Vikan - 24.11.1966, Page 20
Hér að neðan er Suðuroddi cyjarinnar, en á efri myndinni til hægri eru þeir dr.
Sturla Friðriksson og I»orsteinn Einarsson íþróttafulltrúi á leið frá eynni á Surts-
eyjargrána — gúmmíbát Surtseyjarfélagsins. Neðri myndin hægra megin er af
hluta nýja hraunsins og í baksýn móar fyrir fjallinu.
Ólíklegt er, að nokkrum þætti lífvænlegt í Surts-
ey, en samt hefur einn maSur haft þar fasta bú-
setu eitt sumar. Ekki sló hann gras og þurrkaSi
í hey, en samt má segja, aS eitt og annaS hafi
heyjast þar meS aSstoS hans í sumar. Hér segir
hann okkur eitt og annaS frá liðnu sumri í Surts-
ey.
Ljósmyndir: Albert Jónasson.
Viðtal: Sigurður Hreiðar.
„Álfu vorrar yngsta land"
myndi líklega vera Surtsey; ég
man að minnsfa kosti ekki eftir
öðrum skika, sem getur haldið upp
ó þriggia ára afmæli sitt um þess-
ar mundir. Hér á landi er með al-
þýðu farinn mesti spenningurinn
fyrir þeim undrum, sem þar eiga
sér stað, en útlendingar þreytast
seint á að heyra sögur af henni,
og vísindamennirnir okkar hafa
aldeilis ekki gleymt þessu óska-
barni.
í sumar sem leið var í fyrsta
sinn höfð föst búseta í Surtsey. Það
var Árni Johnsen, kennari frá Vest-
mannaeyjum — það er að segja
Heimaey — sem hafði þar sumar-
dvöl og það væri ekki ólíklegt, að
hann ætti eftir að draga lengi af
því viðurnefnið Surtseyiarvörður
— og mætti þá fremur skoða það
sem heiðursnafnbót heldur en hitt.
Hann flutti í nýbyggt hús í eynni
20. júní s.l. og bjó þar fram undir
mánaðamótin september— október.
Ég rakst á Árna fyrir tilviljun, þeg-
ar hann var í heimsókn í Reykja-
vík í byrjun september og hann
féllst á að segja mér undan og
ofan af starfi sínu og aðbúnaði (
eynni.
— Hvenær var húsið reist?
— Húsbyggingin hefur átt sér
nokkurn aðdraganda. Fyrst var
hugsað til hennar fyrir tveimur ár-
um. Það var byrjað á að velja hús-
inu stað, og menn voru ekki á eitt
sáttir um hann. Til dæmis komu
aðallega þrír staðir til greina, nr.
1, 2 og 3, og húsið er byggt á stað
nr. 3, eða þriðju hugmyndinni. Á
nr. 1 er núna aðalgígurinn og á
einum stað er hraun komið yfir, svo
þetta virðist eiga að blessast allt.
Það hefur verið töluvert fyrirtæki
að byggja þetta hús! það er erfitt
að koma þarna út efni, það er
byggt úr flekum og er um sjötíu
fermetrar. Það var opið í vetur,
það var ekki búið að loka því.
— Vantaði þakið, eða . . . .?
— Það vantaði annan gaflinn í
það og hluta af þakinu. Þessu var
lokað um páskaleytið sfðasta vor.
— Þetta hefur staðið af sér vet-
urinn?
— Já, já, og svo var eitt aðal-
verkið, með vísindastörfunum, að
Ijúka þessu húsi. Það er orðið ansi
gott núna.
— Vel einangrað?
— Já, það er allt einangrað.
— Og hiti ( því?
— Já, það er hiti í því. Þar eru
tvö herbergi til vísindastarfa, sem
20 VIKAN 47-tbL