Vikan


Vikan - 24.11.1966, Side 21

Vikan - 24.11.1966, Side 21
Hér er Árni í Surtseyjargrána með tvo sænska kjarkmenn fyrir farþega. Ann- ar var prófessor, en hinn myndatöku- maður, sá hinn sami scm tók frægar myndir af fóstri á ýmsum þróunar- skeiðum hér um árið. Þcir tvímenn- ingarnir gerðu sér fcrð til Surtseyjar á vcgum bandariska stórhlaðsins Life til að taka mynd af gosinu þar gegnum vatnsdropa, fyrirrennara linsunnar. Þctta var erfitt verk, því ofboðslegur hiti var á gígbarminum, jafnvel svo stigvél mannanna bráðnuðu en þeir höfðu regnhlífar til að draga úr mesta liitanum. Hins vegar gufaði dropinn hratt upp og olli þar með öðru tölu- verðu bjástri, en alls var myndatöku- maðurinn fjóra tíma aðeins að stilla vélina. Prófessorinn lét svo um mælt, að Árni væri töluvert verri en James Bond, og víst cr um það, að Svíarnir eru ekki hugumstórir að sjá á þessari mynd. Myndirnar tvær hér að ofan eru úr f jörunni. Þcg- ar Life-mennirnir fóru út í eyna, voru alls um 15 menn meö í leiðangrinum. Á myndinni til vinstri er verið að ganga frá bátnum uppi undir hraun- hrúninni, þv£ um flóð var engin fjara. Xil hægri er báturinn og Árni Surtseyjarjarl. Þetta land varð til síðari hluta sumarsins, fjaran líka. Ejórinn niðar án afláts á grjótinu og sverfur það í sand — þarna hafa milljónir rúmmetra breyzt úr hrauni í sand. hægt er að loka. Svo er baðstofa eða miðskip, eins og við köllum það. Það er innréttað eins og á gömlu 16. aldar skipunum. Þar eru kojur eða bólkar og borðstofa. Svo eru tvö svefnloft. Húsið rúmar 40 manns í svefnpokum, ef með þarf. Svo er þetta líka byggt sem skip- brotsmannaskýli. — Þú hefur hafzt við í þessu mið- skipi? — Jó, ég hefi haldið mig þar. — Hvernig er það með samband við siðmenninguna? — Það er eins og maður vill hafa það, gott, þ.e.a.s. við erum með mjög sterka talstöð. Við höfum t.d. talað bæði við New York og Þýzka- land frá Surtsey. — Beint? — Nei, við höfum samband t gegnum Vestmannaeyjar. Annars getum við náð sambandi beint við báta fyrir austan. — Mér skilst, að það sé illlend- andi þarna við eyna. — Það fer auðvitað eftir veðri, það má segja að það sé góð að- staða til lendingar, því að það er sandfjara norðan á eynni og þar er mjög gott að lenda. En það verð- ur auðvitað að sæta lögum, þvt að það þarf ekki að vera mikil hreyf- ing á sjónum til þess að það sé ekki gott að lenda í sandfjöru. Mað- ur verður að hafa það þarna eins og við Landeyjasand, að sæta lög- um. — Þú ert náttúrlega orðinn vanur að eiga við svona bát? — Já, ég er orðin vanur svona úteyjarsnatti kringum Eyjar. — Ertu með gúmmífleka? — Við höfum mjög góðan bát, hann er fimmhólfaður, uppblásinn, með 20 hestafla vél, gengur um 30 mílur, og hann getur ! rauninni ekki sokkið. — En hann gæti oltið? — Hann getur varla oltið, en hann getur fokið. Hann hefur einu sinni gert það. Það var í 12 vindstigum. Þá var ég einn í honum og sat aft- arlega. — Fauk hann á sjónum? — Hann fauk aftur yfir sig og hvofldi. Ef það hefði verið einn maður frammi í, hefði hann ekki fokið. — Þú hefur þá bara synt undan honum? — Já, ég lenti undir honum, ég ýtti mér bara niður. Ég var vel búinn, var ( froskmannabúningi, og kafaði frá honum. — Gaztu snúið honum við? — Nei, nei, það kom þarna bát- ur og aðstoðaði mig. 47. tbl. VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.