbi hennar hefði
komið inn í barnaherbergið í
fyrrinótt og spurt hvar móðir
hennar væri. Hann var hræðilega
reiður, sagði hún.
— Það var svolítið, sem Sheba
þurfti að ræða við mig. Það e r
ekkert að marka það sem John
segir. Hann hortryggir allt og
alla og skilur ekki neitt. En...
hann hikaði. — En ég vil endi-
lega komast héðan burt.
— Úr því að þér finnst að
John tortryggi bæði þig og Shebu
og að hann þoli þig ekki, hvers-
vegna komstu þá aftur til Malaya
svo ég tali nú ekki um Happy
Harmony?
— Það kemur þér ekkert við,
svaraði hann.
— Nei, auðvitað ekki, sagði
hún. — Ég spurði bara. Þú sagð-
ir, þegar við hittumst í Heart-
stone Village, að þú myndir á-
reiðanlega ekki fara aftur. Hann
svaraði ekki alveg strax:
— Sheba sendi boð eftir mér,
og hún gerði það á þann hátt, að
ég gat ekki neitað.
— Hún hefur semsagt tak á
þér? spurði hún fljótmælt.
Kannske einum of fljótmælt.
Hann leit upp aftur og hún sá að
hún gat ekki komið honum til að
tala af sér. Hún reyndi að breiða
yfir mistök sín.
— Ég held að Sheba, eins og
flestar aðrar konur, hafi gam-
an af að hafa viðkunnanlegan
karlmenn í kringum sig. En ef
þér finnst að þú neyðist til að
fara, verður það ekki svo erfitt.
— Ekki erfitt! Þegar Sheba
er annarsvegar, er ekki margt
auðvelt. En kannske að við get-
um það samt.
— Ef þú ert fús til að fljúga
með okkur, held ég að Alan geti
komið okkur út úr húsinu. Viltu
það, Charles? Ó, ef þú bara vild-
ir það! Rödd hennar var biðjandi
og áköf. Aftur virtist hann vera í
vafa um svarið, en svo kinkaði
hann hægt kolli.
— Það verður erfitt, en ætli
okkur Alan heppnist það ekki.
Ó, jú. Það er ég viss um. Þakka
þér kærlega fyrir, Charles. Hann
hallaði sér fram og greip um
hönd hennar.
— Þú veizt kannske, að ég
gerði það fyrir þig, Fay? Þú
veizt, hvað ég varð hrifinn af þér
í fyrsta skipti sem ég sé þig. Það
var hræðilegt að komast að því
að þú varst gift Alan! Mig lang-
ar ennþá að gera eitthvað fyrir
þig. Þú veizt það. Er það ekki?
Rödd hans varð hás, og tak hans
um hönd hennar varð fastara.
Hún ætlaði að draga hana til sín,
en þar sem allt var komið undir
samvinnu þeirra, jafnvel líf
þeirra í veði, þorði hún ekki að
særa hann. Allt í einu heyrðu
þau hátt óp nokkuð frá þeim.
Þau litu bæði upp og hún
dró höndina til sín.
— Þetta hlýtur að vera Alan!
Róðu, fljótur! Flýttu þér!
Hann greip árarnar og byrjaði
að róa, en henni fannst það
ekkert ganga. Hún var yfir sig
hrædd og hún var viss um, að
Alan hafði æpt af sársauka. Það
komu ekki fleiri óp, ekki eitt
einasta. Báturinn rann yfir haf-
flötinn. Hún starði niður en sá
ekkert.
Að lokum fundu þau hann.
Hann ríghélt sér í kóralrif og
líkami hans var hálfur neðan-
sjávar. Þegar þau áttu skammt
eftir til hans, sá hún að sjórinn
í kringum hann var dökkrauður.
Hún reis upp og stakk sér. Hún
var góður sundmaður og nokkr-
um mínútum síðar var hún kom-
in til hans. Hún lagði handlegg-
inn utan um hann. Fingur hans
slepptu taki sínu og hann hall-
aði sér upp að henni. Eitt andar-
tak hélt hún, að það myndi líða
yfir hann, en hann hressti sig
við.
— Vertu ekki hrædd, Fay.
Hjálpaðu mér upp í bátinn.
— Þú ert særður, Alan ...
— Hafðu ekki á'þyggjur af
mér. Það er allt í lagi með mig.
En það var ekki allt í lagi með
hann. Það fossblæddi úr stóru
sári á síðu hans. Um leið og þau
voru komin upp í bátinn, bjó
Fay um sárið til bráðabirgða.
— Þér eruð heppinn, að konan
yðar skuli vera hjúkrunarkona.
Og að hún er þetta góð sundkona,
sagði Charles þurrlega. — Ég
ætlaði að fara að stinga mér til
að sækja yður, en hún varð á
undan mér. En hver fjandinn
gerðist? Alan hallaði sér fram og
studdi hönd undir kinn.
— Það réðist eitthvað á mig.
En mér heppnaðist að losa mig
og sleppa.
— Það hlýtur að hafa verið
Poutina. Þeir hafa hræðilegar
tennur.
— Þetta hafði að minnsta
kasti mjög hræðilegar tennur. Og
af fiski að vera réðist það á
mig á mjög undarlegan hátt.
Fay snerti handlegg hans, en
sagði ekkert. Alan sagði heldur
ekkert, fyrr en þau höfðu dregið
bátinn upp í sandinn. Hún ætlaði
að hjálpa honum upp úr bátnum,
en hann ýtti henni næstum
ruddalega frá sér.
— Ég get séð um mig sjálfur,
sagði hann. Hana skar í hjartað,
en hún brosti. Hún brosti, af því
að bæði Sheba og Madeline
horfðu á hana. Madeline flýtti sér
til þeirra.
— Ertu meiddur, Alan? Það
var hræðsla í rödd hennar.
— Ég átti í smáviðskiptum við
tannhvassan fisk, sem lifir í sjón-
um hér. Það er ekkert alvarlegt,
og sem betur fer, eins og Char-
les segir, er konan mín hjúkrun-
arkona. Hún verður fljót að laga
þetta. Má ég styðja mig við þig
ástin mín? Andartaki áður hafði
hann næstum hrint henni frá
sér ... en þetta var einn þáttUrinn
í sjónarspili þeirra. Hin ham-
ingjusömu, nýgiftu hjón! Hve
mörg hinna trúðu sögu þeirra?
Fay fannst hún vera heimsk.
Henni hafði aldrei látið að látast.
John Mantesa hafði séð um til-
reiðslu kvöldmatarins. Hann
flýtti sér á móti Alan og Fay.
— Hvað er að? spurði hann.
— Það réðist fiskur á Alan, en
honum tókst sem betur fer að
sleppa. Það rumdi í John.
—Það er ekki venjulegt, að
þeir ráðist á fólk hérna megin
við rifið. Ég varaði hann við að
synda hinum megin.
— Já, en þér sögðuð einmitt
að það væri miklu fallegra
hinum megin, sagði Fay. Hún
fann að Alan tók fast um hand-
legg hennar og henni var Ijóst, að
hún hafði hagað sér kjánalega.
John horfði beint á hana og að
þessu sinni brosti hann ekki.
— Það er kannske fallegra, og
það er hættulaust, ef maður fer
ekki ofan í vatnið. Ég hygg að ég
muni hafa meint það þannig.
— Þetta var minn eigin bjána-
skapur, sagði Alan. — Ég held
að ég sé ennþá hálfvaxinn strák-
ur, sem hef mest gaman að því
sem er bannað. Við karlmenn-
irnir verðum víst aldrei full-
vaxnir. Og sem betur fer hef ég
Fay til að passa mig.
— Það er rétt kominn matur,
en þér viljið kannske komast
strax heim til plantekrunnar?
— Nei, það er allt í lagi með
mig.
— Hafið þið nokkur sótt-
hreinsandi lyf hérna? spurði
Fay.
— Já, ég skal sækja flöskuna,
sagði Sheba. — Við höfum joð í
kokkteilskápnum. Það er kann-
ske skrýtinn staður, en það er
Framhald á bls. 53.
47. tbl. VIKAN 19